Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Qupperneq 23
Fréttir Stjórnmál 23Vikublað 8.–10. júlí 2014 Enginn sammála um ágæti Costco n Búið að stofna stuðningsmannahóp fyrir keðjuna á Facebook C ostco er nýjasta vandamál stjórnarmeirihlutans. Sjálf- stæðismenn virðast ólm- ir vilja fá þennan verslunar- risa hingað til lands og gefa í leiðinni umtalsverðan afslátt eða breyta lögum sem gilt hafa um hina ýmsu verslunarstarfsemi. Fram- sóknarmenn virðast hins vegar heldur íhaldssamari og vakti Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformað- ur Framsóknar, mikla athygli þegar hún sagði komu Costco munu valda heilsuleysi íslensku þjóðarinnar í framtíðinni í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Það er þó klofningur í báð- um flokkum um þau atriði í íslensk- um lögum sem Costco vill fá undan- þágu frá. Hugmyndafræðilegt tækifæri Sjálfstæðismenn hafa leitt um- ræðuna um Costco en forsvarsmenn verslunarkeðjunnar hafa verið í sam- skiptum við ráðuneyti Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um komu sína. Þrátt fyrir að hún hafi sýnst tilbúin til að sýna fyrirtækinu mikinn liðleika, og jafnvel til í að nýta tækifærið og gera grundvallarbreytingar á matvæla-, lyfja- og áfengislöggjöf landsins. Margir sjálfstæðismenn eru kappsamir um að ná þeim mark- miðum í gegn og snýst það ekki um löngun þeirra til að geta verið í við- skiptamannahópi Costco heldur um hugmyndafræði. Á hinum endanum eru svo líka margir sjálfstæðismenn sem óir við að leyfa innflutning á hráu kjöti eða sölu á lyfjum í stór- mörkuðum. Ætla að vernda kerfið Framsóknarmenn eru öllu sam- heldnari í andstöðu sinni við inn- flutning á hráu kjöti enda hefur flokkurinn ekki viljað hrófla við ís- lenska landbúnaðarkerfinu. Þar á bæ eru menn hins vegar ekki á eitt sam- mála um hluti eins og sölu áfengis í matvöruverslunum en lítil umræða hefur farið fram um sölu lyfja í slík- um búðum. Tónninn sem Sigrún þingflokks- formaður setti í síðustu viku er hins vegar lýsandi fyrir afstöðu margra framsóknarmanna. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður flokks- ins og forsætisráðherra, hefur verið svo viss um yfirburði íslenskra mat- væla að hann fór á sérstakan íslensk- an kúr. Það er því þvert á stemn- inguna í flokknum að leyfa óheftan innflutning á erlendum landbúnað- arvörum. Búið að stofna Facebook-hóp Costco á sér marga fylgismenn á meðal íslenskra neytenda. „Styðj- um komu Costco til Íslands“ er yfir- skrift á hóp sem stofnaður var á Face- book(https://www.facebook.com/ costcotilisl) þegar fréttir bárust af áhuga fyrirtækisins á því að koma til Íslands. Strax á fyrsta sólarhringnum eftir að hópurinn var stofnaður höfðu 1.300 manns látið sér líka við síðuna. Í dag eru þeir komnir yfir 2.700. Það munu þó líklega margir þeirra verða ansi svekktir þar sem ekki er útlit fyr- ir að eining náist um að breyta öllum þeim lögum og reglum sem til þarf svo að Costco opni vöruhús og versl- un á höfuðborgarsvæðinu. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Ekki í höndum neytenda Sigrún sagði það ekki eiga að vera í höndum neytenda að velja hvaðan maturinn sem þeir kaupa sé upprunninn. Mynd Sigtryggur Ari Margir spenntir Sjálfstæðismenn eru margir spenntir fyrir komu Costco til lands- ins. Það eru þó skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga við lagabreytingar og undanþágur til að tryggja komu fyrirtæk- isins hingað. Á myndinni eru ráðherrar flokksins. Mynd PrESSPHotoS/gEirix Nokkrar staðreyndir um Costco Fyrirtækið selur í raun allt milli himins og jarðar Ljóst er að ef áætlanir forsvarsmanna Costco um að opna útibú á Íslandi ná fram að ganga mun landslagið á íslenskum smásölumarkaði breytast töluvert. Fyrirtækið er gríðarlega stórt og tekur DV hér saman nokkrar staðreyndir um þennan smásölurisa. Samkvæmt umfjöllun á vefnum Retailsails á dögunum kom fram að Costco er þriðja stærsta smásölufyrirtæki Bandaríkjanna ef mið er tekið af veltu og það sjöunda stærsta í heimi. Aðeins Wal-Mart og Kroger eru stærri en Costco í Banda- ríkjunum. Costco var stofnað árið 1983 og hefur mikill stöðugleiki einkennt fyrirtækið síðan þá. Þannig eru fimm af þeim ellefu, sem skipuðu fyrstu stjórn fyrirtækisins, enn viðriðnir Costco, þar á meðal James Sinegal og Jeffrey Brotman sem voru meðstofnendur. James er forstjóri og Jeffrey stjórnarformaður. Fyrirtækið hefur selt pylsu og gosglas á þrjá dollara saman allar götur frá árinu 1985. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt hefur verðið haldist það sama undanfarin tæp 30 ár. Þessi samsetning virðist nokkuð vinsæl meðal bandarískra neytenda því árið 2010 voru 92 milljónir eininga seldar. Eins og margoft hefur komið fram býður Costco einnig eldsneyti til sölu. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 8,7 milljarða lítra af eldsneyti á 343 eldsneytisstöðv- um í Bandaríkjunum. Fyrirtækið seldi sjávarafurðir fyrir 790 milljónir dala, sjónvörp fyrir 1,8 milljarða dala, mynda- vélar fyrir 362 milljónir dala, áfengi fyrir 1,15 milljarða dala og kjötmeti fyrir 3,9 milljarða dala. Fyrirtækið er einnig eitt það stærsta á sviði gleraugna og umgjarða fyrir gleraugu í Bandaríkjunum. Þannig seldust þrjár milljónir gleraugna í Costco á síðasta ári. Til marks um vöxt fyrirtækisins á undanförnum árum nam velta þess 101 milljón dala fyrsta starfs- árið, árið 1983. Árið 2010 nam veltan hins vegar 76,3 milljörðum bandaríkjadala. Costco Vöxtur fyrirtækisins hefur verið ótrúlegur frá stofnun þess árið 1983. Ekki persónuleg eign Bjarna Ben. Björn Valur Gíslason, fyrr- verandi þingmaður Vinstri grænna, skýtur föstum skot- um að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, vegna ummæla þess síðarnefnda á mögulegri sölu á hlut ríkis- ins í Landsbankanum. Bjarni lét hafa eftir sér í fréttum RÚV um helgina að hann vilji selja vænan hlut og setja bankann á markað. „Hann segist þó hvorki vera búinn að gera það upp við sig hvað stór sá hlutur á að vera né hvernig að sölunni verður stað- ið. Hann talar eins og um sölu á persónulegri eign sinni sé að ræða sem öðrum komi ekki við hvernig hann ráðstafar. Málið er heldur flóknara en það,“ seg- ir Björn Valur. Í fréttum RÚV sagði Bjarni að þingið hefði þó gefið heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut í bankanum. Mikilvægt væri að selja hluta af þessu hlutafé til að létta á þeirri miklu skuldastöðu sem ríkissjóður stendur frammi fyrir. Þá sagðist Bjarni sjá fyrir sér að ríkið muni áfram eiga 40 prósent í bank- anum. Björn Valur bendir á að á síðasta degi þingsins fyrir jólin 2012 hafi verið samþykkt lög um hvernig standa eigi að sölu á eignarhlutum ríkisins í fjár- málafyrirtækjum. Landsbank- inn sé þar sérstaklega nefndur. Samkvæmt þeim lögum, sem Björn segir að séu enn í gildi, sé heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í bankanum að nokkrum skilyrðum uppfyllt- um. „Bankasýsla ríkisins skal gera tillögu um sölu og ann- ast sölu á eignarhlutum ríkis- ins. Málið skal lagt fyrir tvær þingnefndir, efnahags- og við- skiptanefnd og fjárlaganefnd. Seðlabankinn skal veita um- sögn um hvort jafnræðis sé gætt á milli væntanlegra kaupenda,“ segir Björn Valur og bætir við að síðastnefnda atriðið hafi komið inn í frumvapið að til- lögu Eyglóar Harðardóttur ráð- herra og Lilju Mósesdóttur. Því sé ætlað að koma í veg fyrir að kaupendur geti keypt íslenskar krónur á afslætti í skiptum fyr- ir erlendan gjaldeyri og skapað þannig ójafnræði á milli hugs- anlegra kaupenda. „Það kemur ekki á óvart að Bjarni Benediktsson lagð- ist hart gegn þessari lagasetn- ingu eins og sjá má áumræðum um málið og atkvæðagreiðslu. Hann vill hafa frjálsar hend- ur um hvern- ig sameig- inlegum eignum okkar allra er ráðstaf- að. Það gekk svo vel síðast,“ segir Björn Valur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.