Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 33
Helgarblað 19.–22. september 2014 Fólk Viðtal 33 þá reynir hann helst að eyða tíma sínum hér á landi ef hann fer eitt- hvert. Fór hringinn um landið Í fyrra tók hann sér frí hér á Íslandi og ferðaðist um landið í rúma viku með Helene. Þannig vildi hann kynnast landinu betur og pældi lítið í fótbolta meðan á ferðalaginu stóð. „Mig langaði til að sjá alla eyj- una og við keyrðum hringinn um landið,“ segir Lars en blaðamaður stenst þó ekki mátið og spyr hvað honum hafi fundist um aðstöðuna í hverjum bæ sem hann heimsótti, þá sérstaklega sparkvellina. „Að- stæður hér á landi eru frábærar og ég hef verið mjög hrifinn af því sem ég hef séð. Til dæmis í Vest- mannaeyjum, þar sem er góð að- staða fyrir alls konar íþróttir. Alls staðar eru sundlaugar, inni og úti, íþróttahallir og fótboltavellir inn- andyra. Þetta heillaði mig mikið, sérstaklega hve auðvelt allir eiga með að æfa íþróttir. Í raun finnst mér Ísland mjög heillandi, sama hvert er litið,“ segir Lars. Alvörugefinn og duglegur Honum er þó tíðrætt um það í við- talinu hve gamall hann sé orðinn – of gamall til þess að gera ýmsa hluti, en þegar blaðamaður bið- ur hann um að lýsa sjálfum sér á hann erfitt með það. „Aðrir verða að lýsa mér held ég,“ seg- ir Lars og hlær. „Ég vona að ég sé alvörugefinn og duglegur einstak- lingur. Þannig var ég alinn upp og á sveitabænum sem fjölskyld- an bjó á lærði ég þetta. Bærinn er í þorpi, rétt fyrir utan Ånge sem er um 100 kílómetra frá Sundsvall,“ segir Lars. Hann á enn lítið hús í þorpinu sem hann fékk í arf frá for- eldrum sínum. „Þegar ég hef tækifæri til reyni ég að fara þangað eins oft og ég get, til að hlaða rafhlöðurnar og ná að safna orku. Mér finnst reyndar líka mjög gott að fara þangað til að skipuleggja, í þeirri kyrrð og ró sem þarna er. Áhugamálin mín eru ekki mörg, eftir því sem ég verð eldri hef ég hætt í íþróttum en lengi spilaði ég golf og tennis. Ég er að verða alltof gamall í þetta,“ segir Lars léttur. Á sínum yngri árum segir hann að fótbolti, körfu- bolti og skíði hafi átt hug hans allan. Hann gerir þó lítið af því að veiða, hvort sem er í skotveiði eða stangveiði, og hefur því ekki próf- að veiði hér á landi. „Þegar ég er á Íslandi fer mikill tími í vinnuna og ég reyni að sjá eins marga leiki og ég get þar. Stundum tek ég mér frí til að gera eitthvað, en það er sjald- an þegar ég er á Íslandi,“ segir Lars. Sakaður um svindl í Nígeríu Lars þjálfaði í Svíþjóð lengst af og árið 2010 tók hann við nígeríska landsliðinu. Blundar ævintýra- mennska í Lars? „Ég hef mikinn áhuga á því hvernig samfélög virka í mismunandi heimshlutum, og stjórnmálum annarra landa. Auð- vitað var þetta svolítið ævintýri en það skipti miklu máli að liðið var á leiðinni á heimsmeistaramótið og það var frábær reynsla að fara með liðinu þangað. Eftir að hafa farið tvisvar með sænska landsliðinu þá var þetta spennandi verkefni,“ segir Lars. Eftir að hann var ráð- inn fóru flökkusögur af stað um að Lars og umboðsmaður hans hefðu mútað þeim sem sáu um ráðn- inguna. Hann þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað. „Lögmaður frá Englandi hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á þessu. Sjálfur hafði ég ekki hugsað um það en sagðist vera opinn fyrir hverju sem er, meðan það væri spennandi. Þetta um mútur er lygasaga, ég var aldrei beðinn um neitt slíkt eins og einhverjir héldu fram. Þetta er annar menningarheimur og ég var óvanur því að svona sögur færu af stað. Ekki veit ég hvaðan þessi saga kom,“ segir Lars en hann hætti nokkrum mánuðum eftir að hann tók að sér starfið, þegar heimsmeistaramótinu lauk. Öðruvísi menning „Í Nígeríu eru hlutirnir aðeins flóknari og það eru margir sem tengjast fótboltanum. Ríkisstjórn- in tengist knattspyrnusambandinu náið svo maður þarf að setja mik- inn tíma og orku í hluti sem í raun tengjast ekki fótbolta. Aðalástæð- an fyrir því að ég vildi ekki halda áfram var sú að þegar við komum heim frá mótinu fóru sögur af stað um spillingu innan sambandsins og að yfirmenn þar hefðu tekið sér peninga frá sambandinu. Sumir í stjórninni lentu jafnvel í fang- elsi. Nýja stjórnin vildi halda mér áfram og þrátt fyrir að mér hafi lík- að þessi tími og landið, þá ákvað ég að þarna væri þetta orðið gott af þessu starfi,“ segir Lars. Landsliðið spilaði of vel Rúmu ári síðar var Lars Lagerbäck ráðinn til KSÍ og hann segir að þegar hann hafi horft á leik- mannahópinn hafi hann séð hve spennandi verkefnið var. Markmið Lars er að koma landsliðinu á stór- mót og stór áfangi náðist á fimmtu- dag þegar nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út. Landsliðið situr nú í 34.–35. sæti og hefur aldrei verið ofar á listanum. Á Beinni línu hjá DV árið 2012 sagði Lars að mark- miðið væri að koma liðinu í topp 55 á listann innan tveggja ára. Það hefur tekist, svo um munar. „Það sýnir að við höfum náð góðum árangri og erum að verða betra lið með hverjum leik. Auð- vitað er ég mjög ánægður með þetta, samstarfið við leikmenn og starfsmenn KSÍ hefur verið frá- bært. Vonandi getum við tekið fleiri skref fram á við og orðið betri. Á síðasta ári vorum við hársbreidd frá því að komast á HM og liðið spilaði nánast of vel. Nú byggjum við á því og það er stærsta áskor- unin, að halda þessu áfram í hverj- um leik. Við minnum leikmenn vel á hvað gerðist gegn Kýpur í síð- ustu undankeppni, þegar við töp- uðum eftir að hafa spilað vel leik- inn áður. Það sama gildir nú,“ segir Lars og vísar þar til næsta leiks gegn Lettlandi, andstæðings sem er mun lægra skrifaður en Tyrk- land sem liðið vann frækinn sigur á í síðasta leik. Hrósar leikmönnum Lars segir að það hafi komið sér vel hve langan undirbúning liðið fékk fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Það hjálpaði honum og Heimi að koma liðinu andlega á þann stað sem þurfti og til að gleyma síð- ustu undankeppni og góðu gengi þar. Nú er ný keppni byrjuð og sú síðasta telur ekkert. „Við erum líka heppnir með meiðsli en það verður að hrósa leikmönnum hvernig þeir tóku á þessu verkefni og hvern- ig þeir nálguðust það. Þeir gerðu virkilega vel í sínum undirbúningi,“ segir Lagerbäck. Að lokinni síðustu undankeppni var samningur Lars laus og hann gat því róið á önnur mið. KSÍ lagði mikla áherslu á að halda honum og knattspyrnusambönd annarra þjóða sýndu honum áhuga. Hvers vegna ákvað hann að vera áfram? „Mér líkaði virkilega vel við þetta starf. Þegar ég horfði á liðið og alla þá ungu leikmenn sem hafa ver- ið, og eru, að standa sig mjög vel þá sá ég hvað þetta var spennandi. Sama ástæða átti stærstan þátt í því að ég tók þessu tilboði í upp- hafi. Eftir að ég hafði kynnst þess- um leikmönnum varð ég enn já- kvæðari fyrir þessu starfi, þeir eru agaðir, vilja bæta sig, hafa áhugann og vilja gera vel með landsliðinu,“ segir Lars. „Bara þreifingar“ Hann hefur í gegnum tíðina verið orðaður við lið eins og Wales, Austur ríki og Skotland. Hafði hann aldrei áhuga á því að reyna fyrir sér annars staðar? „Sum liðin höfðu spurst fyrir um mig áður en ég kom til Íslands en það var aldrei neitt fast í hendi og bara þreifingar. Þegar Geir hafði samband við mig í fyrsta skipti þá sagði ég við hann að ég myndi ekki semja við neinn fyrr en við hefðum talað saman. Nokkrum vikum síðar hittumst við og ég ákvað að taka tilboðinu frá KSÍ vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið hér upp. Á þeim aldri sem ég er nú kominn á þá skipti það mig miklu máli að taka við liði sem innihélt unga og spennandi leik- menn og möguleiki var á að fara lengra með,“ segir Lars. n Töframaðurinn Lagerbäck „Hann hefur alveg skap“ „Fyrst og fremst er hann rólegur og yfirvegaður. Ég hef aldrei heyrt hann tala illa um neinn, þetta er mjög góður maður,“ segir Heimir Hallgrímsson sem þjálfar landsliðið ásamt Lars. „Það þarf mikið til að hann æsi sig, en hann hefur alveg skap samt. Hann er í starfi sem hann hefur verið lengi í og mér finnst það svo þægilegt, að sjá hvernig reynslan nýtist honum. Hann hefur lent í flestu áður og það er mjög lærdómsríkt fyrir mig að sjá hvernig hann bregst við. Lars heldur sínu einkalífi og því persónulega fyrir sig og þar spilar reynslan inn í. Í svona starfi er gott að hafa ákveðin prinsipp og þetta er eitt þeirra. Hans helsti kostur, sem er algjörlega til eftirbreytni, er að þegar eitthvað jákvætt gerist þá er hann mjög fljótur að benda á aðra í kringum sig og sendir hrósið yfir á aðra. Á tímapunkti þar sem hægt væri að baða sig í einhverju jákvæðu þá er hann svo fljótur að því. Það er sá kostur sem ég vil helst læra af honum,“ segir Heimir. Hann á erfiðara með að nefna galla Lars en nefnir þó að Svíum hafi ekki fundist hann nógu líflegur. „Hann var kosinn leiðin- legasti maður Svíþjóðar þegar hann var landsliðsþjálfari, en ég held að við höfum náð að poppa hann aðeins upp og hann hefur heilmikinn húmor,“ segir Heimir hlæjandi. Sigurður Sveinn Þórðarson, sem er betur þekktur sem Siggi dúlla, er liðsstjóri landsliðsins og hann á ekki í erfiðleikum með að lýsa Lars. „Rólyndismaður, yfirvegaður og skipulagður. Topp- einstaklingur sem hefur allt sitt á hreinu,“ segir Siggi. „Hann er lítið í því að æsa sig, einhvern veginn er alltaf sami taktur á honum sama hvað á gengur. Með landsliðinu þá er hann duglegur að gefa af sér og ræðir mikið við leikmenn, athugar hvernig þeir hafa það og annað slíkt. Frá okkar fyrstu kynnum hefur hann verið eins, bara frábær,“ segir Siggi. Með nígeríska landsliðinu „Auð- vitað var þetta svolítið ævintýri en það skipti miklu máli að liðið var á leiðinni á heimsmeistaramótið og það var frábær reynsla að fara með liðinu þangað.“ „Á síðasta ári vorum við hársbreidd frá því að komast á HM og liðið spilaði nánast of vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.