Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 8.–10. júlí 2014 Grannur, hugrakkur og kynþokkafullur Af hverju má Elín Hirst? Var staddur í Hagkaup í Skeifunni – Leoncie sem leitar að manni til að leika í tónlistarmyndbandi. – Facebook. – Jón Gnarr um mannanafnanefnd og óréttlæti. – Facebook. – Stefán Már Kristinsson aðstoðarvarðstjóri sem slökkti eld á stuttbuxum. – Vísir.is Síðasta hægristjórnin? F lestar skoðanakannanir frá síðustu kosningum mæla Framsóknarflokkinn á kunn- uglegum slóðum, með rúm- lega tíu prósenta fylgi. Hinn mikli sigur hans 2013 er líklegast kominn til af sögulega einstökum viðburði, það að Icesave-dómurinn féll í tæka tíð fyrir kosningar og ólík- legt að eitthvað álíka muni endur- taka sig. En þetta eru fréttir fyrir fleiri en framsóknarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið með um 25 prósenta fylgi allt frá hruni, sem er talsvert minna en hann hafði á velmektarárum sínum og ekkert bendir til þess að hann bæti við sig í bráð. Hið klassíska stjórnarfar undanfarinna áratuga, með Sjálfstæðisflokkinn í hátt í 40 prósentum og framsóknarmenn bætandi því við sem vantar upp á í meirihluta, virðist því vera fyrir bí. Ef til vill er núverandi ríkisstjórn sú síðasta sem skipuð er þessum tveim flokkum einvörðungu. En vandi framsóknarmanna er meiri en þessi. Sem miðjuflokk- ur gat hann leitað hvert sem var og lengi vel voru bæði hægri- og vinstristjórnir svo til óhugsandi án aðkomu Framsóknar. Í seinni tíð hefur hann hins vegar komið sér kirfilega fyrir hægra megin við Sjálf- stæðisflokk, sem gerir það að verk- um að hann getur varla myndað ríkisstjórnir með öðrum. Vinstristjórn með þátttöku hans er óhugsandi. Sóley Tómasdóttir gaf það út rétt eftir borgarstjórnar- kosningar að hún myndi ekki setj- ast í stjórn með framsóknarmönn- um, og eru það tíðindi í landi þar sem enginn vill útiloka neitt fyrir- fram. Sömuleiðis sagði Guðmund- ur Steingrímsson (sem nú er loks- ins farinn að líkjast pabba sínum, sem leiðtogi öflugs miðjuflokks), að Björt framtíð ætti erfitt með að setjast í stjórn með framsóknar- mönnum en útilokaði ekki samstarf við sjálfstæðismenn. Þriggja flokka hægri-miðstjórn er því harla ólíkleg ef fram fer sem horfir. Ef til vill, eins og svo oft áður, eru því borgarmálin vísbending um það sem koma skal í landsmálun- um. Aldrei þessu vant er sú árátta vinstrimanna að kljúfa sig niður í sem flesta flokka þeim til gagns. Líklegt er að fleiri kjósi systurflokk- ana Samfylkingu og Bjarta framtíð hvorn í sínu lagi en myndu kjósa þá sem sameinaðan flokk, sem gef- ur þeim samanlagt meira vægi. Ef við bætast náttúrulegir samstarfs- flokkar eins og VG og Píratar er meirihlutinn nánast gulltryggður, en þessir fjórir flokkar hafa mun meira fylgi samanlagt en hinir tveir hefðbundnu vinstriflokkar landsins hafa oftast haft. Ef til vill munu hægrimenn því fara sömu leið og vinstrimenn hafa gert, að stofna nýjan flokk lengra út á miðju sem vissulega myndi taka fylgi af Sjálfstæðisflokknum en einnig frá BF og Samfylkingu. Þannig gætu hægriflokkarnir sam- anlagt náð meirihluta, tveir gamlir og einn nýr. Gallinn er hins vegar sá að sá hægri-miðjuflokkur sem er nú á teikniborðinu myndi ekki síst vera Evrópuflokkur. Því væri allt eins líklegt að hann myndi vilja mynda ríkisstjórn með miðju-vinstriflokk- unum um Evrópusambandsaðild. Hægri flokkarnir fara með völdin á Íslandi í dag eins og þeir hafa oft- ast gert. En það er erfitt að spá þeim bjartri framtíð. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari „Ef til vill er núver- andi ríkisstjórn sú síðasta sem skipuð er þessum tveim flokkum einvörðungu Myndin Hótel í Hjartagarði Framkvæmdir við byggingu hótels á Hljómalindarreit, sem oft var nefndur Hjartagarður, standa nú sem hæst. Um er að ræða 142 herbergja hótelbyggingu sem taka á í notkun næsta sumar. DV SiGtryGGur Ari Mest lesið á DV.is 1 Nýrri myndbönd: Eldur-inn stjórnlaus! Skeifan 11 brann nánast til grunna í eldsvoða á sunnudagskvöld 62235 hafa lesið 2 Húsið sem brann til grunna DV sýndi nærmyndir af átökum slökkviliðsins við eldinn 31244 hafa lesið 3 Myndband sagt sanna sakleysi Oscars Ástralskur fréttaskýringaþáttur fjallaði um mál Oscars Pistorius 26874 hafa lesið 4 Leitar að grönnum fola Leoncie undirbýr nýtt tónlistar- myndband 24501 hafa lesið 5 Aðstandandi Gunnars-systra talar um heila- þvott: „Þetta er ferlegt“ Dætur Gunnars hafa misst tökin á fjölskyldu- fyrirtækinu. 20132 hafa lesið Könnun Vilt þú fá Costco til landsins? 81,9% n Já n Nei n Hlutlaus n Veit ekki 625 AtKVÆÐi 11,4% 3,2% 3,5%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.