Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 32
Helgarblað 19.–22. september 201432 Fólk Viðtal K ollegar þínir frá Svíþjóð hafa verið að hringja í mig í morgun og spyrja mig um þetta,“ segir hinn sænski Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karla knattspyrnulands­ liðsins, þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Lars var þá stadd­ ur á heimili sínu í Svíþjóð, nýkom­ inn heim eftir ráðstefnu í Rúss­ landi. Ástæða hringinganna er nýútkominn styrkleikalisti frá FIFA, en íslenska landsliðið er nú í 34.– 35. sæti og hefur aldrei verið jafn ofarlega. Lars ólst upp á sveitabæ rétt­ fyrir utan smábæinn Ånge í Sví­ þjóð, sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Sundsvall. Hann spil­ aði fótbolta á sínum yngri árum, var í körfubolta og renndi sér á skíðum. Frá árinu 1977 hefur hann fengist við knattspyrnuþjálfun og er nú iðulega fenginn til að tala á þjálfaranámskeiðum og ráðstefn­ um, á milli þess sem hann sinnir landsliðinu. Hann segir Hel­ ene, eiginkonu sína, hafa vitað að hverju hún gekk þegar þau fóru að rugla saman reytum fyrir nokkrum árum, hans líf snýst um fótbolta. „Hún vissi hvernig þetta er“ „Hvernig hafið þið það í Reykja­ vík?“ spyr Lars með sinni rólegu rödd, jafn yfirvegaður og hann virðist vera í sjónvarpsviðtölum. Jafnvel eftir stærstu sigurleiki Ís­ lands undir hans stjórn hefur hann verið afar rólegur, jarðbundinn og einbeittur gagnvart verkefninu. Hvernig er venjulegur dagur í lífi Lars og hvernig fer vinnan hans fram? „Mikið snýst um fótbolta. Ég reyni að sjá eins marga leiki og ég get, sérstaklega til að skoða leikmenn sem eiga möguleika á að komast í liðið. Við Heimir vinnum náið saman, skipuleggj­ um leiki fram í tímann og grein­ um leiki andstæðinganna. Í kring­ um það er mikið skipulag og um þetta snýst mitt líf og vinna,“ segir Lars. Þegar blaðamaður spyr hvað eiginkonu hans finnist um þetta er svarið einfalt. „Við höfum ekki verið saman mjög lengi en þetta hefur ekki verið vandamál hing­ að til. Hún vissi hvernig þetta var þegar við kynntumst og þetta kom því ekkert á óvart,“ segir Lars sem segist ekki ferðast mikið vinnunn­ ar vegna. Frekar reynir hann að sjá leiki í sjónvarpi eða á upptöku og Töframaðurinn Lagerbäck „Ég er að verða alltof gamall í þetta Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Knattspyrnuþjálfarinn Lars Lagerbäck hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt knattspyrnulíf og blásið þjóðinni von í brjóst um að íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu geti komist á stórmót. Þessi jarðbundni og yfirvegaði Svíi hefur ekki gefið mikið af sér í viðtölum og heldur sínu persónulega lífi mjög utan við kastljós fjölmiðla. Hann hefur farið hringinn um Ísland, verið sakaður um mútur í Nígeríu og verið kosinn leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Rögnvaldur Már Helgason komst þó að því að hann er allt annað en leiðinlegur. „Í Nígeríu eru hlutirnir aðeins flóknari Alvörugefinn „Ég vona að ég sé alvörugefinn og duglegur einstaklingur. Þannig var ég alinn upp og á sveita- bænum sem fjölskyldan bjó á lærði ég þetta.“ Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.