Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 26
26 Lífsstíll Vikublað 8.–10. júlí 2014 Skyndilausnir Litlir hlutir sem geta glatt í hvelli: 1 Teiknaðu myndir af óhollum mat eins og bollakökum og pitsum. 2 Skipuleggðu herbergið þitt eða fataskápinn. 3 Skrifaðu áhyggjur þínar niður á blað og settu í umslag og lokaðu fyrir. 4 Einbeittu þér að nákvæmlega því sem þú ert að gera núna. 5 Stundaðumeira kynlíf. 6 Hlúðu að ástinni. Rómantískt stefnumót með þeim sem maður elskar er nokkuð sem gleður alltaf. 7 Vertu sjálfboðaliði hjá trúar-samtökum eða hjálparsamtökum. 8 Gerðu eitthvað sem veitir þér áreynslulausa gleði eins og að spila skák eða fara á skíði. 9 Brostu meira. Bros getur dimmu í dagsljós breytt. Brostu hringinn. 10 Gervibrosvirkar líka. 11 Stundaðulíkamsrækt. 12 Knúsaðu meira. Gefðu þeim sem þú elskar knús. Oft. 13 Skrifaðu þakklætismiða.Skrifaðu niður á blað allt það sem þú ert þakklát/ur fyrir. 14 Hlustaðu á hressandi tónlist. Góð tónlist getur komið skapinu í lag. Ekki sakar að taka sporið með, jafnvel þótt maður sé einn heima á náttfötunum. 15 Farðu í jógatíma. Það er slak-andi og gleður. 16 Hlæðu meira. Ekkert er skemmtilegra en gott hláturskast. Kallaðu fram skemmtilegar minningar eða farðu á YouTube og skoðaðu fyndin myndbönd. 17 Hugleiddu. Hugleiðsla hjálpar okkur að koma hugsunum okkar í lag. 18 Haltu í höndina á einhverjum. Það er gott og gefandi að leiða. 19 Fáðu þér kaffibolla. Ef þú drekkur kaffi þá er góður kaffibolli alltaf eitthvað sem gleður. 20 Hættu að borða ruslmat.Óhollur matur gerir okkur leiðari. Borðaðu hollan mat. 21 Farðu í hálftíma göngutúr.Hreyfing kemur skikki á hugsanir okk- ar. Farðu í stuttan göngutúr (eða langan). 22 Skipuleggðu frí. Það þarf ekki að vera svo dýrt að fara í frí. Það er líka sniðugt að plana fríið fram í tímann og safna sér vel fyrir. Það eru líka fjölmargar ódýrar leiðir, um að gera að skoða vel og gefa sér góðan tíma. 23 ... og svo þegar kemur að því að fara í fríið – njóttu þess þá! Ekki skipuleggja það um of en heldur ekki of lítið þannig að tíminn nýtist ekki. Fyrst og fremst hafðu það eftir þínu höfði. 24 Farðu í nudd. 25 Farðu út í náttúruna. Andaðu að þér ferska loftinu og njóttu þess að vera úti. 26 Lestu þér til skemmtunar. Góð og skemmtileg bók gleður. Taktu fram uppáhalds bókina þína og lestu hana aftur. 27 Hættu að kíkja endalaust á símann þinn. Margir eru búnir að þróa með sér þann leiðindaávana að vera alltaf að kíkja á símann. Gefðu símanum smá frí og njóttu frelsisins. 28 Hrósaðu. Það er gott að hrósa og það er líka gott að fá hrós. 29 Farðu að versla. Kannski ekki það besta í stöðunni alltaf en getur oft á tíðum létt lundina töluvert, reyndar budduna líka. 30 Þróaðu með þér betri siði. Þetta kann að taka lengri tíma en það getur verið gott að koma sér upp ákveðnum venjum til þess að skapa sér hamingjusamara líf. 31 Svefn er mikilvægur. Temdu þér góðar svefnvenjur. Það eru allir hamingjusamari eftir góðan nætursvefn. Lífið er svo miklu léttara ef maður er vel sofin/n. 32 En ekki sofa of lengi. Farðu snemma að sofa og snemma á fætur. 33 Búðu umrúmið þitt á morgnana. 34 Borðaðumorgunmat. 35 Passaðu að koma inn sjö skömmtum af ávöxtum og grænmeti í matarræðið á hverjum degi. 36 Borðaðu utandyra. Ef veðrið er bærilegt nýttu þér það þá og borðaðu hádegismatinn utandyra. Ferskt loft og næring klikkar ekki. 37 Finndu tíma fyrir líkams-rækt. Farðu fyrir vinnu, í hádeginu eða eftir vinnu. Það hafa allir klukkutíma á dag; vertu minna í tölvunni og meira í ræktinni. 38 Takmarkaðu Facebook -notkun þína og aðra netnotkun. Settu þér ákveðinn tíma yfir það hversu miklum tíma þú mátt eyða á samfélags- miðlum á degi hverjum. 39 Í enda hvers dags, skrifaðu þá niður þrjá góða hluti sem gerðust þann daginn. 40 Vertu stolt/ur af afrekum þínum. Ekki gera lítið úr því sem þú gerir vel. Ekki tala þig niður heldur upp. 41 Takmarkaðu sjónvarpstí-mann. Það er auðvelt að gleyma sér fyrir framan sjónvarpið. Reyndu að gera uppbyggilega hluti í stað þess að gleyma þér fyrir framan sjónvarpið tímunum saman. 42 Langtíma lífsstílsákvarð-anir og breytingar Þetta ætti fólk að hafa í huga til langs tíma. Hvað gerir okkur hamingjusöm? n Þetta gerir hamingjusamt fólk n 62 hlutir sem hamingjusamir mæla með n Hugleiðsla, sjálfsrækt, góð samskipti og hlátur mikilvægir þættir Ö ll þráum við líklega að vera sem hamingjusöm- ust. Það hvernig við lif- um lífinu og hvernig við veljum að haga hlutun- um hefur heilmikið með það að gera hversu hamingjusöm við erum. Hér er listi frá vefsíðunni Business Insider þar sem teknir voru saman hlutir sem hamingju- samt fólk segist gera: Sjö leiðir að hamingju Tímaritið Cosmopolitan bendir lesendum sínum á sjö leiðir til þess að öðlast ham- ingju. Sjö atriði sem eru lykil- þættir í leitinni að betra lífi. Góður vinahópur. Samkvæmt dr. Dav- id Niven, höfundi The 100 Simple Secrets of Happy People, er vinskapur ein helsta ánægja lífsins. Sam- kvæmt honum getur fólk virki- lega verið það sjálft í kringum fólk sem það þekkir. En til að rækta vinskap þarf þolinmæði og gagnkvæma virðingu. Ævintýri nauðsynleg. Ef þú hugsar til baka þegar þú varst í framhalds- eða háskóla, hver er uppá- halds minningin þín? Þori að veðja að það var ekki þegar þú lærðir rosalega mikið og fékkst tíu. Taktu áhættur, skemmtu þér og gerðu eitthvað óhefð- bundið. Þannig verða bestu minningarnar til. Hentu draslinu. Pen- ingar og dótið sem þú getur keypt með þeim munu ekki færa þér hamingju. Þegar ríkir Bandaríkjamenn svöruðu könnun reyndust þeir jafn hamingju- eða óhamingju- samir og allir aðrir. Þegar fólk hefur lítið á milli handanna hefur það tilhneigingu til þess að hugsa of mikið um skort frekar en hvað það í raun á. Gefðu þér frí, en ekki of mikið. Að keyra sig út alla daga, alltaf, mun enda illa. Það hefur áhrif á skapið. En að hanga á sófanum er litlu skárra. Að leggja hart að sér er mikilvægt ef það fer ekki fram úr hófi. Tilfinningin sem fylgir vel unnu verki er mikilvæg þegar kemur að hamingju. Leyfðu þér eitthvað. Til að ná langt og þrífast er agi nauðsynlegur. Að mæta á réttum tíma í vinnuna, stunda reglulega hreyfingu og borga reikningana. En stund- um þarf bara að fá sér ís, fara í spa eða kaupa sér skó. Elskaðu þig. Eina sem er ekki umsemjanlegt er að elska sjálfan sig. Grunn- forsenda hamingju er að líka vel við sjálfan sig. Hvernig áttu að geta elskað aðra eða gefið ást ef þú fyrirlítur sjálfa(n) þig? Við erum gjörn á að dæma okkur mun harðar en aðra. Taktu ákvörðun. Á ég að velja kjúkling eða fisk? Hefði ég ekki átt að velja kjúkling? Á hverjum degi efumst við um eigin ákvarðanir og teljum okkur trú um að grasið sé grænna hinum megin. Í þetta eyðir fólk ómældri orku og tíma. Í stað þess að treysta sér til að taka ákvarðanir og meta eigin hagsæld. 1 2 3 4 5 6 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.