Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Þorsteinn Guðnason • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 24 Umræða Er hægt að hafa áhrif á að ég verði ekki borinn út? Sturla Jónsson verður borinn út í lok mánaðar. – DV Það þarf engan að undra Þ að er áhyggjuefni að Sigmund­ ur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu svona hissa á hörðum viðbrögðum miðstjórnar Alþýðusambands Íslands við fjárlagafrumvarpinu þar sem ASÍ sér engan grundvöll fyrir frekara sam­ starfi við ríkisstjórnina ef þetta fjár­ lagafrumvarp verður að lögum. Harð­ ur tónn frá ASÍ á þessu hausti var fyrirséð efnahagsstærð og ætti ekki að koma neinum á óvart og síst af öllu forystumönnum ríkisstjórnarinnar sem kjósendur eiga að geta treyst til að höndla með efnahagsstærðir af þessari stærðargráðu. Annað af tvennu virðist hafa gerst og hvort tveggja er fyrirboði um slæma tíð á vinnumarkaði. Annaðhvort er efnahagslegt tóneyra þeirra Bjarna og Sigmundar svo dauft að þeir mis­ heyrðu tóninn í launafólki svo illilega að þeir töldu sig vandræðalaust get­ að valið þessa tímasetningu til að fara bratt í hækkun virðisaukaskatts á mat í fjárlagafrumvarpinu og styttingu at­ vinnuleysisbótatímabilsins eða að þeir hafi alveg séð þessi hörðu við­ brögð fyrir en samt látið vaða. Ekki gott að segja hvort er verra. Allt frá því gengið var frá skamm­ tímasamningi á almennum vinnu­ markaði um áramót hefur það leg­ ið fyrir að sá stutti friður sem hann skapaði var skilyrtur af hálfu ASÍ. Samningurinn átti að vera partur af breiðri samstöðu um að leggja áherslu á stöðugleika og hóflegar kauphækkanir. Útkoman átti að vera stöðugleiki í gengi og verðlagi og það virðist líka hafa tekist alveg bæri­ lega. Enda er Bjarni ánægður með árangurinn: „Okk ur hef ur tek ist að ná bönd um á verðbólg unni og geng­ ið er stöðugt. Ný störf eru að verða til margt já kvætt að ger ast,“ seg ir hann. En Bjarni og Sigmundur þurfa líka að rifja upp að á árinu var samið um meiri hækkanir við aðra hópa og for­ stjóralaun þutu langt út úr korti. Það vakti gremju. Álögum var á sama tíma létt af breiðu bökunum. Fjár­ lagafrumvarp með styttingu bóta­ tímabils og hækkun matarskatts á þessum tímapunkti, þar sem þar að auki er stillt upp ófullnægjandi mót­ vægisaðgerðum fyrir láglaunahópa og lífeyrisþega, hlaut þess vegna að verða eins og sniðið til að efna til illinda við óþolinmóða verkalýðs­ forystu. Það er örugglega skynsamlegt að hverfa smám saman frá því að nota lægra virðisaukaskattþrep á mat sem tekjujöfnunartæki. Að létta þannig undir matarkaupum hjá rík­ um jafnt sem fátækum er óskil­ virk skattheimta. Sömuleiðis er ein­ földun vörugjalda bráðnauðsynleg. En hlutirnir þurfa samt að gerast í réttri röð. Matvara kostar of mikið nú þegar. Buddan hjá þeim sem minnst hafa þolir engar verðhækk­ anir á henni. Góð byrjun væri þess vegna að byrja að lækka ofurtolla á innfluttum mat, eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor er að leggja til. Það gæti líka leitt til lækkunar á innlendum matvælum. Í stað þess að lækka vörugjöld á flat­ skjáum og ísskápum sem mótvægi myndi lækkun ofurtolla á innfluttar landbúnaðarvörur auk lækkunar vörugjalds á matvöru leiða til sömu niðurstöðu. Hærri vaskur á mat er og verður pólitískt sprengiefni og er stað­ reyndin einfaldlega sú að þetta er illseljanleg breyting á skattkerfinu, hversu skynsamleg sem hún kann að vera út frá skattatæknilegum sjónar­ miðum. Fólk almennt kaupir ekki þá skýringu að matvara sem hlutfall af neyslu sé svipað hjá tekjulágum og tekjuháum – 14 til 15 prósent. Með­ altöl eru varhugaverð í þessu. ASÍ hefur bent á að tekjulægstu heimilin nota allt að fimmtungi ráðstöfunar­ tekna sinna til kaupa á mat á með­ an tekjuhæstu heimilin nota tæp 10 prósent. Í upplýsingapakkanum sem fylgir fjárlagafrumvarpinu segir meðal annars um áhrif skattbreytingar­ tillagnanna: „Samanlagt eru áhrif þeirra talin mjög lítil, en þó frem­ ur til lækkunar á ráðstöfunartekjum heimila en hitt, vegna styttingar á bótatímabili atvinnuleysisbóta.“ Þegar þessi atriði eru skoðuð þarf engan að undra að ASÍ blási núna í herlúðra og vilji að aðildarfélög ASÍ undirbúi sig og félagsmenn sína fyrir harðari deilur við gerð kjara­ samninga en verið hefur um ára­ tuga skeið. n Enginn skilur neitt Enn hefur enginn svarað mikil­ vægustu spurningunni í stóra Fiskistofumálinu: Af hverju er verið að flytja stofnunina? Jú, þetta er einhvers konar byggðastefna sem Framsóknar­ flokknum þykir vera góð í sjálfu sér. Flokkurinn tekur ákvörðun um að flytja heila stofnun norð­ ur í land af því hann getur það og engu máli virðist skipta að enginn skilur af hverju. Svo bregst flokkurinn við gagnrýni á óútskýrðu aðgerðina með mótvægisaðgerðum og peningagjöfum en enginn skilur upp né niður í ákvörðuninni til að byrja með. Vinstrisinnuð moldvarpa Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og bloggari, hefur löngum þótt vera með nokkuð sérstæðar skoðanir. Nýjasta útspil Páls er að Leka­ málið úr innan­ ríkisráðuneytinu, sem blaðamenn DV hafa fjallað talsvert um, sé samsæri vinstrimanna gegn Hönnu Birnu. Upphaf samsær­ iskenningarinnar má rekja til þess að vinstri stjórnin skip­ aði núverandi ríkissaksóknara í starfið á síðasta kjörtímabili. Svo segir Páll: „Líklegast er að heimildarmaður Jóns Bjarka [Magnússonar] sé vinstrimaður, ráðinn til innanríkisráðuneyt­ isins í tíð vinstristjórnarinnar, og að viðkomandi vinstrimaður starfi sem moldvarpa í þágu vinstrimeirihlutans sem al­ menningur flæmdi frá völdum vorið 2013.“ Fiskistofufjötrar Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan verið feiminn við að taka umdeildar ákvarðanir. Flutningur Fiski­ stofu til Akur­ eyrar var umdeil­ anleg ákvörðun og nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráð­ herra tekið aðra ákvörðun sem orkar ekki síður tvímælis. Sú ákvörðun er gerð til mótvægis við fyrri ákvörðunina. Þeir starfsmenn Fiskistofu sem kjósa að flytja til Akureyr­ ar með stofnuninni fá þriggja milljóna króna styrk frá ríkinu til að koma sér fyrir. Væntanlega er styrkurinn notaður til að lokka starfsmennina norður og til að draga úr gagnrýni á flutning stofnunarinnar. Starfsmennirnir þurfa hins vegar að skuldbinda sig til að vinna hjá Fiskistofu í tvo ár til að njóta styrksins til fulls. Á meðan verða þeir í átt­ hagafjötrum á Akureyri, eins konar Fiskistofufjötrum. Helgarblað 19.–22. september 2014 Skotland við vatnaskil Þ egar þetta er skrifað á fimmtudegi, stendur yfir söguleg þjóðaratkvæða­ greiðsla í Skotlandi, þar sem Skotar ákveða, hvort þeir munu taka sér sjálfstæði eða ekki. Þjóðaratkvæðagreiðslan vekur athygli um allan heim. Kjörsókn er mikil. Skozki þjóðarflokkurinn hef­ ur nú meiri hluta í skozka þinginu. Flokkurinn hefur lengi mælt fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi og var stofnaður um það stefnumið 1934. Viðskipti og friður Málflutningur sjálfstæðissinna er reistur á tvennum höfuðrökum. Viðskiptahagsmunum Skotlands er vel borgið innan ESB, segja þeir, og efnahagsþörfin, sem knúði okkur til aðildar að brezka konungdæm­ inu 1707, er því úr sögunni. Þetta er þó ekki alveg rétt, þar eð England er langmikilvægasta viðskiptaland Skota eftir þeirri gömlu reglu, að þjóðir kjósa jafnan að skipta mest við næstu nágranna sína. Stuðningur­ inn við sjálfstætt Skotland væri mun minni meðal kjósenda, væri Bret­ land ekki í ESB. Varnarhagsmunum Skotlands er einnig vel borgið, þar eð ESB tryggir frið í álfunni. Þörfin fyrir aðild að konungdæminu til að halda friðinn milli Englands og Skotlands er einnig fortíðarmúsík. ESB er smá­ ríkjabandalag, segja Skotar: þar eru mörg smáríki innan um fáein stór­ ríki, og það hentar okkur vel. Ætla má, að sjálfstætt Skotland sæki um aðild að NATO auk ESB eins og t.d. Eystrasaltslöndin og Austur­Evrópu­ löndin gerðu eftir hrun Sovétríkj­ anna og að umsóknum Skota verði vel tekið. Ólíkar fyrirmyndir Í annan stað segjast Skotar vera ólíkir Englendingum að ýmsu leyti, þegar öllu er á botninn hvolft. Það er engin tilviljun, að Íhaldsflokkurinn á bara einn skozkan þingmann í London, en skozkir þingmenn Verkamanna­ flokksins eru 41. Íhaldið á ekki upp á pallborðið í Skotlandi. Það er engin tilviljun, að skólagjöld eru yfir höfuð ekki talin koma til greina í skozk­ um ríkisháskólum, ekki frekar en t.d. í Danmörku, Noregi og Sví­ þjóð, en skólagjöld í ríkisháskólum eru nú alsiða á Englandi að banda­ rískri fyrirmynd. Skozkir sjálfstæðis­ sinnar segjast vilja taka Ísland sér til fyrirmyndar við samningu nýrrar stjórnarskrár, enda trúa þeir því ekki enn, að Alþingi sé alvara með því að ganga gegn niðurstöðu þjóðar­ atkvæðagreiðslunnar um stjórnar­ skrána 2012. Skozkir sjálfstæðissinnar segja við Englendinga: Við kjósum að sækja okkur fyrirmyndir til Norður­ landa, en þið lítið heldur til Banda­ ríkjanna. Við skulum því skilja, og skilja í góðu, þar eð eitt er enn betra en gott hjónaband, og það er góður skilnaður. Ef við stofnum sjálfstætt ríki, segja Skotar við íhaldið, losnum við undan stjórn ykkar, og þið losnið við okkur af þinginu í London og getið þá ráðskazt með ykkar kjósend­ ur sunnan landamæranna eins og ykkur lystir. Það verða að teljast góð skipti. Framkvæmdaatriði varðandi gjaldeyrismál og skiptingu ríkis eigna og skulda og tekna af olíuauðnum hljótum við að geta leitt til lykta eins og siðuðu fólki sæmir, segja Skotar. Englendingar urra á móti. Sjálfum finnst mér sjálfstætt Skotland, kjósi Skotar það sjálfir, vera jafn sjálfsagt og sjálfstætt Aust­ urríki, og Þjóðverjar eru sama sinnis um Austurríki. Mér finnst sjálfstætt Skotland einnig vera jafn sjálfsagt og sjálfstætt Taívan, en það finnst Kommúnistastjórninni í Kína að vísu ekki. Þar skilur milli feigs og ófeigs. Fordæmi Dana Urrið í Englendingum hlýtur að hjaðna og ólundin að minnka, ef Skotar kjósa sjálfstæði og Englendingar standa frammi fyrir orðnum hlut. ESB hlýtur að breiða út faðminn á móti Skotum eins og mörgum öðrum aðildarríkj­ um undangengin ár. Efnahagsaf­ leiðingar stofnunar sjálfstæðs ríkis í Skotlandi þurfa ekki að valda áhyggj­ um, nema Englendingar ákveði að refsa Skotum og stofna til illinda, og því verður varla trúað á Englendinga að óreyndu. Enskir íhaldsmenn þurfa að gang­ ast við sínum hluta ábyrgðarinnar á þeirri stöðu, sem upp er komin. Þeir daðra opinskátt við þá hugmynd að leiða Bretland út úr ESB, m.a. af ótta við Brezka Sjálfstæðisflokkinn (UKIP), sem sækir í sig veðrið skv. skoðanakönnunum líkt og aðrir slík­ ir flokkar í Evrópu, þótt hann eigi ekki enn fulltrúa á þinginu í London. Skozkir þjóðernis­ og sjálfstæðis­ sinnar eru Evrópusinnar og mega ekki til þess hugsa að hrekjast úr ESB fyrir tilstilli Englendinga. Þeir líta margir á daður Englendinga við úr­ sögn úr ESB sem sjálfstætt tilefni til stofnunar sjálfstæðs ríkis í Skotlandi til að geta haldið áfram veru sinni í ESB. Það lýsir tvískinnungi enskra íhaldsmanna, að þeir skuli mæla gegn sjálfstæðu Skotlandi um leið og þeir daðra við að draga Skota nauð­ uga út úr ESB. Fari svo, að Skotar lýsi yfir sjálf­ stæði, ættu Englendingar að hug­ leiða að taka Dani sér til fyrirmynd­ ar og þá m.a. drengilega framgöngu Dana gagnvart Íslendingum, þegar sjálfstætt ríki var stofnað á Íslandi 1944, án þess að hernumin Danmörk fengi rönd við reist. Danska stjórnin lét Íslendinga aldrei gjalda lýðveld­ isstofnunarinnar, heldur studdi hún Ísland áfram með ráðum og dáð og skilaði okkur m.a.s. handritunum aldarfjórðungi síðar. Drengskap­ ur Dana í garð Íslands verður lengi í minnum hafður. n „Urrið í Englending- um hlýtur að hjaðna og ólundin að minnka, ef Skotar kjósa sjálfstæði og Englendingar standa frammi fyrir orðnum hlut. Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Matvara kostar of mikið nú þegar. Buddan hjá þeim sem minnst hafa þolir engar verðhækkanir á henni. Að pissa á hús og húsveggi er dónalegt Margrét Erla Maack vill að karlmenn mígi innandyra. – Kjarninn Undarleg tilfinning að eignast og missa strax aftur dóttur DJ Margeir lenti í hrekkjalómi og fékk bréf þar sem sagt var að hann ætti dóttur. – Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.