Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 8.–10. júlí 2014 400 dagar með Sigurði n Ráðherraferill byrjar skrautlega n Geðþóttastjórnsýsla, þarmainnihald, afturkall og klaufaskapur Sem kunnugt er geta ráðherrar ekki einir og sér afturkallað lög, enda fer Alþingi með löggjafarvaldið á Ís- landi. Fram kom síðar í sömu frétta- tilkynningu að Sigurður ætlaði að leggja fram frumvarp um að nátt- úruverndarlögin yrðu felld úr gildi. Engu að síður vakti orðalagið athygli og þótti til marks um valdhroka. Alþingi sem afgreiðslustofnun Röksemdir Sigurðar Inga varðandi Fiskistofu hafa að nokkru leyti verið í takt við þetta. Í kvöldfréttum RÚV í síðustu viku var haft eftir hon- um að hann hygð- ist spyrja forsætis- ráðuneytið hvort tiltekin klausa væri enn þá í lögum um Stjórnarráðið. Mál- flutningur ráðherra og framsetning fréttarinnar gaf til kynna að um einhvers konar álitamál væri að ræða. Þegar DV hringdi í ráðuneytið og óskaði eftir skýringum á um- mælum Sigurðar bárust þau svör að hann hefði meint að líklega yrði lög- um breytt, annaðhvort lögunum um Fiskistofu eða lögum um Stjórnarráðið. Það virtist ekki hvarfla að ráðherranum, né þeim sem útskýrði orð hans, að hugsanlega yrði slíkum lagabreytingum hafnað í meðförum þingsins. Svo virðist einfaldlega sem ráð- herra telji málið útrætt og ákvörðun- ina tekna, jafnvel þótt löggjafarsam- kundan hafi ekki átt neina aðild að henni. Þessi þankagangur minnir á gagnrýni sem mikið bar á í kringum hrunið og búsáhaldabyltinguna, en þá var því iðulega haldið fram að Al- þingi hefði glatað sínu rétta hlutverki og breyst í afgreiðslustofnun fram- kvæmdarvaldsins. Leyfði kúkabjór Eitt furðulegasta mál Sigurðar Inga kom upp í janúar á þessu ári eftir að heilbrigðiseftirlit Vesturlands gaf út fyrirmæli um sölu- stöðvun og inn- köllun hvalabjórs frá Brugghúsinu Steðja. Bæði heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun töldu framleiðslu hvalamjölsins sem notað var í bjór- inn ekki uppfylla skilyrði matvæla- laga. Sigurður Ingi kaus að virða álit heilbrigðiseftirlitsins að vettugi og heimilaði sölu og dreifingu bjórsins. Ekki var tilkynnt um ákvörðun ráð- herra með hefðbundnum hætti heldur upplýst um hana í héraðs- fréttamiðlinum Skessuhorni. Hvalveiðar Íslendinga eru væg- ast sagt umdeildar og hefur Ísland þurft að gjalda fyrir þær á alþjóða- vettvangi. Með því að leyfa hvalabjór þótti mörgum Sigurður Ingi ganga vasklega fram og sýna karlmennsku. Ljóminn fór samt dálítið af fram- göngu ráðherrans þegar í ljós kom að mjölið í bjórnum var unnið úr svokölluðu þarmainnihaldi. DV innti eiganda brugghússins Steðja eftir því þann 2. febrúar hvort þarmainnihald væri ekki það sama og kúkur. Hann vísaði því á bug. „Það er hægt að mála upp alls kyns mynd- ir af þessu en þetta er auðvitað ekki svona,“ sagði hann aðspurður hvort um hvalakúk væri að ræða. Góður við Hrafnhildi Rúmlega mánuði eftir að hvalakúksmálið komst í há- mæli greindi DV frá því að Sigurður Ingi Jóhanns- son hefði afturkallað áminningu sem Stef- án Thors, þáverandi ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu, veitti Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur í starfi vegna samstarfsörð- ugleika. Hrafnhildur, sem er náfrænka Davíðs Oddssonar, hafði á þessum tíma sótt um stöðu fram- kvæmdastjóra LÍN og dró áminn- ingin óneitanlega úr möguleika Hrafnhildar á því að fá starfið. Sigurður dró áminninguna til baka eftir að Illugi hafði rætt sérstak- lega við hann, og í kjölfarið réði Illugi Hrafnhildi þvert á hæfnismat stjórn- ar LÍN. Stefán Thors átti erfitt með að skilja ákvörðun Sigurðar Inga og umrædda atburðarás. „Ég hugsaði minn gang eftir þetta, hvort ég ætti að hætta og fara að gera eitthvað annað,“ sagði hann í samtali við DV þann 7. mars, en þá hafði hann látið af störfum, farið í námsleyfi og hafnað boði Sigurðar Inga um að taka að sér sér- verkefni í stað þess að vera ráðu- neytisstjóri. Ráðherra útskýrði aldrei hvers vegna áminningin var dregin til baka en Hrafnhildur hafði fengið hana eft- ir að vinnusálfræðingurinn Mart- einn Steinar Jónsson komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði „margsinnis með óásættanlegu viðmóti sínu og framkomu stuðlað að samskiptavanda innan ráðuneytisins“. Afar óvenjulegt er að ráðherrar snúi áminningum við með þessum hætti, en í því tilviki sem hér um ræðir höfðu afskipti Sigurðar Inga ekki að- eins áhrif á ráðningarferli hjá ríkisstofnun heldur einnig á stöðu embættismanns í um- hverfisráðuneytinu. Þrjú ár eftir Enn eru að minnsta kosti tæplega þrjú ár eftir af ráðherraferli Sigurðar Inga. Hann er varaformaður Fram- sóknarflokksins og virðist njóta þar breiðs stuðnings. n „Umhverfis- og auð- lindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd 154 fylgt til og frá Íslandi Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra fjölgar D aglegum verkefnum alþjóða- deildar ríkislögreglustjóra fjölgar sífellt. Á árinu 2013 sáu starfsmenn alþjóða- deildar 72 sinnum um lögreglufylgd þar sem 154 einstaklingum var fylgt til og frá Íslandi, þar af voru þrett- án skipti vegna framsals eða af- hendingar sakamanna. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2013. Í maímánuði vísaði alþjóða- deild í fyrsta skipti hópi einstak- linga frá landinu með því að leigja til þess flugvél. DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en um var að ræða fimmtíu Króata sem synj- að var um hæli hér á landi. Í des- ember bar alþjóðadeild síðan í fyrsta skipti ábyrgð á framkvæmd á sameiginlegri endursendingu (JRO) til þriggja landa undir merkj- um Frontex, Landamærastofnunar Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur jafnframt fram að um mitt síðasta ár hafi lokið útfærslu á gagnvirkum upplýsingabrunni al- þjóðadeildar sem deildin kemur til með að starfrækja á innri vef lög- reglunnar. Upplýsingabrunnurinn nefnist Alþjóðawiki og er ætlaður starfsmönnum deildarinnar, sem og lögreglumönnum og samstarfs- aðilum. Með tilkomu Alþjóðawikis verða upplýsingar um starfsemi og þjónustu alþjóðadeildarinnar og um alþjóðlegt samstarf lögreglu og samstarfsaðila hennar gerð- ar aðgengilegri en áður hefur ver- ið. Jafnframt verður ferli beiðna um þjónustu og aðstoð deildarinn- ar markvissara og einfaldara. Stefnt er að því Alþjóðawiki verði opnað á þessu ári. n aslaug@dv.is Travel John ferðaklósett leysa málið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.