Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 8.–10. júlí 201410 Fréttir Fjölskyldufyrirtæki urðu eldinum að bráð n „Sama lykt og sjötíuogfimm“ n Sagan endurtekur sig í Skeifunni n Verslunareigendur staðráðnir í að halda áfram n „Meðan allir eru heilir er hægt að bæta allt“ F önn, Rekstrarland og Griff- ill eru þau fyrirtæki sem fóru verst út úr brunanum í Skeif- unni á sunnudagskvöld. Verslunarstjórar, starfsmenn og eigendur fyrirtækjanna horfðu ráðalausir upp á eldinn rústa heilli byggingu, en slökkviliðsmenn réðu niðurlögum hans áður en fleiri fyrir- tæki urðu eldinum að bráð. „Ég sá reykinn út um eldhús- gluggann,“ segir Hjördís Guðmunds- dóttir, systir Ara Guðmundssonar, eiganda og framkvæmdastjóra efna- laugarinnar Fannar ehf., í samtali við DV. Hjördís hefur hjálpað til og svar- að fyrir hönd fyrirtækisins undan- farna daga, enda hefur bróðir henn- ar í nógu að snúast. „Hann er bara á fullu að reyna að bjarga fyrirtækinu.“ Faðir Hjördísar og Ara stofn- aði fyrirtækið árið 1960, en fyrstu árin hafði það aðsetur í bakhúsi að Fjólugötu 19b þar sem fjölskyldan bjó. Einungis þrír starfsmenn störf- uðu hjá fyrirtækinu sem flutti á Lang- holtsveginn og þaðan í Skeifuna árið 1982. Enginn bilbugur Þótt bruninn hafi verið mikið reiðar- slag láta systkinin engan bilbug á sér finna. „Nei, við ætlum ekki að hætta starfsemi. Nú veltum við bara fyrir okkur hvernig megi koma þessu aftur af stað,“ segir Hjördís. Henni brá verulega þegar hún frétti af brunanum. Þegar Hjördís mætti á vettvang kom það henni á óvart hve margir höfðu lagt leið sína í Skeifuna. „Það er hálfsorglegt að fólk skuli hafa látið sér detta í hug að mæta með börnin sín á staðinn. Annars hugsar maður auðvitað mest um alla sem vinna í húsinu og vita ekki hvert framhaldið verður,“ seg- ir hún. „En það er mildi að enginn var inni og enginn slasaðist. Nú erum við að taka stöðuna og reyna að finna út úr því hver næstu skref eru. Eitt er víst, við ætlum ekki að hætta.“ Lagerinn alelda Rekstrarland, verslun sem selur rekstrar- og hreinlætisvörur, er rúst- ir einar eftir viðburði helgarinnar. „Ég veit ekki almennilega hvar ég á að byrja,“ segir Benedikt Ragnars- son, verslunarstjóri Rekstrarlands, aðspurður hvernig honum líður eftir brunann. Benedikt hefur gegnt lykil- hlutverki í að koma fyrirtækinu á fót en það er dótturfélag Olís. Benedikt var heima hjá sér í róleg- heitunum þegar honum bárust frétt- irnar. Sonur hans, sem býr í Hafnar- firði, sá reykinn út um gluggann og las svo fréttir á netinu. „Hann hringdi og sagði: „Ertu búinn að sjá fréttirn- ar, pabbi?“ Svo skoðaði ég myndir af brunanum og hraðaði mér út úr húsi,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég keyrði niður eftir og var einn af þeim fyrstu sem mættu á vettvang. Þegar ég kom að búðinni var lagerinn á bak við hana alelda. Hann var enn þá al- elda þegar ég fór í burtu á tólfta tím- anum.“ Mannauðurinn dýrmætastur Benedikt er enn að jafna sig eftir áfall- ið á sunnudag. „Það eru svo miklar tilfinningar bundnar við þetta, enda hefur maður verið að setja upp versl- unina í rúmt ár. Mann langar helst að gráta. En nú þurfum við bara að halda áfram ótrauð. Við erum með öflugan lager og þetta ætti ekki að hafa áhrif á viðskiptavini okkar. Við misstum þessa fínu verslun, en við höfum starfsfólkið enn og ætlum að opna aðra verslun eins fljótt og auðið er, vonandi í þessari viku, ef ekki þá í næstu.“ Rekstrarland hefur opnað þjón- ustuborð í Höfðatorgi. „Tjónið er auðvitað gríðarlegt enda var allt þarna inni glænýtt. Félagið er samt tryggt fyrir þessu og það dýrmætasta sem við eigum er auðvitað mannauð- urinn. Meðan allir eru heilir þá er hægt að bæta allt.“ Slökkviliðshetjur Benedikt segir að það hafi ver- ið ánægjulegt að setja upp versl- un Rekstrarlands í Skeifunni og við- tökurnar hafi verið góðar. „Við höfum verið að selja ungum mæðrum mikið af vörum, bambúbleiurnar og fleira, og þetta var orðinn reglulegur við- komustaður margra þeirra. Það hef- ur verið gaman að taka á móti yngsta fólkinu. Nú opnum við á nýjum stað og reynum að láta engan bilbug á okkur finna. Olís er stór fjölskylda og við erum mjög samhent. Nú verða allar hendur á lofti og við komum þessu aftur í gang. Það verður von- andi bara gaman,“ segir hann og bæt- ir því við að slökkviliðið eigi þakkir skildar. „Það er ómetanlegt starf sem þessir menn vinna; að fara í vinnuna og eiga von á svona löguðu er ótrú- legt.“ „Fýla og vatn“ Bjarni Ragnar Brynjólfsson, gjaldkeri Húnvetningafélagsins, segir að hús- næði félagsins hafi sloppið vel, þökk sé hugrökkum slökkviliðsmönnum „Ytri rúðan er sprungin að norðan- verðu en innri rúðan hélt, svo það mátti greinilega ekki miklu muna,“ segir hann. „Þeir eiga mikið hrós skil- ið, slökkviliðsmennirnir sem náðu að verja húsið.“ Starfsmaður Arrow ECS, dansks hugbúnaðarfyrirtækis, sem er með litla skrifstofu á þriðju hæð, hefur sömu sögu að segja. „Hjá mér eru bara vatnsskemmdir á gólfi og reyk- ur,“ segir hann. „En ég held að ég sé á meðal þeirra heppnari í húsinu. Hér er bara fýla og vatn.“ Hann fór í Skeif- una á sunnudagskvöld og segir að óþægilegt hafi verið að fylgjast með atburðunum. „Nóg af brunum“ Stilling er eitt elsta fyrirtækið sem starfar í Skeifunni, fjölskyldufyrir- tæki sem stofnað var árið 1960. Júl- íus Bjarnason, sonur eins af stofn- endum þess, er framkvæmdastjóri í dag. „Það er svo sem ekki mikið að segja. Hér er bara lokuð verslun, full af sóti og drullu,“ segir hann í sam- tali við DV og bætir því við að líklega verði verslunin ekki opnuð aftur fyrr en eftir meira en mánuð. Fyrirtækið sé samt með fimm aðrar verslanir á landinu. „Þetta er í annað sinn sem við lendum í bruna hér í Skeifunni,“ seg- ir Júlíus og bendir á að Stilling lenti í hremmingum árið 1975. „Þá vor- um við með bílaverkstæði þar sem Fönn er núna. Þegar lögreglan hr- ingdi í gærkvöldi [sunnudag, innskot blaðamanns] þá fékk maður dálítið „desjavú“. Við erum eiginlega búin að fá nóg af brunum hérna.“ Fjallað er nánar um eldsvoðann árið 1975 hér til hliðar en þá birtist einmitt viðtal við föður Júlíusar sem lýsti tjóninu. „Við sluppum reyndar frekar vel,“ segir Júlíus og bætir því við að nær „Desjavú“ Sagan endurtekur sig Gríðarlegt tjón varð í eldsvoða á ná- kvæmlega sama stað fyrir tæplega 40 árum. Í Dagblaðinu var brunanum lýst á þessa leið: „Kom eldurinn upp í húsnæði teppaverzlunarinnar Persíu sem varð brátt alelda. Breiddist eldurinn út í gegnum timburþil og yfir í bílaverkstæðið Stilling hf. sem gjöreyðilagðist.“ Þá var haft eftir fólki að það hefði heyrt sprengingar, en það sama var upp á teningnum um helgina þegar gassprengingar urðu. Árið 1975 tók aðeins tvo tíma að slökkva eldinn og um 40 til 50 manns réðu niðurlögum hans. Sagan endurtekur sig Bruni varð á sama stað í Skeifunni hinn 20. október árið 1975. Allt farið „Mann langar helst að gráta,“ segir Benedikt Ragnarsson, verslunarstjóri Rekstrarlands, sem ætlar þó að halda ótrauður áfram. Halda áfram Þótt áfallið sé mikið er engan bilbug að finna á Hjördísi. „Nú veltum við bara fyrir okkur hvernig megi koma þessu aftur af stað.“ Man eftir fyrri brunanum Júlíus var ungur að árum þegar Stilling lenti í hremm- ingum árið 1975. „Við erum eiginlega búin að fá nóg af brunum hérna,“ segir hann. Allt í rúst Svona var umhorfs í Griffli eftir brunann. MyNd Sigtryggur Ari Kynslóðaskipti Dagblaðið ræddi við Bjarna Júlíusson, föður Júlíusar, sem er núverandi framkvæmdastjóri Stillingar, árið 1975. Júlíus man eftir atburðunum eins og þeir hafi gerst í gær. Jóhann Páll Jóhannsson Hjálmar Friðriksson johannp@dv.is / hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.