Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 8.–10. júlí 2014 Skrýtið 19 Netið er eins og rafrænt heróín n 400 meðferðarstofnanir opnaðar í Kína á 10 árum n Líkjast einna helst herbúðum N etfíkn er gríðarlegt vanda- mál í Kína og var landið eitt af þeim fyrstu sem skil- greindu tölvuleikja- og internetfíkn sem geðrösk- un. Á undanförnum árum hefur vandamálið farið sífellt vaxandi og frá því árið 2004 hafa kínversk stjórn- völd opnað yfir 400 meðferðarstofn- anir til að berjast gegn vandamálinu. Meðferðarstofnanirnar eru þó með fremur sérstöku sniði, en þær minna meira á herbúðir heldur en hefð- bundna meðferðarstofnun. Lokaúrræði Krakkarnir eru sendir þangað af for- eldrum sínum sem lokaúrræði. Flest þau ungmenni sem þar dvelja eru þar vegna þess að tölvu- og netfíkn- in hefur tekið yfir líf þeirra. Þeir eyða mestum tíma fyrir framan tölvuskjá- inn og hafa brennt margar brýr að baki sér vegna þessa, til dæmis hafa þau misst vinnuna eða verið rekin úr námi. Sá tími sem krakkarnir eyða í tölvuleiki er gríðarlegur. Einn þeirra segir til að mynda frá því að hann hafi spilað tölvuleikinn World of Warcraft í 300 klukkutíma nánast stanslaust og tók sér einungis stutt- ar pásur á milli til að blunda. Annar drengur segist hafa eytt því sem nemur tæpri einni milljón íslenskra króna í tölvuleikinn Dream to the West. Sýndarheimurinn betri en sá raunverulegi „Þeim finnst sýndarheimurinn betri en raunheimurinn,“ segir prófessor Tao Ran, sem starfar við eina með- ferðarstofnunina. „Sum þeirra eru svo háð þessum leikjum að þau halda að ef þau fara á klósettið muni það koma niður á frammistöðu þeirra í leiknum, þess vegna nota mörg þeirra bleiur. Það er enginn munur á þessum krökkum og heróínfíklum. Heróín- fíklar þrá og sækjast í heróín á hverjum degi. Þessir krakkar þrá og sækja í tölvuleiki. Þess vegna köll- um við þetta rafrænt heróín,“ sagði Ran í samtali við fjölmiðilinn Daily Beast. n jonsteinar@dv.is Í tölvuleik á netkaffi Dæmi eru um að ungmenni dvelji dögum saman á netkaffihúsum til að spila tölvuleiki. Foreldrar eru oft ráðalausir og grípa því til þess að senda þau í meðferð. „Þeim finnst sýndarheimurinn betri en raunheimurinn. Finna önnur áhugamál Reynt er að finna krökkunum sem dvelja á stofnuninni önnur áhugamál en tölvuleiki og internetráp. Til dæmis að spila tónlist. Kveðja félaga Ungmennin dvelja allt upp í sex mánuði í einu í meðferðinni áður en þau fá að hitta fjölskyldu og vini aftur. Hér kveður hópur ungmenna félaga sem útskrifaðist úr meðferðinni. Erfiðar æfingar Æfingar sem ungmennin þurfa að gera í búðunum minna mest á æfingabúðir fyrir hermenn. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem flestir starfsmannanna eru fyrrverandi hermenn. Líkamlegt ástand margra sem skráðir eru í meðferð er oft mjög lélegt sökum fíkninnar, sem hvetur til mikillar setu og lítillar hreyfingar. Heilaskönnun Vísindamenn við netfíknarmeðferðar- stofnunina í Daxing skanna heila drengs sem var háður netinu. Standa hnarreist Ungmenni standa fyrir framan kínverska fánann er þau taka þátt í æfingum í hermannastíl. Fá sálfræðimeðferð Þó að líkamlegar æfingar séu mikið notaðar á stofnununum er sálræn meðferð einnig stór hluti af meðferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.