Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2014, Page 56
Helgarblað 19.–22. september 2014 73. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Sagði Vigdís, skosk á svipinn! Pissa úti og fá ekki jólagjafir n Athafnakonan Margrét Erla Maack er orðin dauðleið á því að fólk, þó sérstaklega karlmenn, girði niður um sig og kasti af sér vatni utandyra. Margrét Erla fjall- ar um þetta tiltekna vandamál í pistli í Kjarnanum og bendir á það virðingaleysi sem þvaglát á almannafæri feli í sér. Margrét Erla spyr: „Eiga karlmenn í meiri vandræðum með að halda í sér?“ og veltir því fyrir sér hvort að um stórkostlegt og landlægt heilsufarsvandamál sé að ræða. Þá er hún ósátt við að þeir sem þetta geri séu ekki gerðir ábyrgir fyrir því. „Name and shame folks. Ég vil að þessir menn fái engar jólagjafir og að fólk hætti að bjóða þeim í afmælið sitt. Það er það eina sem dugar. Við búum ekki í húsdýra- garðinum,“ segir Margrét Erla í reiðipistli sínum í Kjarnanum. Leitar að miðum á United-leiki n Árni Þór Sigurðsson, fyrrver- andi þingmaður VG, býr sig und- ir það þessa dagana að taka við sendiherrastöðu úti í heimi. Ekki liggur fyrir hvert Árni Þór mun fara en það verður ekki gefið út fyrr en gistiríki hans samþykkir hann sem sendiherra. Hvað sem þessu líður virðist Árni Þór vera farinn að leggja línurnar fyrir ferðalög utan Íslands á næsta ári því hann spurði stuðningsmenn Manchester United á spjallsíðu þeirra á Facebook á dögunum hvar væri best að nálgast miða á útileiki eftir áramót. Fyrirspurn hans hlaut dræmar undirtektir. Einn notandi stakk upp á því að ef til vill væri best að hann keypti miða á svörtum mark- aði fyrir utan við- komandi leikvang. Ólíklegt þykir að Árni Þór fari eftir þeim ráð- legging- um. Misskildi kosn- ingar í Skotlandi n Þingkonan Vigdís Hauksdóttir sýndi Skotum samstöðu á fimmtu- dag og mætti í Skotapilsi í vinnuna, en þeir kusu um hvort landið ætti að vera sjálfstætt frá Bretlandi á fimmtudag. Eitthvað virðist Vigdís þó hafa misskilið kosningarnar því miðað við stöðuuppfærslu henn- ar telur hún að Skotar vilji sjálf- stæði frá ESB. „Þeir búa yfir stórum hluta olíuauðlinda ríkja ESB ásamt fleiri mikilvægum auðlindum – þegar upp er staðið snýst þetta ESB bix allt um yfirráð yfir auðlind- um,“ skrifaði Vigdís. Vandamálið er þó að yfirlýst markmið þeirra sem berjast fyrir sjálfstæði er að taka upp evru og nánara sam- starf með ESB. Óvenjulegir ferðafélagar í Norrænu Dúfur, mörður og kakkalakkar stöðvaðir við tollskoðun Þ rír stórir Madagaskar-kakka- lakkar í plastíláti fengu ekki að koma til Íslands með Norrænu á dögunum, enda er innflutn- ingur lifandi dýra bannaður sam- kvæmt lögum á Íslandi. Stefán Bjarg- mundsson, hjá tollstjóra á Eskifirði, segir sjaldgæft að fólk reyni að flytja dýr til landsins með Norrænu enda er ekki einangrunarstöð á Austurlandi, heldur aðeins við Keflavíkurflugvöll. Þó koma upp einstök dæmi. „Það var til dæmis hópur fólks sem ætlaði að vera viðstatt brúðkaup hér á Ís- landi. Í heimalandi þess er siður að sleppa dúfum þegar fólk binst slík- um böndum. Sendiferðabíll á þeirra vegum var fullur af lausum dúfum. Bíllinn kom aldrei til landsins,“ segir Stefán. Fyrir nokkrum árum var svo marðardýr sem komst til landsins með Norrænu. Dýrið komst inn í landið, en maðurinn beitti tollverði blekkingum til að koma dýrinu til landsins. Hann var erlendur ríkis- borgari og var stöðvaður við toll- skoðun og tjáð að mörðurinn færi ekki til landsins. Maðurinn ákvað þá að snúa til baka með Norrænu og fór aftur um borð, en stökk í land og hafði mörðinn með sér. Maðurinn reyndist svo vera búsettur á höfuðborgar- svæðinu og tók því lögreglan þar málið í sínar hendur og handsamaði mörðinn. Kakkalakkarnir umræddu reynd- ust vera ferðafélagar mannsins. „Kakkalakkarnir voru ferðafélagar hans, sem hann hafði við hlið sér í bílnum,“ segir Stefán um kakkalakk- ana. Maðurinn hafði komið á hús- bíl sínum með Norrænu til landsins en þegar tollverðir ræddu málið við hann sagði hann kakkalakkana vera gæludýr og að unnusta hans hefði endilega viljað að hann tæki þá með sér svo honum leiddist ekki dvölin á Íslandi. Maðurinn ákvað að halda för sinni áfram, en kakkalakkarnir urðu eftir og fengu ekki að ferðast.“ n astasigrun@dv.is Urðu eftir Ferðafélögunum óvenjulegu var haldið eftir að tollskoðun lokinni og ferða- maðurinn ákvað að halda áfram einsamall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.