Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 8.–10. júlí 201436 Fólk H annes Hólmsteinn Giss- urarson er meðal virkustu fræðimanna á Facebook. Á síðu sína skrifar hann reglulega um stjórnmál og hagfræði, einkum kapítalisma og kosti hans. Fræðin eru þó frá- leitt eina umfjöllunarefni Hannesar. „Ég eyði tímanum í þrennt: vígaferli (10%), vísindi (80%) og víndrykkju (10%). Annað mætir afgangi,“ skrif- ar Hannes á samskiptasíðuna og fær fjölmörg „like“ fyrir. Stuttu síð- ar, hugsanlega vegna undirtektanna, bætir hann við: „Bestu kokkteilar fyrir mat: dry martini og manhatt- an (og kir royal fyrir stelpurnar). Síðan með matnum: pinot noir frá Frakklandi (eða malbec frá Argent- ínu). Eftir matinn: viskí með sóda og klaka.“ Þessi áfengisáhugi Hannes- ar er ekki nýr af nálinni. Hann hef- ur lengi haft gaman af því að drekka fínt vín í góðum félagsskap, til dæm- is með Davíð Oddssyni og Kjart- ani Gunnarssyni. En þótt hann svali nautnum sínum með þessum hætti segist hann forðast fíknina eins og heitan eldinn. Um þetta hef- ur hann fjallað á bloggi sínu: „Hver er munurinn á fíkn og nautn? Á át- vaglinu og sælkeranum? Á ofdrykk- umanninum og hófdrykkjumann- inum? Ekkert eitt og endanlegt svar er til, en samt liggja einhver ósýni- leg og lítt skilgreinanleg mörk á milli fíknar og nautnar. Ég ætla að reyna að halda mér við nautnina.“ Einn drykkur sem Hannes segist sólginn í umfram aðra er dry martini sem áður greinir. Gerð hans get- ur reynst óvönum þrautinni þyngri. Hannes er með aðferðarfræðina á hreinu og deilir henni með Face- book-samfélaginu: „Fáir kunna að gera góðan martini dry. Það þarf að kæla glasið inni í ísskáp. Síðan þarf að hræra kokkteilinn í ís, svo að ginið eða vodkað sé nægt, en aðeins smávegis af dry martini. Síðan er ólífu-berið mjög mikilvægt. Kokkt- eillinn þarf að vera svo kaldur, að létt sindri á ísinn á glasinu.“ n Hannes Hólmsteinn skrifar um kokkteila Vígaferli, vísindi og víndrykkja Hannes Hólmsteinn Nautnaseggur, ekki fíkill. Óli Stef. á VOX Búast má við að fullt verði út úr dyrum á VOX í hádeginu næstu vikur. Nova býður viðskiptavinum sínum upp á „tveir fyrir einn“-til- boð á hlaðborðinu út júlímánuð. Fjölmargir hafa nú þegar gripið gæsina. Þeirra á meðal er hand- boltahetjan og fílósóferinn Ólafur Stefánsson. Á föstudaginn síðasta sat hann þar að snæðingi ásamt Einari Þorvarðarsyni, fyrrverandi handboltamarkverði og núver- andi framkvæmdastjóra Hand- knattleikssambands Íslands. Nýttu þeir sér tilboðið til hins ítrasta og gúffuðu í sig kræsingar. Ekki er vitað um hvað þeir ræddu en líklegt getur talist að Ólafur hafi frætt Einar um frumspeki, jafnvel dulspeki. Hafþór hleypur fyrir ólæknandi sjúkdóm n „Gaman að geta hjálpað til og hjálpað góðu málefni“ S tyrkja gott málefni og láta gott af sér leiða. Gera eitt- hvað gott,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, leikari og sterkasti maður Íslands, um ástæður þess að hann ákvað að hlaupa í næst- komandi Reykjavíkurmaraþoni fyrir Duchenne-samtökin, en duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm- ur. „Ég er nú ekki mikill hlaupari sjálf- ur en ákvað að hlaupa í þetta skiptið,“ segir Hafþór en fjölskylda hans ætlar einnig að hlaupa með honum. Honum finnst gaman að fá að vera með og finnst sjálfsagt að láta gott af sér leiða. „Já, ef ég hef tök á því þá að sjálfsögðu geri ég það. Gaman að geta hjálpað til og hjálpað góðu málefni,“ segir Hafþór sem vonast til þess að ná mörgum áheitum fyrir samtökin. „Já, það er stefnan. Maður hefur bara gaman af þessu.“ Báðir synirnir með duchenne Þáttaskil urðu í lífi Sifjar Hauksdóttur og Hjörvars Jónssonar þegar drengir þeirra greindust með hinn ólækn- andi duchenne-sjúkdóm þegar þeir voru tveggja og þriggja ára. Sif er öt- ull baráttumaður þess að finna með- ferð og lækningu og hefur fengið Hafþór með sér í lið til að safna fyrir samtökin. „Þetta er ofboðslega mik- ilvægt málefni því þetta er ólækn- andi sjúkdómur,“ segir Sif en allar fjárhæðir sem safnast fara í rann- sóknir á sjúkdómnum erlendis. Synir hennar, Baldvin Týr og Baldur Ari, verða fjögurra og fimm ára í haust. Sif er bjartsýn og lifir í þeirri von að meðferð og möguleg lækning finnist. „Tíminn skiptir öllu máli því þessum strákum fer aftur á hverjum degi. Á hverjum degi hrakar þeim aðeins. Þeir hafa ekki allan tí- mann í heiminum, þeir sem eru fæddir í dag og greindir með þenn- an sjúkdóm,“ segir Sif. Eingöngu drengir fá sjúkdóminn og flestir þeirra ná einungis tvítugsaldri. Sif er vongóð um að þau nái að safna ágætis fjárhæðum fyrir sam- tökin í ár en í fyrra söfnuðu 50 hlauparar um einni milljón króna. Með sterkasta mann Íslands og Game of thrones-stjörnuna með sér í liði vonast þau eftir að vekja enn meiri athygli á mikilvægi þess að styrkja málefnið. „Margt smátt ger- ir eitt stórt. Það hjálpar allt,“ segir Sif og hvetur fólk til að heita á Haf- þór Júlíus. Fjárframlög þróa meðferð „Það er engin meðferð til. Það er það sem er vandamálið. Fyrir tíu árum var varla vitað hvað þetta væri. Nú er ver- ið að ræða um góðar meðferðir sem munu hægja sennilega ansi mikið á. Maður kannski hættir að labba um fimmtugt í staðinn fyrir tólf ára,“ seg- ir Guðjón Reykdal Óskarsson lyfja- fræðingur. Hann ber duchenne-sjúk- dóminn og hefur kynnt sér málefnið afar vel. Vegna aukinna fjárfram- laga til rannsókna segir hann að á næstu árum muni sennilega verða til meðferð sem mun gera sjúkdóm- inn bærilegri, en þó ekki lækna hann. Duchenne-samtökin fjármagna rannsóknir til þess að þróa slíka með- ferð og vonandi á endanum finna lækningu. Hann segir að lyfjafyrir- tækin hafi ekki séð hag í að fjármagna þessar rannsóknir og því skiptir fram- lag almennings til samtakanna sköp- um fyrir þá sem bera sjúkdóminn. n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Ekki mikill hlaupari Kraftakarlinum finnst gott að geta hjálpað. Mynd Sigtryggur Ari „Margt smátt gerir eitt stórt. Það hjálpar allt Fengu Hafþór með sér í lið Sif hvetur fólk til þess að heita á Hafþór. Mynd rAgnHEiður BjörnSdóttir. Sérfræðingur í duchenne Guðjón segir meðferð vera í pípunum. Mynd KriStinn MAgnúSSon Bræðurnir Baldvin og Baldur greindust með duchenne-sjúkdóminn þegar þeir voru tveggja og þriggja ára. Sjaldnar boðið í mat einstæðri Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Man. Þar talar hún meðal annars um hvernig er að vera einstæð og henni finnist lítið mál að búa ein með tveimur börnum. „...það er viss pressa, þú pass ar ekki inn þegar þú ert einn, mér hef ur til að mynda ekki verið boðið voðal ega oft í mat síðan ég skildi því ég er ein og það er vand ræðal egt fyr- ir ein hverja. Mér finnst einnig að stund um sé komið fram við mig af vorkunn, fólk á það til að segja eitt hvað í þess um dúr: „Vá! Þú ert svo dug leg!“ og „Hvernig ferðu að þessu? Þú ert nú meiri hetj an!“ Vill mynda íslensk kynfæri Kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir myndatökum á kyn- færum fólks. Myndirnar notar hún við kynfræðslukennslu. „Það eru til svo margar mýtur um kyn- færin eins og um stærð á typpum og hvernig píkan á að líta út og þvíumlíkt,“ segir Sigga Dögg í við- tali í Fréttablaðinu á mánudag. Fyrsta myndatakan fer fram í júlí og er nánast fullt í hana en önnur myndataka fer fram í ágúst. Fullri nafnleynd er heitið og þeir sem vilja taka þátt er bent á að senda Siggu póst á: sigga@siggadogg.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.