Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 36
Helgarblað 19.–22. september 201436 Skrýtið Sakamál
Í dái eftir
rafbyssuárás
17 ára syni lögreglumanns í
Missouri í Bandaríkjunum er
haldið sofandi á sjúkrahúsi eft-
ir að umferðarlögreglumenn
beittu hann rafbyssustuði við
handtöku. Hann ók bíl sem
tilheyrði konu sem var með
handtökuskipun á bakinu.
Lögreglan segir að hann hafi
sýnt mótþróa við handtöku
en vitni segja að pilturinn hafi
verið rifinn út úr bílnum, stuð-
aður með rafbyssu, stigið hafi
verið á hann og að hann hlotið
þungt höfuðhögg þegar hann
skall í jörðina við að vera hand-
járnaður. Talsmenn lögreglu-
embættisins segja að pilturinn
hafi „dottið.“ Fjölskyldan vill að
FBI rannsaki málið.
Fundu þrjú
látin ungbörn
Yfirvöld í Massachusetts í Banda-
ríkjunum hafa fundið lík þriggja
ungbarna í og við heimili konu
sem var svipt fjórum börnum sín-
um í síðustu viku. Heimilið var
eins ógeðslegt og hugsast getur og
var börnunum bjargað úr vægast
sagt viðurstyggilegum aðstæðum
þar sem skordýr, mannaskítur, eld-
gamlar bleyjur og allur hugsanleg-
ur óþrifnaður hafði fengið að rotna
óáreittur um langa hríð. Það vakti
nokkra athygli að kærasti konunn-
ar, Eriku Murray, vissi bara af til-
vist tveggja elstu barnanna af þess-
um fjórum sem eru á aldrinum
13 ára, 10 ára, 3 ára og 6 mánaða.
Nágranni fann yngsta barnið þak-
ið saur, grátandi úti í garði, í ágúst
síðastliðnum og varð það til þess
að lögregla tók til sinna mála.
Eriku, sem er 31 árs, er nú
haldið á viðeigandi stofnun þar
sem hún virðist eiga við alvarleg
geðræn vandamál að stríða. Ekki
er vitað hvort hún hafi sjálf eign-
ast börnin sem fundust látin en
rannsókn á líkunum er á frum-
stigi. Erika hefur ekki verið ákærð
fyrir manndráp en á yfir höfði sér
fjölmargar ákærur.
Nauðgað
af hjúkku
Hjón hafa höfðað mál gegn
Advocate Christ-sjúkrahúsinu í
úthverfi Chicago í Bandaríkjun-
um og krefjast 150 þúsund dala í
skaðabætur vegna kynferðisbrots
sem maðurinn varð fyrir. Forsaga
málsins er að maðurinn lá á gjör-
gæsludeild sjúkrahússins árið
2012 og beið eftir hjartaígræðslu.
Maðurinn heldur því fram hjúkr-
unarkona hafi notfært sér ástand
hans og nauðgað honum þar sem
hann lá nær meðvitundarlaus
undir stífri lyfjagjöf. Hjónin saka
sjúkrastofnunina um vanrækslu
vegna þess að umrædd hjúkr-
unarkona hafði áður gerst sek um
sambærilegt athæfi. Hún var fyrr
á árinu áminnt af ríkinu fyrir að
upplýsa ekki vinnuveitanda sinn
um að hún hefði áður verið rek-
in fyrir að „fara yfir strikið“. NBC
Chicago segir ekki liggja fyrir hvar
konan starfi núna en að hún sé
enn með virkt starfsleyfi.
n Christopher var sleppt gegn tryggingu n Fyrir það galt kona með lífi sínu
F
aðir Stacey Westbury gafst
upp á að hringja í hana
eftir fimm árangurslaus-
ar tilraunir. Það var henni
ekki líkt, 23 ára „pabba-
stelpu“, að hafa slökkt á farsíman-
um. Þetta var 18. ágúst árið 2007
og föður Stacey leist ekki meira
en svo á blikuna að hann sagði við
eigin konu sína: „Ég held ég skjót-
ist til hennar og athugi hvort ekki
sé allt í sómanum.“ Stacey bjó í
Fulham í vesturhluta London með
10 mánaða syni sínum og þegar
faðir hennar lagði bifreið sinni
fyrir utan íbúð hennar tók hann
eftir því að enn var dregið fyrir
gluggana. Enginn kom til dyra er
hann hringdi dyrabjöllunni og
þótt hann berði kröftuglega á úti-
hurðina varð þar lítil breyting á.
Hann kíkti inn um bréfalúguna og
sá dótturson sinn í vöggunni og
heyrði kjökrið í honum.
Látin í 18 klukkustundir
Útidyrahurðin gaf ekki eftir þrátt
fyrir að hann henti sér á hana af
fullum þunga og greip hann því til
þess ráðs að brjóta rúðu og teygja
sig í læsinguna. Inni mætti föður
Stacey undarlegur þefur og hann
kallaði eftir dóttur sinni. Stacey lá
nakin, marin og blóðug á sófan-
um skammt frá vöggu sonar síns.
Hún hafði verið stungin, barin,
tuskuð til og kynferðislega misnot-
uð. Faðir hennar fraus í sporunum
og það var ekki fyrr en dótturson-
ur hans lét í sér heyra að hann tók
við sér. Hann tók drenginn upp og
huggaði hann á sama tíma og tárin
streymdu niður hans eigin kinnar.
Varhugaverður kunningi
Það sem átti sér stað kvöldið
áður var að Christopher nokkur
Braithwaite hafði bankað upp á.
Christopher þessi var 22 ára og
hafði á árum áður verið skólafélagi
Stacey og með þeim var enn kunn-
ingsskapur, þótt veigalítill væri.
Christopher var krakkfíkill og voru
kynferðislegir glæpir gegn konum
á meðal þess sem lesa mátti í saka-
skrá hans. Christopher hafði rutt
sér leið inn til Stacey, vopnaður
stórum eldhúshníf og hann stakk
hana í hálsinn, kviðinn og víðar
áður en hann misþyrmdi henni
kynferðislega og kyrkti að því
loknu.
Sneri aftur á vettvang
Upptökur úr öryggismyndavélum í
nágrenninu sýndu að Christopher
hafði farið inn í íbúðina rétt fyrir
morðið. Einnig sýndu þær að hann
sneri aftur á vettvang glæpsins í
morgunsárið og lét hann þá greip-
ar sópa um íbúðina og tók skart-
gripi, farsíma og reiðhjól til að selja
til að fjármagna krakkneyslu sína.
Á meðan sonur Stacey grét sár-
an reyndi Christopher að þrífa burt
blóðið úr Stacey og fjarlægja ýmis
verksummerki – en skildi eigin
skyrtu, blóði drifna, eftir á vettvangi.
Laus gegn tryggingu
Ekki liðu margir tímar áður en
lögreglan handtók Christopher
Braith waite. Reyndar hafði hann
einnig verið handtekinn viku áður
grunaður um að hafa nauðgað
ungri konu. Í því máli taldi ákæru-
valdið að ekki lægju fyrir nógu af-
dráttarlausar sannanir fyrir sekt
Christophers svo unnt væri að
leggja fram kæru á hendur honum
og var honum því sleppt gegn
tryggingu eftir eins dags varðhald.
Lögreglumenn reiddust heiftar-
lega vegna þeirrar ákvörðunar
því þeir töldu sig búa yfir nægum
sönnunargögnum til að réttlæta
að Christopher sætti varðhaldi á
meðan rannsókn þess máls yrði
fram haldið. En nei, samkvæmt
þá nýlegri ákvörðun stjórnvalda
var það brot á mannréttindum
að neita fólki um lausn gegn
tryggingu, jafnvel þótt um væri að
ræða jafn alvarleg ákæruatriði og
nauðgun.
Reiði í garð réttarkerfisins
Málið kveikti elda mikillar reiði í
garð réttarkerfis sem gerði manni
með sögu ofbeldis í garð kvenna
kleift að ganga laus og ráðast á og
myrða á ný. Christopher Braith-
waite fékk lífstíðardóm og sagði
dómarinn að hann yrði að afplána
að minnsta kosti 30 ár og myndi
ekki eiga þess kost að fá reynslu-
lausn ef hann teldist enn hættuleg-
ur konum. Það má teljast ljóst að
þetta mat dómarans er ekki reist á
sandi því á sakaskrá Christophers
er að finna sex önnur ákæruefni
fyrir nauðgun, frelsissviptingu og
líkamsmeiðingar og verður gripið
til þeirra ef þörf þykir. n
„Á meðan sonur
Stacey grét sár-
an reyndi Christopher
að þrífa burt blóðið úr
Stacey og fjarlægja ýmis
verksummerki – en skildi
eigin skyrtu, blóði drifna,
eftir á vettvangi.
Hættulegur glæpamaður
Christopher mun þurfa að dúsa
í fangelsi að lágmarki í 30 ár.
Voru skólafélagar Stacey
var myrt á hrottalegan hátt
af fyrrverandi skólafélaga.
Myrti Móður
Meðan sonurinn grét