Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 8.–10. júlí 2014 Gagnrýndi samning án árangurs „Fékk ekki þá gesti sem ég hafði ítrekað beðið um“ H elga Vala Helgadóttir lög- maður lýsir yfir áhyggjum af samningnum sem inn- anríkisráðuneytið og Rauði krossinn gerðu um þjónustu við hælisleitendur á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu henn- ar, en Ragnar Aðalsteinsson, mann- réttindalögmaður og eigandi Rétt- ar, hefur einnig gagnrýnt hann harðlega. Líkt og áður hefur kom- ið fram felur samningurinn í sér að innanríkisráðuneytið mun greiða Rauða krossinum rúmlega 34 millj- ónir árlega fyrir „óháða“ og „hlut- lausa“  lögmannsþjónustu við þá sem leita hælis á Íslandi. „Ég hef líka áhyggjur af því að eng- um í þessari svokölluðu þverpóli- tísku þingnefnd um útlendinga hafi dottið í hug að sporna gegn þessu,“ skrifar Helga Vala og vísar til þing- mannanefndarinnar sem sett var á laggirnar að frumkvæði innanrík- isráðherra og Óttarr Proppé, þing- maður Bjartrar framtíðar, gegn- ir formennsku í. Þrír lögmenn taka undir með Helgu Völu á Facebook, þau Gísli Tryggvason, Elfur Loga- dóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, er á meðal þeirra sem sitja í þingmannanefndinni. Hún seg- ir að þeim hafi ekki verið gefinn kostur á að sporna við því að samn- ingurinn yrði gerður. „Ég fékk ekki þá gesti sem ég hafði ítrekað beðið um á fund nefndarinnar, og þar af leiðandi var ég aldrei upplýst um þá gagnrýni sem þú og Ragnar Að- alsteins hafið haft um þetta fyrir- komulag,“ skrifar hún og bætir við: „Þegar ég gagnrýndi þetta fyrir- komulag þá var okkur sagt að þessi ákvörðun væri ekki á forræði þing- mannanefndarinnar.“ n johannp@dv.is Ekki á forræði nefndarinnar Birgitta segist ekki hafa haft tækifæri til að koma í veg fyrir að samningur Rauða krossins við innanríkisráðuneytið yrði undirritaður. Mynd Sigtryggur Ari Skemmdir unnar á friðuðu húsi „Við teljum alveg augljóst að það hefur verið komið þarna að með stórvirka vinnuvél og unnar skemmdir á húsinu, ég held að það fari ekkert á milli mála,“ seg- ir Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, í samtali við DV um skemmdir sem unnar voru á friðuðu húsi í bænum aðfara- nótt mánudags. Húsið var byggt árið 1909 og er í eigu bæjarins en það hefur ekki verið íbúðarhæft í nokkur ár. Elías segir engin vitni hafa stigið fram en kveðst eiga von á því að lögreglan, sem rann- sakar málið, muni fá botn í það fljótlega. Hann segir enn óljóst hvort húsið verði byggt upp aft- ur. „Byggingarfulltrúinn okkar er að skoða það hversu mikið það er skemmt, og það er eiginlega ekk- ert hægt að taka neinar ákvarð- anir um hvernig verði farið með málið fyrr en því er lokið,“ segir Elías. Í rúst Gríðarlegar skemmdir voru unnar á húsinu í nótt. „Mörg einkenni gullgrafaraæðis“ Ríkisskattstjóri í viðræðum við greiðslukortafyrirtæki til að koma í veg fyrir skattsvik í ferðaþjónustu Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Þ að eru mörg einkenni gull- grafaraæðis. Verð verður til að mynda mjög hátt á viss- um tímum ársins,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri í samtali við DV. „Það eru mjög margir nýir rekstraraðilar að koma inn í atvinnureksturinn. Mjög margir að hefja rekstur og það er alltaf hætta á að undanskot aukist við þær að- stæður. Það hefur komið í ljós, eins og okkar grunur var, að það vantar tals- vert upp á að mál séu í nægjanlega mikilli reglu í þessari atvinnugrein. Mikill tími hjá starfsmönnum ríkis- skattstjóra hefur farið í það að kynna reglurnar fyrir þeim sem eiga þarna í hlut og leiðrétta það sem upp á vant- ar.“ DV fjallaði í síðasta helgarblaði um gullæðið í ferðaþjónustunni – sam- hliða síauknum ferðamannastraumi. Erfiðast að eiga við heimagistingarnar Að sögn Skúla Eggerts er ferðaþjón- ustan sú atvinnugrein sem skatta- eftirliti hefur einna helst verið beint að á síðustu árum. „Þetta er tals- vert fjölbreytt atvinnugrein að því leyti til að það eru margar undirat- vinnugreinar í henni. Þetta snýst um gistingu, veitingastarfsemi, akstur, leiðsögn, útleigu á hestum, bátsferð- um og skoðunarferðum. Þannig að þetta er mjög fjölbreytt flóra.“ Spurður um hvað sé erfiðast að eiga við nefnir Skúli Eggert svokall- aðar heimagistingar. „Þá eru menn að leigja út jafnvel eitt herbergi, eða tvö, innan úr íbúð. Það er mjög erfitt að henda reiður á því í hve mikl- um mæli þetta er gert og það er líka erfitt að eiga við það því þetta er inni á heimilum fólks. Við förum ekki inn á heimili fólks nema við sérstakar aðstæður og þá samkvæmt heim- ild fyrir því. Gisting sem er seld á vefsíðum er líka erfið því það er flóknara að halda utan um þær. Við höfum hins vegar verið í við- ræðum við greiðslukortafyrirtæki um að fá upplýsingar, þannig að ég bind vonir við að það takist að ná því saman.“ Þrisvar sinnum beitt lokunum Þrisvar sinnum hefur ríkisskatt- stjóri þurft að beita úrræði í stað- greiðslulögunum um lokanir, það er stöðvað rekstur tímabundið. Sam- kvæmt Skúla Eggerti hafa þeir aðil- ar sem átt hafa í hlut komið sínum hlutum í lag og lokuninni verið fljótt aflétt. En hvað er það þá sem rekstr- araðilar eru að gera vitlaust? „Í fyrsta lagi þarf skráning tekna að vera rétt. Í öðru lagi þarf ákvörðuð staðgreiðsla af launamönnum einnig að vera rétt. Þar eru til ýmis tilbrigði; menn eru skráðir verktakar en eru í reynd ekki verktakar, það eru svört laun eða hluti launa er svartur. Í þriðja lagi eru það skil á virðisaukaskatti.“ Þess má geta að reglulega eru haldin námskeið á vegum Ríkisskatt- stjóra fyrir nýja aðila á skrá. Að sögn Skúla Eggerts hafa námskeiðin ekki verið vel sótt af aðilum innan ferða- þjónustunnar. „Það eru tiltölulega fáir sem sækja þau námskeið miðað við þann fjölda sem kemur nýr á skrá. Það mættu vera fleiri sem þekkjast það boð.“ n Fjölbreytt atvinnugrein Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir ferðaþjón- ustu vera þá atvinnugrein sem skattaeftirliti er einna helst beint að. rekstur stöðvaður tímabundið Ríkisskattstjóri hefur þrisvar sinnum stöðvað rekstur hjá ferðaþjónustuaðilum tímabundið. Mynd StEFÁn KArlSSon Helgarblað 4.–7. júlí 2014 51. tölublað 104. árgangur leiðb. verð 659 kr. 16–19 Úttekt Gullæðið í ferðaþjónustunni á Íslandi Íslendingar græða á tvöföldu verðlagi, leigja ú t íbúðir, bíla og selja fjallaloft. Allt er falt fyrir rétt verð, meira að s egja frelsið. „ Borga 115 þúsund fyrir eina nótt Varð minn Versti n Kolla fann kraft og hamingju Viðtal óVinur 32-34 Bróðir minn breytti mér Hera Hilmarsdóttir leikkona „Hef hætt í sambandi þar sem ég var mjög ástfangin 36-37 Sumarnámskeið í Tjarnarbíói Skapandi og skemmtileg námskeið fyrir 7-16 ára Leiklistarnámskeið 7.–11. júlí Söngleikjanámskei ð 14.–18. júlí Upplýsingar og skráning á info@leynileikhusid.is og í síma 864 9373  Leiklistarnámske ið 7.–11. júlí  Söngleikjanámsk eið 14.–18. júlí Helgarblað 4.–7. júlí 2014 51. tölublað 104. árgangur leiðb. verð 659 kr. 16–19 Úttekt Gull ðið í ferðaþjónustunni á Íslandi Íslendingar græða á tvöföldu verðlagi, leigja út íbúðir, bíla og selja fjallaloft. Allt er falt fyrir rétt verð, meira að segja frelsið. „ Borga 115 þúsund fyrir eina nótt Varð minn Versti n Kolla fann kraft og hamingju Viðtal óVinur 32-34 Bróðir minn breytti mér Hera Hilmarsdóttir leikkona „Hef hætt í sambandi þar sem ég var mjög ástfangin 36-37 Sumarnámskeið í Tjarnarbíói Skapandi og skemmtileg námskeið fyrir 7-16 ára Leiklistarnámskeið 7.–11. júlí Söngleikjanámskeið 14.–1 8. júlí Upplýsingar og skráning á info@leynileikhusid.is og í síma 864 9373  Leiklistarnámskeið 7.–11 . júlí  Söngleikjanámskeið 14. –18. júlí „Við förum ekki inn á heimili fólks nema við sérstakar aðstæður 4. júlí 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.