Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Qupperneq 20
Helgarblað 19.–22. september 201420 Fréttir Erlent UndrUn og reiði í Svíþjóð J immie Åkeson, formaður sænska þjóðernishyggjuflokks­ ins Sverigedemokraterna, er nú þegar byrjaður að notfæra sér þá sterku stöðu sem flokkurinn hans er í eftir kosningarnar í Svíþjóð á sunnudaginn. Åkeson hótar nú að beita sér gegn væntanlegu fjárfjár­ lagafrumvarpi minnihlutastjórnar Stefans Löfvens, formanns Sósíal­ demókrata, og greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpshugmyndum væntanlegrar stjórnarandstöðu. Talið er hugsanlegt að ef formaður Sverigedemokraterna lætur verða af hótun sinni geti það leitt til þess að boða þurfi til nýrra kosninga í Sví­ þjóð. „Við kunnum að komast að þeirri niðurstöðu að velja þann kost sem felur í sér sem minnstan skaða fyrir Svíþjóð,“ var haft eftir Åkeson í sænska blaðinu Dagens Nyheter á fimmtudaginn. Líkt og fram hefur komið í fjöl­ miðlum reynir Stefan Löfven nú að mynda minnihlutastjórn með græn­ ingjunum í Miljöpartiet, sem Gustav Fridolin og Ása Romson leiða. Löfven þarf hins vegar að tryggja sér stuðn­ ing annarra flokka við væntanlegt fjárlagafrumvarp sitt og fleiri stór mál til að koma í veg fyrir stjórnarkreppu. Geta verið í oddastöðu Sverigedemokraterna eru í góðri stöðu eftir að hafa fengið tæplega 13 prósent atkvæða í kosningun­ um um síðustu helgi og geta verið í oddastöðu þegar kemur að atkvæða­ greiðslum um tiltekin mál. Flokk­ urinn jók fylgi sitt um 7,2 prósentu­ stig frá árinu 2010, úr 5,7 í 12,9, og er í raun eini sigurvegarinn í sænsku kosningunum. Flokkarnir fjórir sem mynduðu síðustu ríkisstjórn fengu samtals 39,3 prósent atkvæða og ef atkvæðafjölda Sverigedemokraterna er bætt við eru flokkarnir fimm með meirihluta atkvæða á bak við sig. Allir stjórnmálaflokkarnir á sænska þinginu hafa hins vegar lýst því yfir að þeir vilji ekki vinna með Sverigedemokraterna út af stefnu flokksins í innflytjendamálum og rasískri fortíð hans. Sterk viðbrögð Sverigedemokraterna er opinberlega ekki flokkur sem kennir sig við kyn­ þáttahyggju heldur vill hann standa vörð um það sem sænskt er. Stefna flokksins er ekki að henda innflytj­ endum og flóttamönnum úr landinu heldur minnka innflutning þeirra um 90 prósent og nota fjármagnið, sem í dag er notað til taka á móti þeim í Sví­ þjóð, til að hjálpa þessu fólki áður en það kemur til landsins. Oft og tíðum berast hins vegar af því fréttir að flokksmenn í Sverige­ demokraterna láti út úr sér orð sem ekki er hægt að kenna við annað en rasisma. Til að mynda þurfti æðsti ráðamaður í Stokkhólmi að hætta afskiptum sínum af stjórnmálum fyrir nokkru eftir að hafa tjáð sig um Roma­fólk og innflytjendur í skjóli nafnleyndar á rasísku áróður­ ssíðunni Avpixlat. Hugsanlega má segja að flokkurinn sé rasistaflokkur undir mýkri dulu og það er eins og meirihluti Svía átti sig og sjái í gegn­ um tilraunir flokksins til að þykjast vera annað en hann er. Segja má að viðbrögð Svía við kosningasigri Sverigedemokra­ terna hafi verið sterk. Strax á mánu­ daginn birti blaðið Expressen svarta forsíðu með þeirri fyrirsögn að nærri 800 þúsund Svíar hafi kosið Sverige demokraterna. Dagurinn var sorgardagur að mati Expressen. „Sigur fasismans í Svíþjóð“ var fyrir­ sögnin á grein í Dagens Nyheter á þriðjudaginn sem hófst á tilvitnun í Francois Hollande Frakklandsfor­ seta: „Þetta er sársaukafullt“. Daginn eftir sagði pistlahöfundurinn Jonas Thente í sama blaði: „Á meðan við skeggræddum í dagblöðunum um Tinnabækurnar, teiknimyndafígúr­ una „Litla hjartað“ og myndir á nammibréfum sem kunna að hafa lýst kynþáttafordómum juku Sverig­ edemokraterna fylgi sitt í 13 prósent.“ Með orðum sínum vísaði Thente til þess að miklar umræður fari fram um kynþáttafordóma í sænsku samfélagi og að sú umræða nái til minnstu at­ riða eins og ritrýni á gömlum bók­ um eins og Tinna – slíkur er pólitíski rétttrúnaðurinn í landinu. Þessi um­ ræða breytir því hins vegar ekki að þjóðernishyggjuflokkur með rasískar rætur er orðinn sá þriðji stærsti í landinu. Viðbrögðin við kosningasigrinum hafa í grófum dráttum lýst undrun og furðu meirihluta sænsku þjóðar­ innar enda má segja að hún skiptist í tvo hluta: Þá sem þola ekki Sverige­ demokraterna og svo þá sem kjósa þá. Millivegurinn er eiginlega ekki til staðar; tilfinningarnar í garð flokks­ ins eru ævinlega sterkar á báða bóga. Getur haft öfug áhrif Sænska þjóðin, og fulltrúar hennar á sænska þinginu, þarf nú að nú að eiga við þennan nýja veruleika þar sem Sverigedemokraterna er orðið þriðja stærsta aflið í sænskum stjórn­ málum. Og flokkurinn er þegar byrj­ aður að beita sér með áðurnefndri hótun. Stjórnmálaskýrandi Dagens Ny­ heter, Ewa Stenberg, segir raunar að hugsanlegt sé að útspil Jimmies Åkeson kunni að auka þrýsting á hina flokkana að standa saman og styðja fjárlagafrumvarp Sósíaldemokrata­ flokksins. Svo mikil er andúðin á Sverigedemokraterna að hótun frá flokknum getur þrýst öðrum saman og þar af leiðandi haft öfug áhrif fyrir Åkeson. Ef Sverigedemokraterna styður hugmyndir hinna stjórnarandstöðu­ flokkanna um fjárlagafrumvarp og þær ná í gegnum sænska þing­ ið þá myndi ríkisstjórn Stefans Löf­ ven þurfa að stýra landinu út frá fjárlagafrumvarpi andstöðunnar. Slíkt gengur ekki og myndi það þýða nýjar kosningar í lok ársins hugs­ anlega. Ewa Stenberg segir að þetta vilji Jimmie Åkeson ekki. Hún tel­ ur að hann sé miklu frekar að reyna að sýna kjósendum að flokkur hans geti haft áhrif á sænsk stjórnmál. Að mati hennar snýst hótunin því um að Åkeseon vilji finna til sín. Yrði refsað í nýjum kosningum Formenn Miðjuflokksins og Flokks fólksins hafa tekið undir það sjón­ armið að Åkeson kunni ekki að vilja fá nýjar kosningar strax eftir þennan stóra kosningasigur sinn. Annie Lööf, formaður Miðju­ flokksins, telur að engar líkur séu á því að Sverigedemokraterna myndu styðja við hugmyndir fyrrverandi ríkis stjórnarflokka sem voru jákvæð­ ir í garð innflytjenda og flóttamanna og sem lögðu mikið upp úr því að að­ laga þá að sænsku samfélagi. Jan Björklund, formaður Flokks fólksins, segir til dæmis að ef hótun Äkeson leiði til þess að boða þurfi til nýrra kosninga þá verði honum refsað í þeim fyrir hátterni sitt: „Ef Äkeson kallar fram nýjar kosningar með þessum hætti held að ég kjós­ endur muni refsa honum harðlega.“ Valdataflið hafið Miðað við orð álitsgjafa og stjórn­ málamanna í Svíþjóð er því ólík­ legt að Äkeson beiti sér með þessum hætti þar sem hann vilji ekki nýjar kosningar. Líklegast þykir að hann sé einungis að sýna aukið vald sitt og vægi í kjölfar kosninganna; athuga hvaða viðbrögð hann kallar fram með orðum sínum. Næstu daga munu fara fram erf­ iðar stjórnarmyndunarviðræður í Svíþjóð þar sem flokkarnir keppast um að koma sér í sem besta stöðu fyrir komandi kjörtímabil, Sverige­ demokraterna þar á meðal. Eitt af því fyrsta sem til dæmis þarf að gera er að skipa forseta sænska þings­ ins en undir honum eru tveir vara­ forsetar. Sögulega hafa þessir þrír menn komið úr röðum þriggja stærstu flokkanna og ef þeirri reglu er fylgt þá kemur forseti þingsins frá Sósíaldemó krötum og varafor­ setarnir frá Moderaterna og Sverige­ demokraterna sem byrjaðir eru að þrýsta á um að fá að skipa fulltrúa úr sínum röðum í þessa stöðu. Næstu dagar og vikur verða því afar forvitnilegar í sænskum stjórn­ málum enda eru kosningarnar um síðustu helgi sögulegar þar sem línurnar í þeim eru ekki mjög skýrar, ef undan er skilinn stórsigur Sverige­ demokraterna. n n Uppnám vegna kosningasigurs Sverigedemokraterna Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við kunnum að komast að þeirri niðurstöðu að velja þann kost sem felur í sér sem minnstan skaða fyrir Svíþjóð. Stefan Löfven Formaður Sverigedemokra- terna er byrjaður að sýna tennurnar eftir kosningasigurinn á sunnudaginn og hefur hann hótað því að berjast gegn fjárlaga- frumvarpi væntanlegrar ríkisstjórnar Stefans Löfven, formanns Sósíaldemókrata. Í oddastöðu Jimmie Åkeson, formaður Sverig- edemokraterna, er kominn í góða stöðu í sænskum stjórnmálum eftir að flokkur hans varð sá þriðji stærsti í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.