Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 8.–10. júlí 2014 Fólk 37
Fjör á landsmóti
L
andsmót hestamanna fór
fram á Hellu um helgina. Ljós-
myndari DV smellti nokkrum
myndum á svæðinu en mikil
stemning var þrátt fyrir að veðrið hafi
ekki beint leikið við mótsgesti meiri
part helgarinnar.
Hestamenn skemmtu sér á Hellu
Borgarar í lagi Búllan var á svæðinu.
Löggan spjallar Töluverður erill var hjá
lögreglu aðfaranótt laugardags. Hér spjallar
hún við mótsgesti.
Fjallabræður í fjöri Sverrir Bergmann
og Halldór Gunnar fjallabróðir sungu fyrir
mótsgesti.
Í brekkunni Gestir fylgdust spenntir með.
Mikil gleði Það var stuð og stemning á
Hellu um helgina.
Gott uppeldi
Edda Sif Pálsdóttir, dagskrár-
gerðarkona á Stöð 2, er harð-
ur stuðningsmaður ÍBV þar sem
hún er ættuð úr Vestmannaeyj-
um. Faðir hennar, Páll Magnús-
son, fyrrverandi útvarpsstjóri, er
einn harðasti stuðningsmaður
ÍBV en hann var á meðal áhorf-
enda í stúkunni á Ásvöllum þegar
ÍBV fagnaði sínum fyrsta Íslands-
meistaratitli í handbolta í vetur.
Edda vinnur hörðum höndum að
því að „ala upp“ samstarfsmenn
sína í Skaftahlíðinni eins og
hún orðar það og birti á mánu-
dag myndband á Instagram af
Sindra Sindrasyni úr Ísland í dag
þar sem hann söng hvatningar-
söngva ÍBV til heiðurs en liðið lék
á mánudag í Borgunarbikarnum.
Styrktartónleikar fyr-
ir Unicef voru haldnir
í Hörpu síðastliðinn
fimmtudag. Snorri
Helgason, Páll Óskar,
Hjaltalín og Kaleo komu
fram og mikil stemning
var í húsinu enda fullt
út úr dyrum. Fjölmargir
lögðu leið sína á tónleik-
ana og glöddust saman
til styrktar góðu málefni.
GLöddust fyrir
Gott máLefni Sykursætar Sólborg og
Ragnhildur.
Glaðir Sigurpáll, Hjálmtýr og Hjalti.
Glæsipíur Jóhanna, Theódóra og Sólveig. Flottar Hera og Agnes.
Kampakát Stefán Jón Hafstein og Guðrún
Kristín Sigurðardóttir.
Vinsælir Kaleo
er ein vinsælasta
hljómsveit á
Íslandi í dag. Þeir
komu fram á
tónleikunum.
Glæsileg
Þröstur Jón
Sigurðarson og
Kolbrún Pálína
Helgadóttir
skelltu sér á
tónleikana.
Veiddi lax
í eystri
Stjörnukokkurinn Gordon
Ramsay er staddur á Íslandi en
hann renndi fyrir lax í Eystri-
Rangá á sunnudag. Þetta kemur
fram á vefsíðunni veitingageir-
inn.is en myndir af Gordon með
glæsilega 78 sentímetra langa
hrygnu birtust á Facebook-síðu
leigutaka árinnar. Laxinn tók á
Hofteigsbreiðu á svæði 4 en það
þykir með betri veiðistöðum
Eystra. Stjörnukokkurinn yfirgaf
svo Rangárnar í þyrlu en Vísir.is
greindi einnig frá því að Rams-
ey hefði snætt á veitingastaðn-
um Kol á Skólavörðustíg. Síðast
þegar Ramsey var hér komst það
í fréttir þegar hann hellti sér yfir
eigendur Loftsins fyrir að reka
fólk af borðum sínum til að rýma
fyrir kokknum.
Heltekinn af
hreðjunum
Egill „Gillz“ Einarsson varð hel-
tekinn af stærð eistna hollenska
þjálfarans Luis van Gaal eftir að
sá síðarnefndi skipti um mark-
vörð fyrir vítaspyrnukeppni
Hollands og Kosta Ríka. Egill,
sem er stuðningsmaður Manche-
ster United, sem Gaal þjálfar á
komandi tímabili, sagði á Twitt-
er eftir að Hollendingar komust
áfram: „Er einhver til í að taka
það að sér að vigta punginn á Van
Gaal og senda mér svo hversu
mörg kg hann er?“ Í kjölfarið
endurtísti Egill öllum þeim tíst-
um sem hann fann er fjölluðu
um hreðjar hins hugaða Hol-
lendings en mjög óvanalegt þykir
að skipta um markvörð rétt fyrir
vítaspyrnukeppni.