Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 8.–10. júlí 201438 Fólk Hús fræga fólksins hverfa af Google Allt í móðu hjá Tony Blair og Lily Allen H ægt er að finna næstum öll heimili og kennileiti á vefkortum líkt og Google maps. Eru slík forrit vel nýtt bæði sem leiðarvísir til að rata og einnig til að skyggnast inn á staði og umhverfi fólks víðs vegar um heiminn. Tækni þessara korta er orðin það háþróuð að hægt er að skipta yfir í svokallað „street view“ og fá þá að sjá húsið líkt og þú stæðir fyrir framan það. Nú hafa heimili ýmiss frægs fólks hins vegar tekið að hverfa af þess- um kortum. Þannig hafa glæsi- hallir fólks líkt og Paul McCartn- ey, Katherine Jenkins og Lily Allen verið tekin út af kortunum. Einnig hefur fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, látið fjarlægja glæsihöll sína í miðborg London. Ef leitað er að heimili hans er einungis að sjá móðu á skjánum. Þetta er til komið vegna þess að nýlega féll dómsúrskurður í Evrópu- dómstólnum sem viðurkenndi rétt fólks til þess að hverfa undir laga- bókstafi persónuverndarlaga. Þess vegna hefur Google fengið ótal beiðnir þess efnis að heimili þessa fólks hverfi af kortum þeirra. Talsmaður Google segir að það hafi alltaf verið mögulegt að láta fjarlægja heimili af kortinu ef færð eru einstaklega góð rök fyrir því. Eftir dómsúrskurðinn hefur um- sóknum hins vegar fjölgað gríðar- lega og hefur Google ráðið til sín fólk til þess að fara sérstaklega yfir hverja umsókn, en fjölmargir þing- menn og stjörnur hafa sent inn beiðnir. n salka@dv.is Húsin í móðu Hús Lily Allen er þakið móðu á Google maps. Föðmuðust á sviðinu Stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé gáfu sögusögnum um að hjóna- band þeirra stæði á brauðfót- um langa fingurinn á tónleikum um helgina. Háværar sögur hafa verið í gangi um að það sé ekki allt með felldu í sambandi þeirra hjóna og að Jay-Z hafi haldið framhjá eiginkonu sinni. Annað mátti sjá á sviðinu í Philadelphiu um helgina þar sem þau komu fram saman á tónleikum og virk- uðu ástúðleg á sviðinu. Jay-Z faðmaði eiginkonu sína og kyssti í enda lagsins Forever Young. Húðflúr af hundinum Vandræðagemsinn Miley Cyrus er komin með nýtt húðflúr. Flúr- ið hefur persónulegt gildi fyr- ir stjörnuna en það er af Floyd, hundinum hennar sáluga. Miley og nokkir vinir fengu sér húðflúr í veislu í heimahúsi á laugar- daginn. Miley póstaði myndum á Instagram-síðu sinni meðan á húðflúruninni stóð. Húðflúrið er vinstra megin á líkama henn- ar með mynd af Floyd og í litlu skýi stendur: „Með smá hjálp frá vinum mínum“. Miley hefur syrgt Floyd síðan hann dó í apríl síðast liðnum. Bleikir Crocks í fríinu Cate Blanchett er stödd í fríi með sonum sínum, Dashiell, 12 ára, Roman, 9 ára og Ignatius, 5 ára. Cate nýtur lífsins með sonunum og var afslöppuð í klæðaburði. Cate er greinilega umhugað um húð sína og klæddist því síðerma flotgalla og var með stráhatt til þess að vernda sig fyrir sterkum geislum sólarinnar enda er hún með afar ljósa húð. Óskarsverð- launaleikkonan rölti áhyggjulaus um ströndina í bleikum Crocks- skóm og naut þess að fylgjast með sonum sínum leika sér á ströndinni. Líkti áreitinu við nauðgun n Baulað á Kanye West í London n Hélt 20 mínútna ræðu á tónleikum R apparinn Kanye West gerði lítið af því að reyna að gleðja áhorfendur sína þegar hann kom fram á Wireless-hátíð- inni í London um helgina. Rapparinn hélt rúmlega 20 mínútna langa ræðu á sviðinu um líf sitt og hversu erfitt það væri. Þetta vakti litla lukku á meðal áhorfenda sem baul- uðu hástöfum. Óvinsæl samlíking „Mér er sama hvað þú gerir í lífinu. Allir þurfa frí af og til. Allir eiga rétt á fríi. Veistu hvað, ég þarf að fá smá stund hérna til að anda,“ sagði rapp- arinn meðan á ræðunni stóð. „Mig langar til að fara í bíó án þess að 30 hálfvitar elti mig. Öllum hérna líkar við kynlíf, ekki satt? Kynlíf er frábært þegar þú og maki þinn viljið það bæði. En hvað kallast það þegar annar aðil- inn vill það ekki? Það kallast nauðgun. Það kallast misnotkun,“ sagði Kanye um áreiti svokallaðra papparazzi-ljós- myndara sem elta frægt fólk á röndum hvert sem það fer. Mörgum tónleikagestum fannst þessi samlíking kappans ósmekkleg. Sérstaklega í ljósi þess að barnsmóð- ir Kanye og eiginkona, Kim Kardashi- an, byggir feril sinn á frægðinni einni saman. Að hún þrífst í raun á athygli ljósmyndaranna. Hræsni frægðarinnar Þegar Kanye hélt svo áfram að tala um frægðina og dóttur sína jókst baulið enn frekar. „Ég vil að dóttir mín hafi tækifæri til að velja hvort hún sé fræg eða ekki,“ sagði Kanye en North, dótt- ir hans og Kim, hefur þegar setið fyr- ir á myndum auk þess sem raun- veruleikaþáttur fjölskyldunnar fjallar um hverja mínútu í lífi hennar. „Ég hugsa með mér, hvernig í ósköpunum á ég að geta fært dóttur minni eðlilega æsku?“ En Kanye var ekki bara lítill í sér vegna áreitis ljósmyndara og álags frægðarinnar. Hann tók góðan tíma í að gera upp tískubransann. Þar sak- aði hann heimsfræga framleiðendur á borð við Nike, Louis Vuitton og Gucci að vera á móti sér einungis fyrir að vera svartur á hörund. Kayne gaf sér einnig dágóða stund í að ræða eigin snilli en ekki einu sinni það virtist vera nóg til að ná áhorfend- um á sitt band. Reglulega baulað á Kanye Það virðist gerast reglulega að baulað sé á rapparann heimsfræga á tónleik- um því hið sama gerðist fyrir þremur vikum síðan. Þá er frægt þegar Kayne rauk upp á svið á MTV-tónlistarverð- laununum og reif hljóðnemann af Taylor Swift. Sú hafði hlotið verðlaun sem Kayne taldi Beyoncé hafa átt skil- ið að fá og sá rapparinn sig tilneyddan til þess að gera sig og Swift að fífli fyrir framan heiminn. Kanye gerði síðar heiðarlega til- raun til að biðjast afsökunar en lendingin í þeirri afsökunarbeiðni var á endanum sú að allir aðrir væri í raun asnar þótt hann væri það líka. n Kanye West Virðist nota tónleika eins og sálfræðitíma og heldur reglulega langar ræður. Vill geta valið Kanye vill geta gefið dóttur sinni val um frægðina en birtir samt myndir af henni í heimspressunni. Kim Kardashian Kona Kanye þrífst á frægðinni og athygli ljósmyndaranna sem hann líkir við nauðgara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.