Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 8.–10. júlí 201416 Fréttir Erlent Endalok Íraks n Uppreisn súnníta n kúrdar nýta tækifærið n sjítar í vörn n Endalokin blasa við E ndalok ríkisins Íraks blasir við. Gífurlega öflug uppreisn öfga- sinnaðra súnníta hefur sölsað undir sig nærri þriðjung lands- ins. Hermenn Íslamska rík- isins - oft nefnt eftir enskri skamm- stöfun, ISIS – eru við borgarmörk höfuðborgarinnar Bagdad og bendir fátt til að ríkisvaldið ráði við uppreisn- arbylgjuna. Hinn venjulegi her lands- ins er kominn að þolmörkum og segja má að nú berjist fylkingar sín milli - en ekki ríki á móti uppreisnarmönnum. Kúrdar, sem hafa lengi þráð sjálfstæði, nýta sér upplausnina og vilja þjóðarat- kvæðisgreiðslu um sjálfstæði. Í fréttaflutningi af borgarastríðinu í Írak nýverið hefur sjónum nær alfarið verið beint að Íslamska ríkinu, en átök- in eru þó nokkuð flóknari og má segja að sjö mismunandi fylkingar berj- ist um framtíðar yfirráð í Írak. Kortið sem er hér til hliðar sýnir glögg- lega að í grófum dráttum er í raun um að ræða þrjár megin fylkingar. Íslamska ríkið stýrir því svæði þar sem súnnítar eru í meirihluta, rík- isvaldið stýrir því svæði þar sem sjítar eru í meirihluta, og að lokum stýra Kúrd- ar þeim svæðum þar sem þeir eru í meirihluta. Lík- ur eru á að Írak klofni í þessa þrjá hluta innan skamms. Rekja má uppreisnarbylgj- una að einhverju leiti til valda- misvægis á milli sjíta og súnníta, þeir fyrrnefndu eru rúmlega sex- tíu prósent og leiða ríkis- stjórn lands- ins. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Þ ví lengur sem dregur á uppreisn súnníta því minni munur verður á íraska ríkinu og hersveitum sjíta. Raunar má segja að ein helst ástæð- an fyrir því að soðið hafi upp úr er að sjítar eru langvaldamesti í ríkisstjórninni. Rúm- lega sextíu prósent íbúa Írak eru sjítar og varð það til þess að flokkur núverandi for- sætisráðherra fékk nærri þriðjung atkvæða í þingkosningum í apríl. Nouri al-Maliki forsætisráðherra er sjíti. Afleiðing þessa valdamisræmis er að fylkingar svo sem Naqshbandi bræðrareglan, sem er með ver- aldlegar áherslu, og Íslamska ríkið, sem stýrt er af ofsatrúarmönnum, hafa unnið saman fremur en að berjast gegn hvor öðrum. Hinn venjulegi her íraska ríkisins er kominn að endamörkum, meðal annars vegna gífurlegs liðhlaups. Uppistaða þeirra sem berjast nú gegn Íslamska ríkinu og öðrum uppreisnarhópum er því nær alfar- ið sjálfboðaliðar úr röðum sjíta. Þrettánda júní síðastliðin gaf erkiklerkur sjíta í Írak, Ali Sistani, út almennt herútboð og svöruð margir því kalli. Afleiðing valdaeinokun- ar sjíta er því í dag að ríkisvald Írak ræður einungis yfir því svæði þar sem trúarhópur- inn er í meirihluta. Ríkisstjórn sjíta Tannlaus her Sjálfstætt Kúrdistan Írakska ríkið Íslamski her Íraks Kúrdar U m tíma stóð Íslamski her Íraks ekki al- veg undir nafni því í kjölfar fráhvarfs Bandaríkjahers frá Írak árið 2011 lagði fylkingin að mestu niður vopn. Í stað uppreisnarhers kom stjórnmálaflokkur sem leggur áherslu á stofnað verði til ríkis allra súnníta Araba. Í upphafi árs virðist fylkingin þó hafa vígbúist á ný og segja talsmenn fylk- ingarinnar að þúsundir vígamanna standi undir gunnfána sínum. Það er þó talið ólík- legt að slíkar yfirlýsingar endurspegli raun- veruleikann. Hermáttur Íslamska hersins veiktist mjög í kjölfar þess að þeir lögðu nið- ur vopn og margir herskáustu meðlimir fóru yfir til Íslamska ríkisins. Hefur Íslamski her- inn gefið ríkisstjórn Írak þann afarkosti að annaðhvort verið gefið eftir og stofnað verði ríki súnníta Araba eða að gera sig tilbúna fyrir hertöku Bagdad. Samband Íslamska hersins og Íslamska ríkisins einkennist fremur af samstarfi en togstreitu. Bakland Íslamska hersins er í Diyala og Salahuddin fylkjum. Forsætisráðherra Nouri al-Maliki kýs í þing- kosningum í apríl. Rekja má borgarastríðið að miklu leyti til valdamisræmis milli súnníta og sjíta. l íkt og sjá má á kortinu þá stjórna Kúrdar nokkuð stóru landsvæði í norðaustur hluta Írak, en Kúrd- ar hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki um áratugaskeið. Her Kúrda nefnist Pes- hmerga, sem þýða mætti sem þeir sem standa andspænis dauðanum. Þrátt fyrir að Kúrdar njóti þess að hafa sitt eigið sjálfstjórnarríki innan Írak þá berjast þeir leynt og ljóst fyrir algjör sjálfstæði, og gæti það orðið ein afleiðing borgarastríðsins og hafa Kúrdar því ákveðna lykil- stöðu. Höfuðborg Kúrda er Erbil. Enn sem komið er berst her Kúrda eingöngu við uppreisnarfylkingar en óvíst er þó hvort þeir skili aftur því landsvæði sem þeir hertaka til íraska ríkisins. Á dögunum hertók Peshmerga borgina Kirkuk af Íslamska ríkinu, en óvíst er hvort Kúrdar nái að halda henni. Fyr- ir helgi kallaði Massoud Barzani, forseti ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæð- is Kúrda, eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrda. Verði atkvæðagreiðslan að raunveruleika mun það þýða endalok Írak, þar sem telja má líklegt að hún yrði af- gerandi í þágu sjálf- stæðis. n Kúrdar n Íslamska ríkið n Íraska ríkið Mosul Falluja Kirkuk Basra Bagdad Arbil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.