Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 8.–10. júlí 20142 Fréttir Á stuttum ráðherraferli hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, margsinnis ver- ið gagnrýndur fyrir að stíga út fyrir valdsvið sitt og ganga gegn vönduðum stjórnsýsluháttum. Áform ráðherrans um að flytja Fiskistofu til Akureyrar hafa fallið í grýttan jarðveg, en þar virðist sem tekin hafi verið afdrifarík ákvörðun án þess að fyrir henni væri skýr lagaheimild. Flutningur stofnunar- innar mun hafa afgerandi áhrif á líf og kjör fjölmargra einstaklinga en ákvörðunin er rökstudd sem liður í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Hér á eftir verður rýnt í ýmis mál sem komið hafa upp í ráðherratíð Sigurðar Inga og þau skoðuð með til- liti til laga, venja og viðtekinna hug- mynda um góða stjórnsýslu. Hætti skyndilega við Á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkis- stjórnar varpaði Sigurður Ingi sinni fyrstu sprengju. Í samtali við Bænda- blaðið sagði hann að ef til vill væri heppilegt að leggja niður umhverfis- ráðuneytið. Róttækar hugmyndir hans urðu ekki að veruleika, enda er enn þá til umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti. Ummælin settu þó tón- inn fyrir atburði sem áttu sér stað seinna í sama mánuði. Föstudagurinn 21. júní árið 2013 var stormasamur dagur fyrir hinn nýbakaða ráð- herra. Lengi hafði staðið til að friðlýs- ingaskilmálar Þjórsárvera yrðu undirritaðir þenn- an dag og höfðu um- hverfisráðuneytið og Um- hverfisstofnun sent út boðskort til ýmissa aðila. Að morgni dags ákvað hins vegar Sigurður Ingi að hætta við undirritunina, enda væri friðlýs- ingin Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki að skapi auk þess sem Landsvirkjun hefði gert athugasemdir við ferlið. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars af Náttúruverndar- samtökum Íslands og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Rangar skýringar Morgunútvarp Rásar 2 ræddi við Sigurð Inga sem fullyrti að Rangárþing ytra og Skaga- fjörður hefðu gert alvar- legar athugasemd- ir við friðlýsinguna. Þetta reyndist ekki rétt, enda var haft eft- ir Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, odd- vita fyrrnefnds sveitar- félags, að sveitarstjóri hefði aðeins sent örlitlar ábendingar en legðist ekki gegn friðun. Auk þess kom fram í fundar- gerð sveitarstjórnar Skagafjarðar að stækkun Þjórsárvera og friðlýs- ingarskilmálarnir hefðu verið sam- þykktir þar með níu atkvæðum. Fljótlega varð því ljóst að í friðlýs- ingarmálinu hafði ekki aðeins ver- ið hætt við stjórnvaldsákvörðun á síðustu stundu heldur almenningi einnig verið gefnar misvísandi skýr- ingar á því hvað lá að baki. Klúður aðstoðarmanns Síðar sama dag varð uppi fótur og fit vegna vinnubragða Helgu Sigurrósar Valgeirsdóttur, aðstoðarmanns ráð- herra. Þegar ráðherra hafði ákveðið að boða Agnar Kristján Þorsteins- son, starfsmann Háskóla Íslands, á fund vegna undirskriftasöfnun- ar gegn lækkun veiðigjalda var yfir- manni Agnars sent sérstakt afrit af fundarboðinu. „Hvernig á að skilja þetta öðru- vísi en sem beina hótun um at- vinnumissi?“ spurði Helga Vala Helga- dóttir, lögmaður Agnars, sem mætti með honum á fundinn og kvartaði. Helga Sigurrós út- skýrði vinnubrögð- in sem mistök en svaraði aldrei ít- rekuðum fyrir- spurnum DV um það með hvaða hætti mistökin hefðu átt sér stað. Á ábyrgð ráðherra Þess ber að geta að pólitískir að- stoðarmenn á borð við Helgu Sigur- rós eru skipaðir af ráðherra sjálfum samkvæmt 22. grein laga um Stjórn- arráð Íslands. Þeir starfa alfarið á ábyrgð og í umboði ráðherra. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur ræddi við DV um ábyrgð aðstoðarmanna á dögun- um og lýsti á þessa leið: „Störfum aðstoðarmanna fylgir því pólitísk ábyrgð en ekki stjórnunarleg eins og í tilviki embættismanna og annarra skipaðra eða ráðinna starfsmanna ráðuneyta. Þessari pólitísku ábyrgð eru aðstoðarmenn ráðherra í störf- um sínum að fylgja eftir í umboði síns ráðherra.“ Ljóst er því að Sigurð- ur sem ráðherra ber ábyrgð á þeim vinnubrögðum sem áttu sér stað þennan dag. Afturkall Talsverða furðu vakti þegar til- kynning birt- ist á vef um- hverfis- og auðlinda- ráðuneytis- ins hinn 24. september þar sem fram kom að Sigurður Ingi hefði „ákveðið að afturkalla“ lög um náttúruvernd sem samþykkt voru í fyrra og var ætlað að taka gildi 1. apríl í ár. 400 dagar með Sigurði n Ráðherraferill byrjar skrautlega n Geðþóttastjórnsýsla, þarmainnihald, afturkall og klaufaskapur Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Umhverfis- og auðlindaráð- herra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd Svaf í sameigninni Aðfaranótt mánudagsins var tiltölulega róleg í umdæmi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Á sunnudagskvöld hafði lögregla þó í nógu að snúast vegna brunans í Skeifunni. Í dagbók lögreglu kemur fram að snemma á mánudagsmorgun hafi verið tilkynnt um ölvaðan mann sem var sofandi í and- dyri í sameign. Var maðurinn vakinn og hélt hann sína leið. Skömmu áður var tilkynnt um þjófnað á rafgeymi úr vörubif- reið. Málið er í rannsókn. Sektaður um 90 þúsund Í liðinni viku voru 33 ökumenn kærðir í umdæmi lögreglunn- ar á Selfossi fyrir að aka of hratt. Sá sem hraðast ók mældist á 139 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Í dagbók lögreglu kemur fram að sá hinn sami hafi átt einn punkt fyrir í ökuferils- skrá. Þetta brot hafi kostað hann 3 punkta til viðbótar auk sekt- arinnar sem í þessu tilfelli er 90.000 krónur. Þar sem ökumað- urinn var á bráðabirgðaskírteini voru ökuréttindi hans afturköll- uð á staðnum og fær hann þau ekki aftur fyrr en hann hefur setið sérstakt námskeið. Tve- ir voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í liðinni viku og þrír aðrir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra eru taldir hafa verið und- ir áhrifum kannabisefna en sá þriðji er talinn hafa neytt fleiri efna. Hann var auk þess án öku- réttinda, hafði tapað þeim vegna fyrri brota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.