Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 8.–10. júlí 2014 Fréttir Erlent 17
Endalok Íraks
n Uppreisn súnníta n kúrdar nýta tækifærið n sjítar í vörn n Endalokin blasa við
Þ
rátt fyrir að vera ekki viður-
kennt af neinni þjóð í heim-
inum er Íslamska ríkið raun-
verulegt ríki með höfuðborg,
Raqqa í Sýrlandi, þar sem kross-
festingar hafa verið endurreistar. Það
landflæmi sem ríkið stýrir er stærra
en bæði það landsvæði sem ríkis-
stjórnir Sýrlands og Írak ráða yfir.
Svæðið teygir sig yfir bæði lönd og
hefur ríkið rækilega fylgt einu kjör-
orði þess, „útþensla og herseta“.
Hugmyndafræði Íslamska ríkisins
er stofnun sameiginlegs ríkis allra
þeirra sem aðhyllast Íslams og koma
á kalífadæmi, sem þeir lýstu yfir á
dögunum. Abu Bakr al-Baghdadi,
doktor í íslömskum fræðum, er leið-
togi og kalíf ríkisins. Íslamska rík-
ið hófst sem angi af al-Quaeda, en
hryðjuverkasamtökin fjarlægðu sig
frá Íslamska ríkinu þar sem það þótti
of öfgakennt fyrir al-Quaeda. Það
má skýra hve fyrirferðamikið ríkið
er í fjölmiðlum með því að það nýt-
ir samskiptamiðla í miklu mæli og
virðist hafa afbragðs almannatengla.
Íslamska ríkið er tvímælalaust sterk-
asti uppreisnarhópurinn í Írak. Sá
styrkur hefur margvíslegar skýringar.
Ríkustu öfgamenn í heimi
Þrátt fyrir ásakanir um að sterk-
efnaðir Sádi-Arabar standi undir
kostnað ríkisins þá hefur komið
í ljós að innstreymi komi fyrst og
fremst frá skattheimtu á yfirráða-
svæði þess. Veigamest hlýtur þó að
vera að fyrir tæpum tveimur vik-
um gerði ríkið allt fé og gull sem
geymt var í seðlabanka Mosul-
borgar upptækt er fylkingin hertók
borgina. Féð er metið á rúmlega
tvö hundruð og fimmtíu milljón
pund, fimmtíu milljarða króna sem
samsvarar þremur Hörpum. Óvíst
er hve mikið gull hafi verið geymt í
seðlabankanum en líklegt er að þar
bætist nokkrir milljarðar við.
Alþjóðaher
Áætlaður fjöldi vígamanna Ís-
lamska ríkisins er allt frá tvö þús-
und yfir í tíu þúsund. Miðað við
hernaðaraðgerðir þeirra nýver-
ið bendir flest til að efri mörkin
séu nær raunveruleikanum. Her-
menn ríkisins hafa fjölbreytan
bakgrunn en talið er að nærri þrjú
þúsund séu hvorki frá Sýrlandi né
Írak. Talið er að um þúsund Tétén-
ar og um fimm hundruð Evrópu-
búa berjist fyrir ríkið. Margir helstu
leiðtogar ríkisins koma frá Sádí-Ar-
abíu.
Douglas Ollivant, einn helsti
sérfræðingur í málum Írak, segir að
sýrlenska borgarastríðið hafi verið
sem og æfingarbúðir fyrir Íslamska
ríkið. „Ef þú berst við Hizballah í
nokkur ár þá annaðhvort deyrðu
eða verður betri. Þessi menn urðu
betri,“ sagði Ollivant í samtali við
Time. Ólíkt öðrum uppreisnarfylk-
ingum í Írak hefur Íslamska rík-
ið gott vopnabúr sem er að mestu
herfang frá sýrlensku ríkisstjórn-
inni.
„Útþensla og herseta“
Íslamska ríkið
Arfleifð Saddams
Hjálparhellur Íslams
Heilagir hermenn
Naqshbandi-bræðrareglan
Jamaat Ansar al-Islam
Mujahideen herinn
n
aqshbandi-bræðrareglan,
eða Jaysh Rijal al-Tariqa
al-Naqshbandia, er næst-
stærsta uppreisnarfylk-
ingin í Írak á eftir Íslamska rík-
inu. Izzat Ibrahim al-Douri,
fyrrverandi hægri hönd Sadd-
ams Hussein, er leiðtogi bræðra-
reglunnar en hugmyndafræði
hennar er nokkurs konar blanda
baathisma og súfisma. Markmið
bræðrareglunnar er að stofna
til sameiginlegs þjóðríkis allra
Araba byggða á þjóðerni en ekki
trú. Þrátt fyrir það notast bræðra-
lagið við orðræðu jihadista.
Bræðrareglan er arftaki Baathista
flokks Saddams Hussein sem
bannaður var í kjölfar innrásar
Bandaríkjamanna árið 2003.
Hægri hönd Leiðtogi Naqshbandi-bræðrareglunnar, Izzat Ibrahim al-Douri, var
með valdamestu mönnum í Írak meðan Saddam Hussein réði ríkjum.
Sigursælir Útþensla
Íslamska ríkisins síðastliðið
misseri hefur verið gífurleg.
Stýrir ríkið nú stærra land-
svæði en ríkisstjórn Írak.
F
yrir utan ríkisvaldið þá er
Jamaat Ansar al-Islam, sem ís-
lenska mætti sem þing hjálp-
arhellna Íslams, helsti keppi-
nautur Íslamska ríkisins í Írak. Líkt
og Íslamska ríkið segist hópur-
inn hafa endurreist kalífadæmið.
Hópurinn hafnar þó fullyrðingu Ís-
lamska ríkisins um að það sé raun-
verulegt ríki fremur en hópur. Til
átaka kom milli Jamaat Ansar og Ís-
lamska ríkisins á síðasta ári og hafa
fylkingarnar tvær um nokkurt skeið
eldað grátt silfur. Eftir stórsigra Ís-
lamska ríkisins síðastliðið misseri
hefur verið nokkur straumur liðs-
manna Jamaat Ansar yfir til Íslamska
ríkisins. Til marks um það lofuðu
margir liðsmenn Íslamska ríkinu
hollustu sína í stað þess að berjast
gegn ríkinu þegar það hertók Mos-
ul. Helsta valdasvæði Jamaat Ansar
al-Islam er í Kirkuk og Salahuddin
fylkjum.
M
ujahideen herinn á
rætur að rekja aft-
ur til innrásar Banda-
ríkjamanna árið 2003.
Helsta markmið hersins er, líkt
og hjá öðrum uppreisnarmönn-
um, að kollvarpa ríkisstjórn-
inni. Það sem aðskilur her hinna
meintu heilögu hermanna er að
þeir eru sérlega fjandsamleg-
ir í garð sjíta. Ýmislegt bendir til
að í seinni tíð hafi Mujahideen
herinn stofnað til sambands
við Jamaat Ansar al-Islam til að
sporna gegn Íslamska ríkinu
sem herinn telur of öfgakennda.
Til marks um það samstarf má
greina ákveðna samhæfing fylk-
inga í Kirkuk og nágrenni. Muja-
hidden herinn leggur mikla
áhersla á samstarf við ættbálka.
Þrátt fyrir togstreitu á milli
Mujahideen hersins og Íslamska
ríkisins hefur enn ekki kom-
ið til átaka. Helsta vígi þeirra er
borgin Al-Karmah í nágrenni
Falluja.
Skjaldamerki Innsigli Mujahideen
hersins sýnir boðskap þeirra í skru
myndmáli.
Stríðsmenn Íslam Jamaat Ansar al-Islam
er helsti keppinautur Íslamska ríkisins.
Verð á olíu
hækkar ekki
Þó svo að uppreisnarmenn í Írak
hafi beint spjótum sínum að olíu-
hreinsunarstöðvum hefur það ekki
leitt til hækkandi olíuverðs. Írak er
það ríki sem flytur út einna mest af
olíu í heiminum og
því mætti ætla
að skakkaföll
í framleiðslu
eða útflutn-
ingi myndu
skila sér í
hærra verðlagi.
USA Today
benti á það á mánudag að olíuverð
sé nú um það bil það sama og það
var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir
þessu, að sögn USA Today, er sú að
langstærsti hluti framleiðslunnar í
Írak á sér stað í suðurhluta landsins,
fjarri uppreisninni. „Framleiðslan er
mjög dreifð um landið,“ segir Richard
Mallinson stjórnmálafræðingur.
Hann bendir á að 85 til 90 prósent
af olíuframleiðslunni eigi sér stað í
suðurhluta landsins en aðeins lítill
hluti í norðri. Ekki er búist við því að
uppreisnarmenn muni færa sig suður
í bráð og þangað til ætti heimsmark-
aðsverð á olíu að standa nokkurn
veginn í stað.