Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Qupperneq 12
Helgarblað 19.–22. september 201412 Fréttir
Réðst á mann með glerflösku á Dillon
Síbrotamaðurinn Guðni Guillermo Gorozpe ákærður
Þ
ingfesting var í máli Guðna
Guillermo Gorozpe á
fimmtudag en ríkissak
sóknari hefur ákært hann
fyrir sérstaklega hættulega líkams
árás. Guðni var árið 2011 kenndur
við vélhjólasamtökin Outlaws –
áður Black Pistons. Hann er sakað
ur um að hafa þann 9. september
árið 2012 ráðist mann með gler
flösku á skemmtistaðnum Dillon.
Samkvæmt ákæru sló Guðni
manninn ítrekað í höfuðið með
flöskunni með þeim afleiðingum
að hann hlaut opið sár. Í ákæru
segir að fórnarlambið hafi hlot
ið „þrjá skurði á enni, einn vinstra
megin sem var 4 til 5 sm langur,
einn fyrir miðju sem var 6 til 7 sm
langur og einn hægra megin sem
var 1,5 til 2 sm langur.“ Samtals
þurfti að sauma sextán spor í enni
mannsins. Þess er krafist að Guðni
verið dæmdur til refsingar en að
auki er þess krafist að hann greiði
eina milljón króna í miskabætur.
Sakaferill Guðna nær nokkuð
langt aftur og hefur hann verið
dæmdur fyrir líkamsárásir og hót
anir. Í janúar í fyrra var Guðni
dæmdur í þriggja ára fangelsi fyr
ir að ráðast á grískan ferðamann
sem og að hafa ráðist á mann
með járnröri. Báðar líkamsárás
ir áttu sér stað árið 2010. Gríski
ferðamaðurinn svipti sig lífi síðar
en móðir hans bar vitni við rétt
arhöldin og sagðist ekki geta full
yrt um tengsl milli árásarinnar
en sagði þó að árásin hefði geng
ið nærri syni hennar. Árið 2007
fékk Guðni tveggja ára fangelsis
dóm fyrir að hafa skotið úr hagla
byssu á íbúðarhús í Hafnarfirði
sem og líkamsárás og fjársvik. Enn
fremur var hann dæmdur fyrir að
kasta mólotovkokkteil inn um gat
á rúðu. n hjalmar@dv.is
Ákærður Guðna Guillermo Gorozpe
er ákærður fyrir sérstaklega hættu-
lega líkamsárás. Árásin átti sér stað
á skemmtistaðnum Dillon árið 2012.
Ræður beint eða
óbeint 14% kvótans
Samherji á fjórar af þrjátíu kvótahæstu útgerðum landsins
Ú
tgerðarfélagið Samherji ræð
ur beint eða óbeint yfir 14,07
prósentum heildarkvótans
sem úthlutað er við Íslands
strendur. Þetta kemur fram
þegar aflahlutdeild Samherja og
fyrirtækja sem útgerðin á hluti í er
skoðuð á nýjasta lista Fiskistofu
yfir aflahlutdeild íslenskra útgerða.
Fiskistofa birti listann fyrir nokkrum
dögum og miðast við eignarhald á
kvóta í byrjun september í ár.
Samherji á sjálft 6,44 prósent
kvótans, Síldarvinnslan – sem Sam
herji er stærsti hluthafinn í með 44,6
prósent – á 5,21 prósent, Útgerðar
félag Akureyringa á 1,74 prósent og
Polaris Seafood á 0,68 prósent kvót
ans. Samherji er eini eigandi tveggja
síðustu fyrirtækjanna. Allar eru út
gerðirnar á listanum yfir 30 stærstu
sjávarútvegsfyrirtæki landsins mið
að við aflaheimildir. Polaris Seafood
er nýtt fyrirtæki á listanum en það
hélt áður, eftir flókinn eignastrúktúr,
utan um eignarhald á Afríkuútgerð
Samherja sem seld var í fyrra með
nokkurra milljarða hagnaði.
Þegar þessar tölur eru lagðar
saman er niðurstaðan 14,07 prósent
af heildarkvóta. Samkvæmt lögum
um stjórn fiskveiða má aflahlutdeild
einstaks, eða tengdra aðila, ekki fara
yfir 12 prósent af heildarafla. Þetta
lagaákvæði á hins vegar ekki við um
eignarhald Samherja á aflaheim
ildum þar sem fyrirtækið og Síldar
vinnslan eru ekki skilgreind sem
tengdir aðilar samkvæmt lögum.
Stóð til að breyta
Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu
sem hefur meðal annars eftirlit með
eignarhaldi á aflaheimildum, segir
að samkvæmt þeim lögum sem í
gildi eru séu Samherji og Síldar
vinnslan einfaldlega ekki tengdir
aðilar. „Okkur ber að fylgjast með
því að aðilar og tengdir aðilar fari
ekki yfir kvótaþakið á grundvelli
þeirra laga sem gilda. Það hefur ver
ið niðurstaðan, samkvæmt þeim
lögum sem gilda, að Samherji og
Síldarvinnslan séu ekki tengdir að
ilar.“
Í kvótafrumvarpi síðustu ríkis
stjórnar, sem ekki náðist í gegnum
þing og varð þar af leiðandi ekki
að lögum, átti að breyta lögum um
stjórn fiskveiða þannig að ef fyrir
tæki ætti 30 prósent eða meira í
annarri útgerð þá væru þau tengd
ir aðilar samkvæmt lögum. Ef þessi
breyting hefði orðið að lögum þá
væru Samherji og Síldarvinnslan
skilgreind sem tengdir aðilar.
Athugun á samstarfinu
Líkt og DV hefur greint frá þá hefur
Samkeppniseftirlitið haft sam
vinnu Samherja, Síldarvinnslunn
ar og Gjögurs á Grenivík til skoðun
ar – Gjögur er næststærsti eigandi
Síldarvinnslunnar. Sú athugun hef
ur staðið yfir frá því vorið 2013. Í
samtali við DV í júní sagði Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Sam
herja, að hann hefði ekkert heyrt af
athuguninni frá því í fyrra. „Við af
hentum gögn í maí í fyrra. Ég hef
ekki fengið eina fyrirspurn eða ann
að síðan. Þeir fengu bara þessi gögn
og ég veit ekki meir.“
Samkvæmt því sem Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppnis
eftirlitsins, sagði í sumar var ekki
komin nein niðurstaða í skoðun
stofnunarinnar. „Við höfum aflað
gagna í málinu og erum að vinna úr
þeim. Það er svo sem ekkert meira
um þetta að segja á þessari stundu.“
Samkeppniseftirlitið hóf skoðun
ina í kjölfarið á athugun á ætluð
um samruna Síldarvinnslunnar
og Bergs Hugins, útgerðar í Vest
mannaeyjum.
Segir kvóta hafa verið færðan
Í samtali við DV segir Þorsteinn Már
að Samherji og Síldarvinnslan séu
ekki tengdir aðilar samkvæmt lög
um. „Eignarhald Síldarvinnslunnar
er öllum opið. Það er búið að liggja
fyrir í langan tíma hverjir eiga Síldar
vinnsluna. Hvort sem að menn vilji
hafa þetta einhvern veginn öðruvísi
þá er þetta bara svona lögum sam
kvæmt,“ segir forstjórinn og ríma orð
hans við það sem Eyþór Björnsson
segir hér að framan.
Þorsteinn Már segir að ástæðan
fyrir veru Polaris Seafood á listan
um yfir kvótahæstu útgerðirnar sé
að kvóti hafi verið færður yfir á skip
í eigu félagsins af skipi í eigu annars
félags Samherja. Þorsteinn Már seg
ir að ekki hafi verið keyptur kvóti á
skipið. „Skipið var keypt í ágúst í
fyrra og var í rekstri allt þetta fisk
veiðiár. Við keyptum þetta skip og
fannst óeðlilegt að vera með kvóta
laust skip,“ segir hann og bætir við
að yfirfærslan snúist einnig um nýt
ingu á aflaheimildum á ýsu.
Staðan er því sú að bæði Sam
herji og Síldarvinnslan geta bætt
við sig kvóta upp að 12 prósenta
markinu án þess að slíkt hafi nein
áhrif þar sem fyrirtækin eru ekki
skilgreind sem tengdir aðilar. Bæði
fyrirtækin geta því haldið áfram að
kaupa kvóta þar sem nokkur pró
sentustig vantar upp á að 12 pró
sentum sé náð. Ekki væri því úti
lokað að fyrirtækin, og dótturfélög
þeirra, færu saman með um 24 pró
sent kvótans án þess að slíkt bryti
gegn lögum um stjórn fiskveiða. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Ekki tengdir aðilar Síldarvinnslan, sem
Gunnþór Ingvason stýrir, og Samherji eru
ekki skilgreindir sem tengdir aðilar lögum
samkvæmt. Samherji á samt tæp 45 pró-
sent í Síldarvinnslunni. Mynd InGIbjörG döGG.
Samkeppniseftirlitið skoðar
samvinnuna Samkeppniseftirlitið
hefur skoðað samvinnu Samherja,
Síldarvinnslunnar og Gjögurs frá því í
maí í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson
er forstjóri Samherja og annar stærsti
eigandinn. Mynd SIGtryGGur ArI „Hvort sem að
menn vilji hafa
þetta einhvern veginn
öðruvísi þá er þetta bara
svona lögum samkvæmt.
Fordæma
niðurskurðinn
Stjórn Kennarasambands Íslands
harmar í ályktun, sem stjórn
in sendi frá sér á fimmtudag, að
í fjárlagafrumvarpi ársins 2015
„skuli enn vera þrengt að fram
haldsskólum landsins og aðgengi
ungs fólks að námi skert.“ Fram
kemur að rekstur framhaldsskóla
landsins sé fyrir löngu kominn
að þolmörkum. „Það skýtur því
skökku við að á sama tíma og
stjórnvöld afþakka tekjustofna er
boðaður áframhaldandi niður
skurður í skólakerfinu.“
Fram kemur að gert sé ráð
fyrir 5 prósenta fækkun nem
enda og skertu aðgengi þeirra
sem eru eldri en 25 ára og vilji
læra á framhaldsskólastigi. „Þessi
stefna boðar gjörbreytingu á
menntapólitík í landinu. Verði
af þessum áformum er ljóst að
markmiðum um að hækka hlut
fall þeirra sem ljúka framhalds
skólaprófi verður ekki náð. Stjórn
KÍ fordæmir þann viðsnúning
sem virðist vera í uppsiglingu,“
segir í ályktuninni.
Flutningur
Fiskistofu dýr
Starfsmenn Fiskistofu eiga kost
á þriggja milljóna króna styrk,
kjósi þeir að flytja með stofnun
inni til Akureyrar næsta sumar.
RÚV greindi frá þessu á fimmtu
dag. Sjávarútvegsráðherrann Sig
urður Ingi Jóhannsson sendi bréf
til starfsmanna þar sem þetta
kemur fram, en þar segir einnig
að þiggi starfsmenn styrkinn þá
þurfi þeir að skuldbinda sig til að
vinna á Akureyri í tvö ár. Hætti
þeir fyrr þurfa þeir að endur
greiða styrkinn í hlutfalli við
þann tíma sem þeir gegndu starf
inu á Akureyri.
Reiknað er með að helmingur
þeirra 70 starfa sem nú eru í
Hafnarfirði verði flutt norð
ur. Þiggi hver einn og einasti
starfsmaður sem flytur norð
ur þennan styrk þá kostar þessi
liður flutninganna 105 milljón
ir. Þá kemur einnig fram í bréf
inu að starfsmönnum verði
boðið að fljúga tvisvar sinnum
með fjölskyldu sinni norður til
Akureyrar til að skoða húsnæði
og aðstæður. Flug fyrir fjögurra
manna fjölskyldu, þar sem eru
tvö börn á aldrinum 2–11 ára
kostar 70 þúsund krónur fram og
til baka. Miðað við þetta dæmi
getur flug á hvern starfsmann
og fjölskyldu kostað 140 þúsund
krónur og því getur þessi liður
flutninganna kostað tæpar fimm
milljónir króna