Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 8.–10. júlí 2014 Eldar loga í skEifunni Mikill eldur braust út í verslunar- og iðnaðarhúsnæði við Skeifuna 11 á sunnu- dagskvöld. Klukkan 20.16 bárust fyrstu boð um eld. Fimm mínútum síðar mættu fyrstu slökkviliðsmenn á svæðið. Rétt um hálf níu sást heljarmikill reykjarmökkur rísa til himins. Reykjarmökk- urinn sást víða að og fljótlega tók forvitna áhorfendur að drífa að. Lögregla lokaði svæð- inu á meðan slökkvilið barðist við eldinn sem fljótt náði að læsa sig í húsin á svæðinu. Eink- um verslun Griffils sem stóð í björtu báli fram eftir kvöldi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  Reykjarsúlan Rétt fyrir klukkan hálf níu tók svört reykjarsúlan að stíga til himins.  Dælt Meira en hundrað manna lið barðist við eldinn á sunnudags- kvöld. Áfram var dælt vatni á glóðir á mánudag.  Fjöldinn Fólk dreif að úr öllum áttum til þess að virða fyrir sér brunann. Slökkvilið hafði gengið úr skugga um að enginn væri inni í brennandi húsum. Lögregla lokaði svæð- inu og hélt fólki utan við girðingar.  Áhorf- endur Fólk fylgdist með brunanum úr miklu návígi. Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.