Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 8.–10. júlí 201430 Sport Þ etta breytir liðinu en ég bendi á að það eru engir aular sem koma inn,“ seg- ir Willum Þór Þórsson, þing- maður Framsóknarflokksins og knattspyrnuþjálfari, um fjarveru tveggja lykilmanna brasilíska liðsins. Í dag, þriðjudag, mæta gestgjafar Brasilíu Þýskalandi í fyrri undanúr- slitaleiknum á HM í knattspyrnu. Bras- ilíumenn leika án tveggja lykilmanna; fyrirliðans Thiago Silva, sem tekur út leikbann, og stjörnunnar Neymar, sem meiddist illa í baki í síðustu umferð. Þjóðverjar mæta fullskipaðir til leiks og hoknir af reynslu að auki. Willum segir borðliggjandi að Dan- te, leikmaður Bayern München, komi inn í vörnina í stað Silva. Dante sé frábær varnarmaður. „Ég hef ekki al- veg tilfinningu fyrir leiðtogahæfileik- um hans en hann er mjög sterkur og ég held að þeir Luiz [David Luiz innsk. blm.] eigi eftir að klára þetta verkefni með sóma.“ Hann bendir á að Luiz hafi verið stórkostlegur í keppninni hingað til. Fjarveran þjappar liðinu saman Hvað fjarveru Neymar áhrærir seg- ir Willum að hann sé auðvitað þessi „X-factor“ í liði Brasilíumanna. „Þeir fá auðvitað ekki þannig leikmann inn en ég trúi því að Willian [leikmaður Chelsea, innsk. blm.] komi inn. Jafn- vel gæti Ramírez komið inn í liðið og Brasilíumenn leggi þannig áherslu á að spila með þétta og góða miðju.“ Að- spurður spáir Willum því að mótlætið sem felst í fjarveru lykilmanna, og nei- kvæðri umræðu um það, muni þjappa liðinu saman. „Mennirnir sem koma inn verða bæði óþreyttir og óþreyju- fullir að fá að spila.“ Willum segir að Þjóðverjar muni örugglega vera und- ir það búnir. Hefðin fleytir þeim langt Spurður um styrkleika Þjóðverja, sem virðast á köflum hafa lítið fyrir sigr- um sínum, segir Willum að honum finnist þýska vörnin ekki hafa verið sannfærandi á mótinu – og að raun- ar hafi þýska liðið enn ekki heillað sig. „En þeir bæta það upp með góðu skipulagi og mikilli vinnusemi. Þess utan hafa þeir endalausa trú á sjálfa sig.“ Hann bendir á að mikil gæði búi í þýska liðinu. „Þeir virðast alltaf seigl- ast áfram og hefðin fleytir þeim langt.“ Willum segir ekki ljóst hvernig vörninni verði stillt upp. Per Mertes- acker hafi ekki verið með í síðasta leik en hann gæti komið aftur inn í liðið nú. Mertesacker hafi stundum ver- ið legið á hálsi að vera hægur en Will- um segir þó að hann standi alltaf fyrir sínu. „Ég held þetta breyti ekki miklu fyrir Þjóðverja, þótt það sé alltaf svo- lítið önnur áferð á liðinu með Mertes- acker innanborðs í vörninni.“ Hann segir að annað liggi nokkuð ljóst fyrir, hvað uppstillingu liðsins varðar. Átök í kringum Messi Á miðvikudag eigast Argentína og Holland við í hinum undanúr- slitaleiknum. Bæði lið eru þekkt fyrir blússandi sóknarleik og má því búast við mikilli skemmtun. Willum segir, spurður um þessa viðureign, að Argentínumenn séu meistarar í því að hindra andstæðinginn í því að skína. Vissulega leiki þeir nú án Di Maria en það komi ekki að sök. Willum spáir gríðarlegum átökum í kringum Messi, enda sé um að ræða algjöran lykil- mann í liði Argentínu. „Hollendingar munu ekki sýna honum neina mis- kunn. Þeir munu örugglega taka þá eins og þeir tóku Spánverjana í fyrsta leik. Þar nudduðust þeir í þeim allan leikinn og fylgdu fast á eftir návígjum. Þeir notuðu gamalt trix í bókinni og fóru í þá ef þeir mögulega gátu.“ Hann á hins vegar allt eins von á því að Argentínumenn muni svara í sömu mynt hinum megin vallarins, þar sem Robben geti verið í banastuði. Geislar af Hollendingum Willum segir að Hollendingar hafi ef til vill komið sér liða mest á óvart, allavega þegar horft er til Evrópuþjóð- anna. Efasemdir hafi verið uppi um varnarleikinn hjá þeim, fyrir mót, en vörnin hafi verið mjög góð allt mótið. „Menn héldu að óreyndir varnar- menn yrðu þeim að falli – og spáðu því að þeir kæmust ekki upp úr riðlin- um – en þeir hafa verið feiknarlega vel skipulagðir og komið mjög skemmti- lega inn í þetta mót. Það hefur geislað af Hollendingum og Robben hefur verið í banastuði.“ Spurður hvort það kunni að hafa áhrif á Jasper Cillessen markvörð að hafa verið skipt af velli fyrir vítaspyrn- ukeppnina á móti Kostaríku í 8 liða úr- slitum, segist Willum ekki telja það. „Ég held hann geti alveg ýtt því út og einangrað það við vítafærni. Hann hef- ur staðið sig vel á mótinu og ekki gert neinar gloríur, þótt efasemdaraddir hafi verið á kreiki fyrir mótið.“ Messi verður heimsmeistari En hvernig fara leikirnir? Willum spá- ir því að þótt Þjóðverjarnir séu ólseigir og Hollendingar frábærir, komi það í hlut Suður-Ameríkuliðanna að leika til úrslita. Bæði Brasilía og Argentína vinni sína leiki 2-1. En hver stendur uppi sem heimsmeistari? Willum er viss í sinni sök. „Argentína. Ég spáði því fyrir mótið og ég stend við þá spá mína. Ég held að Messi klári þetta með sínum mönnum.“ n Ameríkuliðin frábær Evrópuliðin njóta ekki lengur sérstöðu fyrir skipulag Sjö af níu liðum frá Ameríku tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum. Ekvador og Hondúras voru einu liðin frá álfunni sem komust ekki áfram. Mexíkó, Argentína, Kól- umbía, Brasilía, Kostaríka, Chile og Úrúgvæ komust öll upp úr riðlunum og tvö þeirra eru eftir, nú þegar í undanúrslit er komið. Willum segir að liðin frá Suður-Ameríku hafi sett skemmtilegan svip á þetta frábæra mót. Þar nefnir hann Kólumbíu, með sinn leiftrandi hraða, Chile og Kostaríku, sem enginn hafi búist við neinu frá. „Vinnusemin og hlaupin sem leikmenn Kostaríku lögðu á sig, til dæmis á móti Hollendingum, var með ólíkindum. Þetta sýnir bara hvað hægt er að gera ef hugarfarið er rétt og skipulagið er til staðar.“ Hann segist svakalega ánægður með mótið. Riðlakeppnin hafi verið betri en hann hafi átt von á. „Liðin komu á fullu gasi inn í mótið, tóku sénsa og sóttu á mörgum mönnum.“ Óhætt er að segja að fjölmörg lið hafi komið á óvart á HM og mikið hafi verið um óvænt úrslit. Svo virðist sem allir geti unnið alla. Willum segir að á síðustu árum hafi það verið að gerast að vinnubrögð og þekking hafi færst mjög hratt á milli heimsálfa. Leikmenn séu farnir að spila úti um allan heim og þjálfarar flakka á milli landa og heimshluta. Suður-Ameríkulöndin hafi tileinkað sér evrópska skipulagið og sama megi segja um fleiri lönd, til dæmis í Asíu og Afríku. Það sé af sem áður var að Evrópuliðin hafi skipulagið og þekkinguna fram yfir aðrar þjóðir. Þetta geri mót eins og HM skemmtilegri fyrir vikið og minnki bilið á milli liðanna. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skemmtilegt mót Willum Þór Þórsson spáir því að Argentína fari alla leið. Argentínumenn fagna Leiðir Messi menn sína til sigurs gegn Hollendingum? Hvers vegna? Marcelo, liðs- félagi Neymar, fórnar höndum þar sem sá síðarnefndi liggur meiddur í grasinu. Kemur Willian inn í liðið í staðinn? Vissir þú ... n... að Argentínumenn eru það lið á HM sem hefur átt flestar mislukkað- ar fyrirgjafir, 86 talsins? n... að Þýskaland hefur aðeins verið undir í viðureignum sínum í átta mínútur á öllu mótinu? n... að Hollendingar eru komnir í undanúrslit í þriðja skipti af síðustu fjórum heimsmeistaramótum? n... að Tim Krul, markvörður Hollendinga, varði jafn margar vítaspyrnur á fimm mínútum um helgina og hann gerði í 20 leikjum með Newcastle? n... að leikmaður sem tekur víta- spyrnu undir þeirri pressu að lið hans detti úr leik, skori hann ekki, skorar aðeins í 41prósents tilvika? n... að áður en kom að vítaspyrnu- keppni Hollands og Kostaríku höfðu níu vítaspyrnukeppnir farið þannig að liðið sem tók fyrstu spyrnu vann? n... að Hollendingar hafa aldrei frá því mælingar hófust (árið 1966) ver- ið oftar dæmdir rangstæðir í einum leik en gegn Kostaríku (11 skipti)? Engir aular sem koma inn í liðið n Segir fjarveru tveggja lykilmanna ekki veikja Brasilíu mikið n Hollendingar beita hörku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.