Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 8.–10. júlí 2014 Rýmdu deild eftir að fangi var „kitlaður“ n Öryggisálma rýmd undir Stefán Blackburn n Dæmdir í Stokkseyrarmálinu Þ riggja manna deild á Litla- Hrauni var rýmd nýlega vegna uppákomu sem kom upp á milli Stefáns Black- burn og Stefáns Loga Sí- varssonar annars vegar og eins samfanga þeirra hins vegar, á með- ferðargangi Litla-Hrauns. Heimildir DV herma að fangelsismálayfirvöld líti á uppákomuna sem slagsmál og að málið sé talið alvarlegt. Fangaverðir á Litla-Hrauni sáu ástæðu til að taka Stefán Loga og Stefán af meðferðarganginum, en öryggisdeild fangelsisins var rýmd og Stefán Blackburn vistaður á henni. Stefán Logi var samkvæmt heimildum DV vistaður í annarri byggingu en síðar færður aftur inn á meðferðarganginn. Ætluð fyrir erfiða fanga Stefán og Stefán Logi fengu báð- ir sex ára dóm í Stokkseyrarmál- inu, en þeir höfðu sig mest frammi í því. Í málinu voru tveir menn svipt- ir frelsi og annar þeirra pyntaður í heilan sólarhring í fyrrasumar. Öryggisdeildin er ætluð fyrir „erfiða fanga“. Þó er ekki algengt að deildin sé notuð í því skyni, heldur sitja þar venjulega fangar sem hafa ekki verið vistaðir þar af öryggisá- stæðum. Það er gert til að nýta plás- sið enda bíður mikill fjöldi fanga af- plánunar, alls biðu 463 afplánunar í lok ágúst í fyrra. „Geðþóttaákvörðun“ Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, formaður Stoða, hagsmunasam- taka fanga, segir í samtali við DV að „geðþóttaákvörðun“ Tryggva Ágústssonar deildarstjóra hafi ráðið því að Stefán var vistaður í öryggis- álmunni. Hann og Stefán Logi hafi verið að „kitla“ samfanga. Sá hafi ekki verið að kvarta undan þeim og að atvikið hafi náðst á öryggis- myndavél. Viðbrögð fangavarða hafi verið harkalegri en tilefni hafi verið til. „Það var þarna félagi þeirra sem var að fara í opið úrræði, og það er hefð fyrir því að fangar séu svona kitlaðir og eitthvað smá pústað- ir áður en þeir fara í slíkt. Og þeir voru eitthvað að leika sér þarna í sófanum niðri á meðferðardeild og Tryggvi ákvað bara að þarna hafi farið fram misþyrming og slags- mál,“ segir Þórhallur. „Þetta er svolítið skrýtið dæmi. Maðurinn sem átti að hafa orðið fyrir barðinu á Stefáni Blackburn var ekkert að kvarta undan mann- inum. Þetta geðþóttavald sem ríkir í reglum og lögum fangelsanna er orðið svolítið mikið. Þeir geta túlk- að hlutina eftir eigin geðþótta.“ „Hafa rétt til að kæra allar ákvarðanir“ „Við erum með svokallaða öryggis- deild. Ef allt er í lagi þá er hún bara notuð undir menn enda er mikill þrýstingur á kerfið,“ segir Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri og staðgeng- ill Margrétar Frímanns- dóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns, sem er um þessar mund- ir í sumarfríi. Komi hins vegar upp atvik sem nauðsynlegt sé að bregðast við er viðkomandi vistaður á öryggisdeildina – réttindi hans skert – og þá þarf að sögn Tryggva að færa þá fanga sem fyrir eru og hafa full réttindi. Að vista menn á ör- yggisdeild er vægara úrræði en að setja þá í einangr- un. „Eingangr- unarvistanir eru agaviðurlög sem byggjast á lögum. Svo er þessi öryggis- deild, það eru sér reglur um hana. Ef menn hafa kannski hag- að sér þannig þá höfum við notað hana, stundum,“ segir Tryggvi. Menn geti verið í eitt og hálft ár samfellt á öryggisdeild, samkvæmt gildandi reglum Fang- elsismálastofnunar, en samkvæmt lögum má aðeins vista menn í ein- angrun í fimmtán daga samfleytt. „Svo hafa þeir náttúrlega sinn rétt til að kæra allar okkar ákvarðanir.“ Enginn í álmunni Tryggvi sagði í samtali við DV á mánudag að enginn væri í öryggis- álmunni. Hann vildi ekki tilgreina hver hafi verið vistaður þar eða hvenær einhver hafi verið vistað- ur, enda sé fangavörðum óheimilt að gefa slíkt upp vegna persónu- verndar. Spurður um hvort deild hafi verið rýmd vegna hegðunar ótilgreinds fanga segir Tryggvi: „Ég myndi nú ekki nota orðið „rýma“ í þessu skyni, en fangar hafa ver- ið færðir á milli deilda.“ Forstöðu- manni fangelsisins er heimilt í „öryggisskyni“ eða „vegna sér- stakra aðstæðna“ að flytja fanga á milli deilda. n Sex ára dómur Stefán Blackburn (t.v.) og Stefán Logi Sívars- son við þingfestingu Stokkseyrarmálsins. Mynd SiGtryGGur Ari Geðþóttaákvörðun Þórhallur Ölver Gunnlaugsson er formaður Stoða, hagsmunasamtaka fanga, en hann er einnig í Afstöðu, trúnaðarráði fanga. Löng brotasaga Höfuðkúpubraut leigubílstjóra 15 ára gamall Stefán Blackburn á að baki langa brota- sögu þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gam- all. Hefur hann verið vistaður í fangelsi stóran hluta unglingsáranna. Stefán hefur brotið fíkniefnalög, umferðarlög, hann hefur beitt fólk ofbeldi og hótað því. Stefán var dæmdur fyrir að berja leigu- bílstjóra í höfuðið með hamri árið 2007. Stefán var þá fimmtán ára gamall en hann höfuðkúpubraut bílstjórann. Árið 2012 var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í kjallaraíbúð árið 2010, í félagi við tvo aðra, þar sem fyrir voru fimm drengir að spila tölvuleiki. Stefán mundaði hafnaboltakylfu, hótaði að drepa þá eða berja, og komust hann og félagar hans undan með tölvubúnað, töskur, hátalara- kerfi og farsíma. Fyrir þetta fékk Stefán tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hinn 21. júní í fyrra fékk Stefán 14 mánaða dóm fyrir að hafa ekið ítrekað undir áhrifum fíkniefna. Hann fékk svo sex ára dóm fyrir mis- þyrmingar og ofbeldi í Stokkseyrarmálinu í febrúar. Símon Örn reynisson simon@dv.is „Tryggvi ákvað bara að þarna hafi farið fram misþyrming og slagsmál. Runnu á lyktina Lögreglumenn á ferð um Stokks- eyri töldu sig finna lykt af kanna- bisræktun á ferð sinni um þorpið síðastliðinn föstudag. Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að fíkniefnaleitarhundurinn Buster hafi verið sóttur og leiddi hann lögreglumenn að tilteknu húsi í þorpinu þar sem knúið var dyra og heimilaði húsráðandi leit þar. Við leitina fundust kannabis- plöntur á ýmsum stigum rækt- unar, allt frá því að vera um 5 sentímetrar á hæð og upp í 1,5 metra háar. Plönturnar reyndust í heild á annað hundraðið en af þeim voru 48 um 70 sentímetrar eða stærri. Hannes skrifar um hrunið Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gert samning við Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands um að meta „erlenda áhrifaþætti á bankahrunið“. Hannes Hólm- steinn Gissurarson mun hafa umsjón með verkefninu. „Innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrr- um seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis o.fl,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. „Hvað íslenska banka og fyr- irtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum ís- lenskra banka og forsvarsmönn- um slitastjórna bankanna.“ Verk- ið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbún- ingur hófst haustið 2013. Af með skítinn á með Aktu inn í sumarið áhreinum bíl! Kíktu inn á www.lodur.is og kynntu þér glænýjar staðsetningar Löðurs! www.lodur.is - Sími 544 4540 12 STAÐIR Nú er Löður á 12 stöðum + 1 á Akureyri +1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.