Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 8.–10. júlí 2014 Smáborgarinn lifir Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Þ að telst sjálfsagt vera að bera vatn í bakkafullan lækinn að ætla að halda áfram að ræða oddvita Framsóknarflokks- ins í Reykjavík og mosku- mál. Þrátt fyrir umræðuna, sem stundum hefur farið með himin- skautum, hef ég þó ekki breytt því áliti mínu, að ég tel hér það ekki um að vera að Framsóknarflokkurinn sé að þróast í áttina að hægriöfgaórum nýfasistaflokka í Evrópu heldur sé hér um að ræða fótaskort reynslu- lauss frambjóðanda á sinni eigin tungu. Því til sannindamerkis tel ég mig hafa fjölmörg ummæli gamalla kunningja úr Framsóknarflokkn- um. Nú síðast Ingvars Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu. Gagnrýni Ingv- ars á vanhugsuð ummæli frambjóð- andans og á forystu eigin flokks fyrir viðbrögðin eða öllu heldur fyrir við- bragðsleysið, sýnir mér, að þessi elsti flokkur íslenskrar stjórnmálasögu er ekki að breyta innviðum sínum – eða öllu heldur að það muni ekki gerast án sterkrar innanflokksandstöðu. Framsóknarflokkurinn hefur að vísu ávallt verið þjóðræknisflokkur og þjóðrækni sem umhverfist í þjóð- rembu getur orðið hættulega nálæg rasisma. Hins vegar hafa leiðtogar flokksins, að minnsta kosti fram að þessu, ávallt kunnað að gera greinar- mun á þjóðrækni og hættulegri þjóð- rembu og hafa kennt það arftökum sínum í leiðtogasætunum kynslóð fram að kynslóð. Skortur á leiðsögn Sá skortur á leiðsögn er vandi Fram- sóknarflokksins í dag. Forysta hans er líkt og oddvitinn í Reykjavíkur- framboðinu, nýgræðingar. Hún þekkti lítið til innviða flokksins, sögu hans, sigra hans og ósigra, því þessir nýju foringjar voru svo að segja hirt- ir upp af götunni blautir á bak við bæði eyru og falið það hlutverk að veita þessum elsta stjórnmálaflokki lýðveldissögunnar forystu. Sem hið nýja andlit þessa elsta flokks ís- lenskrar stjórnmálasögu tóku þeir þann kostinn að snúa baki við for- verunum – láta eins og þeir hefðu aldrei verið til. Öll þau nöfn eins og Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðs- son, Tómas Árnason, Ingvar Gísla- son, Steingrímur Hermannsson, Einar Ágústsson, Jón Kristjánsson, Þórarinn Þórarinsson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðmundur Bjarna- son, Jónína Bjartmarz, Alexander Stefánsson, Ásgeir Bjarnason, Ágúst Þorvaldsson, og þeir aðrir, samferða- menn mínir, andstæðingar í stjórn- málabaráttunni en samstarfsmenn á þeim vettvangi sem ég virti, voru nöfn sem ný forysta virðist engin tengsl vilja eiga við. Eins og þetta fólk hefði aldrei verið til. Kaupfélagsstjóri norður í Skagafirði virtist hafa kom- ið í stað allra tengsla forystunnar við fortíð og sögu. Skólun skortir Ég veit að það er ekki lengur talið neinum til tekna, sem komast vill til áhrifa í stjórnmálum, að hafa geng- ið í gegnum þann skóla sem það er að fá að njóta þjálfunar og leiðsagn- ar þeirra karla og kvenna, sem ruddu þá braut sem við sporgöngumenn höfum síðan gengið – og göngum sérhver ný kynslóð í humáttina á eft- ir þeim, sem undan fara. Sem göml- um pólitíkusi þykir mér hins vegar heiður af því að hafa fengið sem ungur maður mína þjálfun í slík- um hópi gamalla félaga og forystu- manna – og væntanlega kunnað að taka leiðbeiningum eða að minnsta kosti vona ég það. Enginn slíkur leið- beinandi – hvorki í mínum flokki né í Framsóknarflokknum – myndi hafa látið sér til hugar koma að ganga til kosninga undir slagorðum rasisma og kynþáttahyggju. Engum fram- bjóðanda í þeim hópi, sem tók þeirra leiðsögn, hefði komið slíkt til hugar né heldur verið leyft það. Einmitt þess vegna trúi ég því ekki að elsti stjórnmálaflokkur íslenskrar stjórn- málasögu sé á þeirri leið. Einmitt þess vegna held ég að skýringin sé sú, að þarna talaði frambjóðandi sem engrar þekkingar hafði notið á sögu eigin flokks og á sjónarmiðum forgöngumanna og að skýringin á viðbrögðum – eða skorti á viðbrögð- um – flokksforystunnar sé af sömu rót runnin. Að þetta sé forysta, sem engin tengsl hefur við sögu síns eigin flokks, engin samskipti við forgöngu- menn sína – nema þá ef til vill fjand- samlegt afskiptaleysi – og grípur þess vegna fegins hendi sérhvert tækifæri til að sækja sér stuðning undir hvaða fána sem sótt er. Treystir síðan á það, að kosningaárangur tryggi sér áfram- haldandi valdastöðu innan flokks- ins, sama hvernig kosningasigurinn fenginn er og sama um hvort starf- að hafi verið í þökk eða í óþökk sögu flokksins síns og þeirra, sem leiddu hann í sigrum og ósigrum gegnum kynslóðir flokkssögunnar. Stöðvið þessa atburðarás! Þetta óttast ég – vegna þeirra áhrifa sem þessi stefna getur haft á önn- ur framboð og aðra flokka. Því treysti ég á samferðamenn í Fram- sóknarflokknum, sem ég met mik- ils, að þeir beiti áhrifum sínum til þess að stöðva þessa atburðarás. Ekki bara vegna stöðu og álits þessa elsta stjórnmálaflokks stjórnmála- sögunnar heldur ekkert síður vegna annarra atburða, sem á eftir kynnu að fylgja í öðrum flokkum og fram- boðum. n Þegar þekkinguna brestur Sighvatur Björgvinsson Kjallari „Fram- sóknar- flokkurinn hef- ur að vísu ávallt verið þjóðrækn- isflokkur „Það þarf bara að strá iðnaðarsalti í kjötið svo það verði heilsusamlegra.“ Hjálmtýr Heiðdal gerði grín að málflutningi Sigrúnar Magnúsdóttur framsóknarkonu, sem óttast um heilsu Íslendinga ef þeir neyta erlendra kjötafurða. „Kúnstugt. Ég segi nefnilega Nei Takk við Framsóknarflokknum. Ég er alveg handviss um að það verndar mig gegn heilsuleysi síðar á ævinni.“ Andri Jarl Martin skrifaði einnig athugasemd við grein Sigrúnar, eins og um það bil hundrað aðrir. „Veit einhver hvort KFC í Skeifunni sé enn þá opið?“ Sturla Freyr Magnússon var einn þeirra sem sló á létta strengi við fregnir af brunanum í Skeifunni. „Jesús Kristur rændi ekki nokkurn mann, en kirkjan sem stofnuð var í hans nafni hefur gert eitt og annað sem er varla hægt að kalla kristilegt.“ Héðinn Ó. Skjaldarson svaraði öðrum í athugasemdakerfinu, í tengslum við grein um Kleópötru Kristbjörgu og Gunnars Majones. „Kaldhæðnis- legasta frétt 21. aldar?“ Ekki voru allir á eitt sáttir um ráðningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem skrifar nú um bankahrunið fyrir fjármálaráðuneytið. Helgi Briem var einn þeirra. „Costco yrði gríðarleg búbót fyrir Íslendinga. Hef sjálfur verslað þar og verið orðlaus þegar kemur að því að borga. Þeir eru með mat, raftæki, bílavörur ofl. Þetta mundi allt lækka um helming. Mesta búbót sem við gætum fengið. Framsóknarmenn þyrftu ekki að leiðrétta lánin ef þetta verður að veruleika!“ Björgvin Sigmar Stefánsson um fregnir þess efnis að Costco hyggist opna útibú á Íslandi. „Einn helsti hugmynda- fræðingur hrunsins hans Hádegismóra á að gera úttekt á glæpnum. Niðurstaðan verður auðvitað ein allsherjar ástarjátning til Hádegismóra og hvítþvottur á öllum hans afglöpum eins og allt sem frá þessum fugli kemur...“ Friðjón Árnason um það að Hannes Hólmsteinn stýri rannsókn um bankahrunið. 23 21 19 19 13 9 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.