Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Side 32
32 Menning Vikublað 8.–10. júlí 2014 Staðir sem flestir þekkja en fæstir hafa komið á V ið Íslendingar erum með þessar veðurstöðvar í eyr- unum alla ævi. Það kann- ast allir við þessi nöfn eins og Dalatangi, Kollaleira og Fagurhólsmýri, en það eru fæst- ir sem hafa séð þessa staði. Komið þangað og vita hvernig þeir líta út,“ segir Ólafur Kolbeinn Guðmunds- son, en hann hefur undanfarin þrjú ár ferðast, ásamt unnustu sinni, Rebekku Guðleifsdóttur, um Ísland og myndað veðurstöðvar. „Við höfum ekki unnið svona verk saman áður. Ég er nú bara sjóari en hún er myndlistarkona og ljós- myndari,“ segir Ólafur Kolbeinn um samstarf þeirra en myndir Rebekku hafa vakið athygli á heimsvísu. Þær hafa meðal annars verið notaðar í auglýsingaherferð bílarisans Toyota, auk þess sem Rebekka vakti víða athygli þegar myndir hennar voru seldar í stórum stíl í leyfisleysi á eBay, sem leiddi til mikillar umræðu í netheimum um höfundarrétt og þá hættu sem fólgin er í því að deila sköpunarverkum sínum á veraldar- vefnum. Kjóll og vindmælir „Við byrjuðum á þessu árið 2011 og eigum bara Reykjavík eftir. Þetta eru 60 staðir, hringinn í kringum landið, auk nokkurra eyja,“ segir Ólafur Kol- beinn en á hverjum stað tók parið tvær myndir. „Önnur er af staðnum eða einhverju sem einkennir svæð- ið, og á hinni sést Rebekka alltaf í sama kjólnum, sem er þannig útbú- inn að hann sýnir hvernig veðrið er á myndinni. Eins konar vindmæl- ingartæki.“ Verkefnið hefur reynst mikil æv- intýraför en margar þessara veð- urstöðva eru afskekktar og erfitt að komast að þeim. „Þetta eru ofboðs- lega margar perlur og ótrúlega fal- legir staðir sem maður hefur feng- ið að njóta. Staðir sem maður hefði annars aldrei séð.“ Sokkinn bíll og æðardúnn Ferðalagið hefur ekki gengið áfalla- laust fyrir sig og hafa Ólafur Kol- beinn og Rebekka lent í ýmsu. „Það er oft erfitt að komast á þessa staði. Við rerum til dæmis út í Æðey í Ísa- fjarðardjúpi á uppblásnum kajak sem við redduðum deginum áður. Við fengum far út í Seley á zodiac með sóknarprestinum á Eskifirði, og launuðum honum greiðann með því að aðstoða hann við æðardúnssöfn- un, sem var mjög sérstök reynsla.“ Þá gekk parið einnig Hornstrandir til þess að ná myndum af Straumnes- vita og Hornbjargsvita. „Mér tókst líka að sökkva bíln- um mínum við Vík í Mýrdal,“ en um ástæðuna segir Ólafur Kolbeinn: „Það var bara ég að vera fífl. Ég ætlaði að keyra aðeins nær Reynisdröng- um og fór yfir litla sprænu. Við lend- um í sandbleytu og bíllinn sekkur. Ég sat þarna með vatn upp í mitti og Rebekka klifraði út um glugga, stökk á land og hringdi á björgunarsveitina í Vík. Þeir ráku upp stór augu við að- komuna, Land Rover hálfur á kafi og örvæntingarfull kona í síðkjól og stígvélum að bíða í rigningunni. Þetta fór samt allt á besta veg, og bíll- inn var kominn aftur í gang tveimur tímum seinna.” Listrænn sjóari Ólafur Kolbeinn og Rebekka hafa þegar sýnt hluta af verkum sínum en ekki á Íslandi enn sem komið er. „Við vorum nýlega í Berlín og í septem- ber verður hluti myndanna sýndur í virtu galleríi í Noregi. Svo höfum við líka sýnt í Helsinki.“ Ólafur Kolbeinn segir standa til að sýna á Íslandi þegar allt er klárt, en þau hafa einnig aðrar áætlanir fyrir verkið. „Lokapælingin var alltaf að gera bók. Vera með ljós- myndir og texta. Segja frá hverjum stað og segja einnig ferðasöguna sem er búið að vera ótrúlegt ævintýri.“ Parið hefur sinnt verkefninu í hjáverkum undanfarin ár. „Ég er nú yf- irleitt á sjónum. En stundum fær mað- ur frí og þá skreppum við og tökum myndir,“ segir sjóarinn sem ef til vill er listrænni en hann gefur upp í fyrstu. n n Mynduðu allar veðurstöðvar landsins n Afskekktar náttúruperlur og ævintýri Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Ólafur Kolbeinn og Rebekka Hafa ferðast um allt land undan- farin ár og upplifað margt. MyndiR RebeKKa GuðLeifSdÓttiR „Við lendum í sandbleytu og bíllinn sekkur bláfeldur Rebekka í forgrunni og kjóllinn góði sem sýnir hvernig viðraði þegar myndin var tekin. bíllinn á kaf Til stendur að gefa út bók með myndunum og ferðasögunni. Skálað að lokum Ólafur og Rebekka hafa nú myndað allar veðurstöðvar landsins að þeim í Reykjavík undanskildum. Spænsk sýn á hrunið Þriðjudaginn 8. júlí klukkan 17 mun spænski blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Eric Lluent kynna bók sína, Islandia 2013. Crònica d‘una decepció í Borgar- bókasafni, Tryggvagötu 15. Bók- in fjallar um íslenska hrunið frá 2008 til 2013 og tildrög þess að nýja stjórnarskráin var ekki stað- fest fyrir Alþingi árið 2013. Eric Lluent, höfundur bókarinnar, og blaðamaðurinn og lögmaður- inn Xavier Rodriguez, sem hefur verið búsettur á Íslandi síðast- liðin níu ár, munu kynna bókina. Kynningin fer fram á ensku. Við- burðurinn er haldinn í samstarfi við Katalónska húsið á Íslandi og er opinn öllum. Fjalla-Eyvindur 300 ára Í tilefni þess að 300 ár eru liðin frá fæðingu Fjalla-Eyvindar Jóns- sonar mun Kómedíuleikhús- ið flytja leikrit um hann í Dalbæ á Snæfjallaströnd laugardaginn 12. júlí. Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi og var í útlegð í fjóra áratugi vegna gruns um þjófn- að. Það er Elfar Logi Hannesson sem túlkar sögu Fjalla-Eyvindar á nýjan og kómískan hátt en hann er einnig höfundur verksins. Um tónlist sér Guðmundur Hjalta- son og leikmynd, búningar og leikstjórn eru í höndum Marsi- bil G. Kristjánsdóttur. Miðaverð er 2.900 krónur. Á undan sýn- ingunni segir Hjörtur Þórarins- son frá Eyvindi og konu hans, Höllu, en nýlega gaf Ferðafélag Íslands út bók Hjartar um úti- legufólkið, Afreksfólk öræfanna. Þungarokk á Gauknum Hollenska sveitin The Monolith Deathcult heldur tónleika á Gauknum í Reykjavík þriðju- daginn 15. júlí. Þetta er í annað sinn sem sveitin kemur hingað til lands en hún lék á Eistnaflugi í Neskaupstað árið 2011. Það gerir sveitin einnig í ár. Sveitin bland- ar saman öðrum tónlistarstefn- um svo sem industrial, klassík og jafnvel elektronica. Íslensku sveitirnar Gone Postal og Ang- ist spila með sveitinni, Angist á báðum tónleikunum, en Gone Postal á þeim síðari. Þess má geta að Gone Postal mun afhjúpa nýtt nafn á sveitinni á Eistna- flugi um helgina og mun því bera nýja nafnið á tónleikunum með TMDC. Húsið opnar klukkan 18 og tónleikar byrja klukkan 18.30. Ekkert aldurstakmark og miða- verð er 1.500 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.