Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Síða 52
Helgarblað 19.–22. september 201452 Fólk Sendiboði friðar Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur verið útnefndur sendi- boði friðar, Messenger of Peace, af Sameinuðu þjóðunum. Af þessu tilefni mun leikarinn flytja ávarp á alþjóðlegri ráðstefnu SÞ um loftslagsbreytingar þriðju- daginn 23. september næstkom- andi. Í tilkynningu frá DiCaprio segir hann nafnbótina mikinn heiður og þá fagnar hann átaki Sameinuðu þjóðanna í því sem hann telur mikilvægasta verkefni alþjóðasamfélagsins – að koma í veg fyrir neyðarástand af völdum loftslagsbreytinga. Á árinu hefur leikarinn gef- ið tíu milljónir Bandaríkjadala til verndunar sjávar og 21. sept- ember verður hann heiðraður af Clinton-stofnuninni fyrir framlag hans til umhverfismála. Beyoncé ekki barnshafandi Orðrómur um að Beyoncé sé ólétt að sínu öðru barni hefur verið hávær síðustu daga. Orðrómurinn virðist þó vera rangur ef marka má myndir sem söngdívan póstaði af sér á heima- síðu sinni en myndirnar eru frá afmælisveislu hennar sem hún hélt í Frakklandi á dögunum. Á myndunum sést hún dandalast á ströndinni í afskaplega efnislitlu bikiníi en fjölskyldan, ásamt móður hennar, virtist skemmta sér konunglega. Beyoncé og maður hennar, Jay-Z, hafa fyrr á þessu ári þurft að kæfa niður orðróm þess efnis að þau væru að skilja og nú að þau eigi von á sínu öðru barni. Mayim Bialik hatar Frozen Vond birtingarmynd kvenna í vinsælustu Disney-mynd síðari ára L eikkonan Mayim Bialik sagðist í bloggfærslu í vikunni hata Dis- ney-myndina Frozen sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu. Skemmst er frá því að segja að ummælin hafa vakið gríðar- leg viðbrögð. Bialik, sem flestir þekkja úr þátta- röðinni Big Bang Theory, nefnir þrjár ástæður. Í fyrsta lagi segir hún birtingarmynd kvenna vonda í myndinni. „Söguþráður myndarinn- ar snýst um leitina að manni, ást eða prinsi, líkt og flestar teiknimyndir ætl- aðar ungu fólki,“ skrifar Bialik með- al annars og segist vera komin með upp í kok á þeirri hugmynd að það eina sem konur hugsi um sé að ná sér í karlmann. Í öðru lagi segir hún birtingarmynd karlmanna engu skárri. Í ljós komi að prinsinn eða hetjan sé svikull óþokki. Lærdómurinn sem systurnar í myndinni draga sé því að ekki sé hægt að treysta karl- mönnum. Það versta við Frozen segir Bialik hins vegar vera útlit kven- persónanna. Hún segir þær teiknaðar í röng- um hlutföllum líkt og Barbie-dúkkur. Þær séu með risastór augu, pínulítið nef, lítið mitti, þrýstin brjóst og stór höfuð. Karl- persónurnar séu aftur á móti trú- verðugri og í réttum hlutföllum. „Það er eins og konur og karlar séu ekki af sömu tegund,“ skrifar Bialik. n Mayim Bialik Leikkonan fer ófögrum orðum um Disney- myndina Frozen. Mynd ReuteRs elsa og Anna Bialik segir kvenpersónur Frozen líta út e ins og Barbie-dúkkur. Ævisaga Joan Rivers í bígerð Bandaríska bókaforlagið Little, Brown & Co. sendi í vikunni frá sér tilkynningu þess efnis að ævi- saga sjónvarpskonunnar Joan Rivers væri væntanleg á næsta ári. Bókin verður skrifuð af blaða- konunni Leslie Bennett. Aðal- ritstjóri Little, Brown & Co. segir Joan Rivers hafa verið fyrirmynd milljóna manna en hún var sann- kallaður brautryðjandi fyrir konur bæði í sjónvarpi og í gríni. Eins og kunnugt er lést hún 4. september síðastliðinn 81 árs að aldri en hún hætti að anda í miðri hálsskurð- aðgerð og lá þungt haldin á spít- ala í um viku áður en hún lést. Pitt og Jolie láta smíða 50 milljarða ofursnekkju n Um borð verður búnaður sem truflar slúðurblaðaljósmyndara H ið nýgifta stjörnupar Brad Pitt og Angelina Jolie hefur látið hanna fyrir sig ofursnekkju sem nú er í smíðum. Það er ítalski snekkjuhönnuðurinn Rizzardi sem hannaði snekkjuna en hún er talin kosta um 250 milljónir punda eða tæpa 50 millj- arða íslenskra króna. En Rizzardi fékk þó ekki alveg frjálsar hendur því Brangelina, eins og þau eru oft kölluð, hafa tekið virkan þátt í hönnun- inni. ný tækni um borð Meðal þess sem verður um borð í snekkjunni er glæný tækni sem get- ur truflað ljósmyndabúnað ákafra slúðurblaðaljósmyndara. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um þessa nýju tækni en hún er vægt til orða tekið áhugaverð. Þá verður einnig um borð fullkomið öryggis- myndavélakerfi en þau hjón sækj- ast eftir algjöru næði með kaupum sínum á þessu ferlíki. Hvað sjálfa hönnunina varðar þá er ekki mikið vitað annað en að stjörnuparið fái ítalskan marmara á gólf snekkjunn- ar. Brad Pitt og Angelina Jolie eru stödd á Möltu vegna kvikmyndar sem nú er í bígerð. Kvik- myndin heit- ir By the Sea og er skrifuð og henni leikstýrt af Angel- inu Jolie. Þar leikur hún á móti eigin manni sínum en kvikmyndin á að gerast um 1970. Íbúar ósáttir Ekki eru allir sáttir við veru þeirra hjóna í smábænum Mgarr ix-Xini á Möltu þar sem kvikmyndin er tek- in upp en á meðal þeirra eru köf- unarkennarar á svæðinu. Þeir segj- ast tapa töluverðu af viðskiptum á meðan stjörnuparið tekur upp kvik- myndina þar sem umstangið hefur orðið til þess að aðalköfunarstaður þeirra var girtur af og hann lokaður fyrir umferð. Þá hafa íbúar einnig kvartað undan ónæði þar sem fjöldi ljós- myndara er staddur í smábænum til þess að ná ljósmyndum af parinu en þær seljast fyrir háar fjárhæðir. Brangelina flugu til Möltu eftir að hafa gengið í hnapphelduna í Frakk- landi í síðasta mánuði. Með þeim eru börnin þeirra sex, Maddox, Pax, Zahara, Shiloh og tvíburarnir Vivienne og Knox. n Atli Már Gylfason atli@dv.is nokkrar hæðir Snekkjan er gríðarlega stór enda kostar hún tæpa 50 milljarða. Brangelina Brad Pitt (50) og Angelina Jolie (39) eru stödd á Möltu við tökur á kvikmyndinni By the Sea. Mynd ReuteRs Loftmynd Ofursnekkjan er hönnuð af Rizzardi en gólfin um borð verða úr ítölskum marmara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.