Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 8.–10. júlí 201418 Fréttir Erlent
Swett til sölu
Smábærinn
n Kostar rúmar 45 milljónir króna n Kráin trekkir að n Allt fylgir með
H
afi þig einhvern tímann
dreymt um að eiga eigin
kaupstað gæti sá draumur
orðið að veruleika fljótlega.
Síðar í þessum mánuði fer
smábærinn Swett í Suður-Dakóta í
Bandaríkjunum í sölu og er uppsett
verð 400 þúsund Bandaríkjadalir,
eða rúmar 45 milljónir króna. Vænt-
anlegur kaupandi mun eignast allt
sem tilheyrir bænum.
Leiðinleg ákvörðun
Núverandi eigandi Swett heitir Lance
Benson og segist hann í samtali við
Rapid City Journal ætla að selja bæ-
inn til að geta einbeitt sér að ferða-
þjónustufyrirtæki sínu sem hann
rekur. „Mér finnst leiðinlegt að þurfa
að losa mig við þetta, en ég verð ein-
faldlega að gera það,“ segir hann. Eðli
málsins samkvæmt er bærinn ekki
sérstaklega stór. Í honum er þó bar,
smiðja, rúmgott íbúðarhús og nokk-
ur hjólhýsi. Helstu verðmætin felast
þó í landinu sem bærinn stendur á
en það er tveir hektarar að stærð.
Hrörleg hús
Swett er ekki eini smábærinn í
Bandaríkjunum sem hlotið hef-
ur þessi örlög, að vera seldur hæst-
bjóðanda. Þannig greindi DV frá
því í nóvember á síðasta ári að smá-
bær í Plumas-sýslu í norðurhluta
Kaliforníu yrði seldur á 225 þús-
und Bandaríkjadali, eða 27 millj-
ónir króna. Þó að íbúafjöldi Swett
hafi aldrei verið mikill bjuggu þar
40 manns í byrjun fimmta áratugar
síðustu aldar. Þá var þar pósthús,
nokkur íbúðarhús og matvöruversl-
un. Í dag er lítið annað í bænum en
nokkur hrörleg hús líkt og að framan
greinir.
Þrjú með Daisy
Upp úr fimmta áratug liðinnar ald-
ar fór íbúum Swett fækkandi jafnt
og þétt þar til aðeins einn íbúi var
skráður til heimilis þar. Svo fór að
Benson keypti bæinn – og allt sem
honum tilheyrir – árið 1998. Þegar
hann skildi við eiginkonu sína fékk
hún eignarhaldið áður en Benson
endurheimti hann aftur árið 2012.
Þannig standa málin í dag. Ben-
son og núverandi eiginkona hans
búa steinsnar frá krá bæjarins og
eru þau einu skráðu íbúarnir í bæn-
um. „Við erum þrjú með Daisy,“
gantast Bens on í samtali við blaða-
mann Rapid City Journal og bendir
á Rottweiler-hundinn sem þau eiga.
Kráin trekkir að
Þó að í bænum sé ekki margt um
að vera er kráin alla jafna vel sótt af
íbúum í nágrenninu. Þegar blaða-
maður kíkti í heimsókn iðaði krá-
in af lífi. „Það má segja að hér endi
þjóðvegurinn og villta vestrið byrj-
ar,“ sagði Gerry Runnels, gestur á
barnum. Á þessum bar fékk afi hans
sér hressingu þegar bærinn iðaði af
mannlífi fyrir margt löngu og á þess-
um bar lærði Runnels réttu hand-
tökin við að spila billjard. Þó að íbú-
um bæjarins hafi fækkað niður í
nánast engan hefur pöbbinn ávallt
haldið sínum sessi meðal íbúa í ná-
grenninu. Stemningin á pöbbnum
hafi breyst í gegnum tíðina. „Núna
er þetta staður þar sem hægt er að
setjast niður með fjölskyldunni.
Áður var það þannig að þú þurft-
ir að verja fjölskylduna þína,“ segir
Runnels. n
Til sölu Bærinn verður boðinn til sölu síðar í þessum mánuði. Eigandinn, Lance Benson, vonast til að fá jafnvirði 45 milljóna króna fyrir
hann.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Fastagestur Gerry Runnels hefur vanið komu sína á barinn frá því að hann var barn. Þegar
hann var sjö ára lærði hann réttu handtökin í billjard á barnum.
„Við erum þrjú
með Daisy
Lést eftir
árás hunds
Tveggja ára stúlka lést eft-
ir að hafa verið bitin af hundi á
hundaræktunarheimili í Selbu í
Noregi um helgina. Atvikið átti
sér stað á föstudag og var stúlkan
flutt mjög illa slösuð á sjúkrahús.
Hún lést af sárum sínum síðdegis
á laugardag eftir að hafa gengist
undir aðgerð. Móðir stúlkunnar
segir að stúlkan og átta ára syst-
ir hennar hafi verið að leika sér
á trampólíni þegar eldri systir-
in hafi ákveðið að fara inn í búr
til að gefa hundunum vatn að
drekka. Um tuttugu hundar voru
í búrinu. Yngri stúlkan elti þá
eldri inn í búrið, féll um koll og í
kjölfarið var hún bitin í hálsinn.
Lögreglan er með málið til rann-
sóknar.
Elgur ruddist
inn í hús
Elgur olli talsverðum skemmd-
um í húsi í suðurhluta Svíþjóðar
á mánudag þegar hann stökk inn
um glugga á húsinu. Sést hafði
til elgsins skammt frá Helsing-
borg og virðist hann hafa fælst
þegar hann varð var við vegfar-
endur. Í frétt The Local kemur
fram að elgurinn hafi stokkið inn
um glugga á næsta íbúðarhúsi.
Sem betur fer var enginn í hús-
inu. Lögregla var fljót á staðinn
og kom þá í ljós að hann hafði
skorist illa þegar hann stökk í
gegnum gluggann. Lögregla taldi
öruggast að skjóta dýrið og var
það gert.
Fékk að horfa á
flugelda og flúði
Fangi í Missouri í Bandaríkjun-
um slapp úr haldi fangavarða
eftir að honum og átta öðrum
föngum var hleypt út til að horfa
á flugeldasýningu á þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjamanna, 4. júlí.
Maðurinn, Jason McClurg, var í
fangelsi vegna gruns um að hafa
orðið eiginkonu sinni að bana.
Sem betur fer tókst lögreglu að
finna McClurg fljótlega og var
hann handtekinn á sunnudag,
tæpum tveimur dögum eftir að
hann flúði. Fangavörðurinn sem
heimilaði föngunum að njóta
sýningarinnar utandyra hefur
verið rekinn.
Þ
rjátíu og tvegja ára strand-
vörður á Newport Beach í
Kaliforníu í Bandaríkjunum
drukknaði þegar hann reyndi
að bjarga manni í vanda í sjónum
á sunnudag. Strandvörðurinn, Ben
Carlson, hafði starfað sem strand-
vörður frá 17 ára aldri.
Los Angeles Times greinir frá
því að Ben hafi komið auga á mann
í vanda í sjónum en ölduhæð var
mikil á sunnudag. Hann dýfði sér
til sunds en í þann mund sem hann
kom að manninum skall stór alda á
þeim sem dró þá undir yfirborðið.
Maðurinn sem Ben reyndi að bjarga
komst að sjálfsdáðum í land en Ben
ekki. Mikill öldugangur hafði gert
strandvörðum erfitt fyrir um helgina
og hafði annar maður verið nálægt
drukknun á laugardag. Á sunnudag
náði ölduhæðin allt að þriggja metra
hæð.
Umfangsmikil leit bar ekki árang-
ur fyrr en nokkrum klukkustundum
síðar og var Ben fluttur strax á spítala
þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Um tuttugu og fimm manns tóku þátt
í aðgerðunum. „Þetta er mikill harm-
leikur. Ben var mikilsvirtur einstak-
lingur og mjög fær í sínu starfi,“ sagði
Scott Poster, varðstjóri hjá slökkvi-
liðinu á Newport Beach, í samtali við
NBC. Strandverðir hafa gætt öryggis
gesta á Newport Beach í um hund-
rað ár og er Ben sá fyrsti sem deyr við
skyldustörf á ströndinni, að sögn Los
Angeles Times. n
Strandvörður lést í björgunaraðgerð
Lést Ben hafði starfað sem strand-
vörður á Newport Beach frá 17 ára
aldri. Hann var 32 ára þegar hann lést.
Sá fyrsti sem deyr við skyldustörf á Newport Beach í yfir hundrað ár