Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 8.–10. júlí 2014 Líður illa með hugsun- um sínum Samkvæmt nýrri rannsókn, sem framkvæmd var við háskólann í Virginíu og Harvard, vilja flest- ir hafa eitthvað að gera, jafnvel skaða sig, en að sitja einir með hugsunum sínum. Sálfræðingurinn Timothy Wil- son og félagar komust að því að þátttakendum leið ekki vel ein- um með ekkert að gera nema íhuga, hugsa og láta sig dreyma. Þegar þeir gátu hlustað á tónlist eða fiktað í síma leið þeim mun betur. Sumir völdu frekar að fá vægan rafmagnsstraum í sig en að hugsa. „Mörgum okkar þykir þessi niðurstaða eflaust furðuleg – þar á meðal mér. En niðurstöð- urnar eru skýrar. Fæstum líður vel þegar þeir hafa ekkert nema hugsanir sínar. Þótt ekki sé nema í skamma stund,“ sagði Wilson. Streita í æsku breytir heilanum Hópur vísindamanna við Wisconsin-Madison-háskólann hefur sýnt fram á að streita í æsku getur haft neikvæð áhrif á þroska þess hluta heilans sem snýr að námi, minni og úrvinnslu stress og tilfinninga. Rannsóknin birtist í Biological Psychiatry. Rannsakandinn Seth Pollak segist ekki geta útskýrt af hverju það sem gerist á fyrstu fimm árum lífs okkar hafi áhrif út lífið. Lítil streita í litlum skömmtum hjálpi einstaklingum að undirbúa sig fyrir lífið en mikið af streitu, eins og börn sem hafa lifað í fá- tækt, vanrækslu eða ofbeldi upp- lifa, geti haft varandi neikvæð áhrif á hegðun, heilsu, félagslega stöðu og jafnvel val á maka síðar á lífsleiðinni. Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna U m boðsaðili: Vistor hf. Hefur góð áhrif á: - Orku og úthald - Beinþéttni - Kynferðislega virkni - Frjósemi og grundvallar- heilbrigði Revolution Macalibrium Macarót fyrir karlmenn www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is ®Revolution Macalibrium Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu „Veitir manni algjört frelsi“ n Sjósund nýtur síaukinna vinsælda n Hollt og gott fyrir líkama og sál S jósund er svolítið eins og að hlaupa úti í náttúrunni í stað þess að hlaupa á hlaupa- bretti inni í líkamsræktar- stöð,“ segir Ragnheiður Val- garðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, í samtali við DV. Ragnheiður hefur stundað sjósund um fimm ára skeið og segir þetta frábæra leið til að ná tengingu við náttúruna og kynnast náttúrufeg- urð landsins á öðruvísi hátt auk þess að vera gott fyrir bæði líkama og sál. Sterk tengsl við náttúruna „Það er svo margt sem er gott og skemmtilegt við sjósund. Það eru þessi tengsl við náttúruna, en eitt það fyrsta sem fólk upplifir er að það sameinast náttúrunni. Að synda fram og til baka í einhverjum steypt- um ramma í sundlaug og fara svo út í sjóinn og synda þar er æðisleg upp- lifun og þetta veitir manni algjört frelsi til að synda,“ segir Ragnheiður og bætir við að sjósund og -böð hafi ýmis heilsubætandi áhrif. „Fólk finnur fyrir bæði líkam- legri og andlegri vellíðan eftir sjó- sund. Endorfínið fer af stað og svo hefur þetta góð áhrif á blóðrásina og kroppinn og fólki finnst það vera hraustara.“ En er þetta ekki erfitt? „Þetta tekur á. Fólk er svolítið hrætt við að fara út í sjóinn og byrja að synda. Það er hrætt við kuldann og fyrstu sundtökin geta alveg verið svolítið erfið. Það að fara frá því að hafa sjóinn upp að nafla og koma sér í það að synda veldur því að fólk ann- aðhvort hættir að anda eða fer að of- anda. En þegar fólk er komið yfir það og er byrjað að synda, þegar það er búið að róa sig niður og líkaminn er búinn að jafna sig, þá er þetta yndis- legt.“ Nauðsynlegt að þekkja aðstæður Ragnheiður segir fólk stunda sjó- sund allan ársins hring, ekki síður á veturna en sumrin. „Á veturna er „kickið“ meira. En hins vegar getur maður notið sum- arsins miklu meira. Þá syndir maður alveg upp í klukkutíma og er að njóta þess að kafa og fara í einhverjar öld- ur og svona; maður getur virkilega notið þess að synda í náttúrunni. Á veturna er maður náttúrlega styttra ofan í.“ Ragnheiður segir ekki hægt að stunda sjósund hvar sem er. Velja þurfi fjöru eftir aðstæðum, enda sé ýmislegt sem þurfi að hafa í huga. „Maður þarf að passa að vera ekki þar sem straumar eru miklir og þar sem eru klettar niðri við strendurn- ar. Eins þarf að passa sig á flóði og fjöru og þekkja hvernig hafið hegðar sér. En það eru til margir skemmti- legir staðir á landinu sem er virkilega gaman að synda á.“ Fólk kemst yfir hræðsluna „Ég hef alltaf verið heilluð af fjör- unni og hafinu og í æsku var ég oft að leika mér í fjörunni og busla í sjón- um,“ segir Ragnheiður, spurð hvern- ig það kom til að hún hóf að stunda sjósund. „Svo þegar ég frétti að hópur fólks væri farinn að synda í sjónum var eins og það kviknaði ljós hjá mér um að þetta væri vel hægt. Því yfir- leitt hefur manni verið sagt að þetta sé ómögulegt, að það sé stórhættu- legt að detta í sjóinn og að kuldinn sé óyfirstíganlegur, en það er ekki rétt. Fólk er hrætt við hafið og margir eru hræddir við það sem er í hafinu. En fólk kemst yfir það.“ Ragnheiður segir sundið þó alltaf jafn skemmtilegt og krefjandi. „Þetta er alltaf mikið „kick“ og maður hugsar oft þegar maður er að labba út í sjóinn; „Hvað í andskotan- um er ég að fara að gera?“ Svo ætl- ar maður alltaf að vera bara stutt en endar einhvern veginn alltaf á því að vera lengi. Og það er stundum erfitt að fara upp úr því það er svo æðislegt að vera í sjónum.“ Fjölbreyttur hópur „Það er frábært að koma og hitta okkur niðri í Nauthólsvík. Við tök- um alltaf á móti nýliðum á miðviku- dögum og förum með þá í sjóinn og fræðum þá. Annars þarf fólk að hafa í huga að vera ekki að synda eitt, held- ur alltaf með fleirum, og eins að velja sér góða fjöru til þess að byrja með. Sjóböð eru líka góð byrjun. Maður þarf ekkert að synda neitt langt held- ur bara svamla meðfram ströndinni og finna hvernig áhrifin eru til að byrja með,“ segir Ragnheiður, spurð hvað sé nauðsynlegt að hafa í huga er hefja á sjósund. „Þetta er fjölbreyttur hópur, alveg frá fólki sem stundar bara sjóböð, en það er fólk sem heldur sig upp við ströndina og nýtur þess að synda 50 metra út og til baka, og svo alveg upp í fólk sem syndir í einn og hálf- an tíma og tekur þriggja kílómetra æfingu. Svo það er pláss fyrir alla og það er fólk á öllum aldri að stunda þetta; frá unglingum og alveg upp í áttrætt. Allir finna sinn takt.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „ Fólk er svo- lítið hrætt við að fara út í sjóinn og byrja að synda Við Gróttu „Fólk finnur fyrir bæði líkamlegri og andlegri vellíð- an eftir sjósund,“ segir Ragnheiður. MyNd RaGNHeiðuR ValGaRðSdóttiR Sjósundið vinsælt Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, Kristín Helgadóttir og Ragnheiður Valgarðsdóttir skelltu sér til sunds við Hjassabjörg á Kjalarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.