Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Síða 31
Vikublað 8.–10. júlí 2014 Sport 31 Félagslið í Evrópu undirbúa sig nú af fullum þunga fyrir komandi tímabil og ljóst er að mörg þeirra leita nú logandi ljósi að leikmönnum sem geta aukið möguleika á góðum árangri. Vefritið Bleacher Report tók á dögunum saman lista yfir bestu leikmennina sem eru samningslausir. Þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að geta samið við hvaða lið sem er án þess að setja fjárhag hins nýja félags á hliðina. einar@dv.is Tveir góðir Frank Lampard og Ashley Cole eru á förum frá Chelsea. 10 frábærir leikmenn sem kosta ekki krónu n Samningslausir gæðaleikmenn n Sumir komnir á aldur en eiga samt nóg eftir Frank Lampard Aldur: 36 ára Þjóðerni: Englendingur Landsleikir/mörk: 106/29 n Frank Lampard fer líklega í hóp með bestu miðjumönnum Englendinga frá upphafi. Hann vermdi tréverkið löngum stundum í vetur hjá Chelsea og mun hann yfirgefa félagið í sumar rétt eins og Ashley Cole sem er annar leikmaður sem vert er að nefna. Tilkynnt var á dögunum að Cole myndi ganga í raðir Roma og því er hann ekki gjaldgengur á þessum lista. Líklega horfa öll félög sem þurfa á öflug- um miðjumanni að halda til Franks Lampards. Lampard hefur verið orðaður við MLS-deildina að undanförnu, þá helst New York City FC. Didier Drogba Aldur: 36 ára Þjóðerni: Fílabeinsstrendingur Landsleikir/mörk: 104/65 n Didier Drogba er líklega einn besti framherji síðast- liðinna tíu ára eða svo. Þessi fyrrverandi leikmaður Chelsea lék síðast með Galatasaray en er nú frjáls ferða sinna eftir að samningur hans rann út. Drogba sýndi það í vetur að hann er ekki dauður úr öllum æðum þótt hann sé orðinn 36 ára. Ljóst er að Drogba gæti nýst mörgum félögum, til dæmis í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lét varnarmenn skjálfa á beinunum helgi eftir helgi í nokkur ár. Gareth Barry Aldur: 33 ára Þjóðerni: Englendingur Landsleikir/mörk: 53/3 n Margir töldu að þegar Gareth Barry yfirgaf Manchest- er City myndi ferill hans fara hægt og bítandi niður á við. Raunin varð önnur eins og þeir sáu sem fylgdust með enska boltanum í vetur. Hann var lánaður til Everton þar sem frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli. Samningurinn hjá City er nú runninn út og ljóst er að Barry getur samið við hvaða lið sem er. Forsvarsmenn Everton vilja örugglega halda honum í sínum röðum og þykir ekki ólíklegt að þeir muni fá vilja sínum framgengt. Tom Ince Aldur: 22 ára Þjóðerni: Englendingur Landsleikir/mörk: 0/0 n Tom Ince er yngsti og óreyndasti leikmaðurinn á þess- um lista og í raun erfitt að segja hversu miklum gæðum hann býr yfir. Hann hefur lengst af spilað í Champions- hip-deildinni á Englandi þar sem frammistaða hans hefur vakið athygli stærri félaga. Ince hefur þegar hafnað Inter, félaginu sem Tom Ince, faðir hans, lék með á sínum tíma. Talið er að Ince yngri muni reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni næsta vetur og er hann sterklega orðaður við Hull City. Tiago Aldur: 33 ára Þjóðerni: Portúgali Landsleikir/mörk: 58/3 n Tiago var einn af mikilvægustu leikmönnum Atletico Madrid í vetur, félags sem vann spænsku deildina og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Svo virðist vera sem Tiago muni yfirgefa félagið í sumar eftir þrjú góð ár. Ljóst er að fjölmörg lið gætu nýtt krafta hans og hefur hann raunar þegar verið orðaður við endurkomu til Chelsea. Ljóst er að þessi vinnusami miðjumaður smellpassar inn í hugmyndafræði Jose Mourinho sem keypti hann einmitt til Chelsea á sínum tíma. Guillermo Ochoa Aldur: 28 ára Þjóðerni: Mexíkói Landsleikir/mörk: 63/0 n Ochoa var einn besti markvörður heimsmeistara- keppninnar í Brasilíu og varði á köflum eins og berserkur – hvað sem það þýðir. Ochoa spilaði síðast með Ajaccio frá Korsíku í frönsku deildinni en samningur hans rann út fyrr í sumar. Það er ljóst að liðin munu bíða í röðum eftir að fá að ræða við þennan hæfileikaríka markvörð. Hann hefur verið orðaður við félög eins og Liverpool, Arsenal og Atletico Madrid svo fáein dæmi séu tekin. Victor Valdes Aldur: 32 ára Þjóðerni: Spánverji Landsleikir/mörk: 20/0 n Markvörðurinn sterki hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona eftir tólf frábær og sigursæl ár. Valdes meiddist undir lok síðustu leiktíðar og verður væntan- lega ekki klár í slaginn fyrr en eftir nokkra mánuði. Nái Valdes að jafna sig að fullu af meiðslunum er ljóst að hann á mörg ár eftir í boltanum. Talið er að Monaco sé líklegasti áfangastaður hans en engin formleg tilkynn- ing hefur þó verið gefin út um væntanleg félagaskipti. Samuel Eto'o Aldur: 33 ára Þjóðerni: Kamerúni Landsleikir/mörk: 118/56 n Samuel Eto'o átti ágætu gengi að fagna hjá Chelsea síðastliðinn vetur, skoraði 12 mörk í 34 leikjum og lagði upp sex til viðbótar. Þó að hann hafi orðið markahæsti framherji liðsins dugði það honum ekki til að fá nýjan samning. Eto'o er útsjónarsamur framherji sem hefur skorað haug af mörkum. Þannig má geta þess að hann hefur skorað 10 mörk eða meira á hverju einasta tímabil frá 1999/2000 – þá var Eto'o 19 ára. Esteban Cambiasso Aldur: 33 ára Þjóðerni: Argentínumaður Landsleikir/mörk: 52/5 n Þó að Esteban Cambiasso sé kominn yfir það besta á ferli sínum býr hann enn yfir miklum gæðum. Þessi öflugi miðjumaður mun yfirgefa Inter í sumar eftir tíu ára þjónustu þar sem hann vann alla þá titla sem í boði voru. Cambiasso var fastamaður í liði Inter í vetur og ætti því að vera í góðu leikformi. Talið er að Mauricio Pochettino, nýráðinn stjóri Tottenham, hafi áhuga á þessum reynslubolta. Xavi Aldur: 34 ára Þjóðerni: Spán- verji Landsleikir/mörk: 133/13 n Staða Xavi er dálítið sérstök. Samningur hans rennur ekki út fyrr en árið 2016 en þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn Barcelona látið hafa eftir sér að þeir munu ekki standa í vegi fyrir Xavi vilji hann róa á önnur mið. Xavi er vissulega orðinn 34 ára en reynsla hans og útsjónarsemi er slík að hvaða lið sem er gæti notað krafta hans. Ekkert er útséð með framtíð hans en hann hefur þó verið orðaður við félög í Katar og Bandaríkj- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.