Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 8.–10. júlí 2014 Fréttir 11 Fjölskyldufyrirtæki urðu eldinum að bráð n „Sama lykt og sjötíuogfimm“ n Sagan endurtekur sig í Skeifunni n Verslunareigendur staðráðnir í að halda áfram n „Meðan allir eru heilir er hægt að bæta allt“ Föt eldri borgara brunnu „Setur smá strik í reikninginn“ Eldsvoðinn í Skeifunni hafði áhrif víða í samfélaginu, meðal annar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hrafnistu. Allur fatnaður vistmanna, ásamt sængurfatnaði og líni, fór í þvott hjá Fönn og ljóst er að sú sending sem fór út á föstudag er mest- megnis farin forgörðum. „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur og við höfum verið að vinna úr þessu með dyggri aðstoð starfsmanna og stjórnenda Fannar. Við erum ekki komin með neinar staðfestingar á því enn þá hvað er glatað en það má gera ráð fyrir að það sé eitthvað,“ segir Harpa Gunnarsdótt- ir, fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Hrafnistu, í samtali við DV. Hún segir að það hafi verið lán í óláni að eldurinn hafi ekki komið upp á mánudegi því föt séu send í Fönn á öllum virkum dögum og því hafi hlutfallslega lítið verið af fatnaði hjá Fönn um helgina. Erfiðustu eldsvoðarnir DV ræddi við Martein Geirsson, deildar- stjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins, um erfiðustu eldsvoðana í seinni tíð. Hann nefnir helst fimm eldsvoða í manna minnum sem voru sérlega erfiðir. Hringrás „Hringrásarbrunarnir tveir voru sérstaklega erfiðir, það var nánast almannavarnará- stand. Þetta var mjög alvarlegur eldur. Áttin var þannig að það lá undir elliheimili og blokkirnar í Kleppsholti. Lognið í gær hjálpaði okkur mikið.“ Réttarháls „Réttarhálsinn var eftirminnilegur. Þetta var dekkjaverkstæði og eldurinn byrjaði vænt- anlega þar. Við vorum lengi í að vinna við þann eld. Sá var svipaður og þessi núna að því leyti að það voru mörg fyrirtæki sem urðu fyrir eldinum.“ Lækjargata „Lækjargötubruninn fyrir nokkrum árum var ansi kröftugur og mikill eldur. Þar voru nokkur fyrirtæki og minjar, gömul hús.“ Málning „Í Málningu í Kópa- vogi var sömuleiðis mikill eldur. Það var löng vinnutörn.“ Kópavogshæli „Það var kannski ekki mikill eldur, en Kópavogshæli var mjög krítískur eldur. Við misstum fólk. Eftir það varð bylting í kerfum, allir spítalar og stofnanir settu upp reykskynjara.“ Engin áhrif á skólahald Tölvubúnaði borgið „Mér sýnist þrjú, fjögur fyrirtæki vera bara horfin. Við virðumst hafa sloppið ótrúlega vel. Það eru einhverjar kennslustofur skemmdar og tölvur í einhverjum stofum virðast hafa skemmst en við erum að vona að allur miðlægur búnaður hafi sloppið,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri og annar eigandi Promennt, í samtali við DV. Promennt, sem býður upp á námskeið í viðskipta- greinum, tölvu- og upplýsingatækni, er til húsa í Skeifunni 11, beint fyrir ofan Rekstrarland sem brann til kaldra kola á sunnudag. Hann bauð blaðamanni og ljósmyndara DV að skoða rýmið á mánu- dag. Aðeins í einni kennslustofu mátti sjá miklar skemmdir en gluggi þar sneri út að verkstæði Stillingar. Í þeirri stofu var allt þakið sóti og höfðu gluggar sprungið. Fyrir utan blautt gólf sást varla á öðrum kennslustofum. Guðmundur segir að Promennt í núverandi mynd hafi orðið til á árinu 2008 þegar fyrirtækin Isoft og Tölvuskólinn Þekking sameinuðust. „Þá kaupum við þetta, ég og meðeigandi minn, John Yeoman, og við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðan. Það er búið að vera mikil vinna frá 2008 en þetta er að sama skapi búið að stækka mikið síðan þá. Guðmundur segist sjálfur hafa séð reykinn koma upp úr húsnæðinu þegar hann var að keyra inn í Reykjavík utan af landi. „Ég var að keyra inn í bæinn og þá sá ég reykinn og dreif mig beint niður í Skeifu. Þá var þetta á frumstigi en það var ekkert annað að gera en að drífa sig á staðinn. Það var vissulega óþægileg tilfinning að sjá reykinn en það var ekkert hægt að gera,“ segir Guðmundur. Hann segir allar líkur á því að skólahald hefjist um mánaðamót ágúst og sept- ember líkt og venjan er. Hann segir það ákveðið lán í óláni að síðasti kennsludagur hjá Promennt hafi verið klukkan eitt sama dag og eldsvoðinn átti sér stað. „Það er klárlega tjón upp á einhverjar milljónir en þetta er mikið betra en manni sýndist fyrst. Við förum á fullt aftur í haust, sé ég. Það er ekkert því til fyrirstöðu. Þetta mun ekki stöðva reksturinn, en þetta er skóli svo starfsemin liggur niðri að mestu leyti núna. Ég sé ekki fram á annað en allt verði komið á fullt í haust.“ Kraftaverk að ekki fór verr „Óvenjumikill straumur af fólki“ í Víði „Sem betur fer sluppum við. Þetta var bara kraftaverk, ekkert annað. Þetta er eitt frí- merki hérna sem slapp, allt annað er farið. Þetta hús stendur eitt eftir,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi verslunarinnar Víðis, í samtali við DV. Búðin er ein fárra fyrirtækja á svæðinu sem slapp með skrekkinn frá eldsvoðanum í Skeifunni. Hann segir að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að mæta rakleiðis á staðinn. „Þetta leit mjög illa út þá. Ég get ekki lýst tilfinningunni. Maður horfir bara á að það er allt að fara,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að þótt allt sé tryggt hjá versluninni hefði bruninn getað haft gífurleg áhrif á lítið fyrirtæki eins og Víði. „Ég get alveg sagt þér það að í gær- kvöldi þegar ég horfði hérna yfir þá gat ég ekki séð neitt annað en að þetta færi allt saman. Það er stórkostlegt hvernig slökkviliðsmönnum tókst að verja húsið. Þetta var eins og eldsprunga allt í kring nema hjá okkur. Það var stutt yfir í þakið, fáeinir sentímetrar á milli,“ segir hann. Eiríkur vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til slökkviliðsins og lögreglunnar er DV ræddi við hann. „Það er með ólíkind- um hvernig slökkviliðið og lögreglan vann hérna í nótt. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Maður er ekkert annað en hamingju- samur með það að þetta skuli ekki hafa farið verr. Þá hefði þetta allt saman farið, en þeim tókst þetta, þessum snillingum,“ segir hann. Eina alvarlega truflunin sem varð á starfsemi Víðis var að ljósleiðari í húsið skemmdist og því netlaust með öllu. Þrátt fyrir allt sem gekk á var opnað í Víði, líkt og vanalega, klukkan tíu. Að sögn Eiríks mættu starfsmenn klukkan sex um morgun til að gera verslunina til. „Við þurftum að leita nýrra leiða til að geta opnað búðina út af tölvu- og kassakerfinu. Það tókst allt saman og við opnuðum klukkan tíu. Það er búið að vera óvenjumik- ill straumur af fólki, góðir kúnnar að koma við með gleði og samkennd.“ „Dapurlegt að horfa á þetta“ Sólargluggatjöld sluppu vel „Við erum enn að átta okkur á því hvernig staðan er. Við sluppum svona þokkalega, það brann ekkert og vatnsskaði virðist vera lítill en það er reyklykt. Einhver vinnu- stöðvun verður en á þessu stigi vitum við ekki hve lengi,“ segir Hjörtur Hoffmann, deildar- og sölustjóri Sólargluggatjalda, í samtali við DV. Fyrirtækið var stofnað fyrir hartnær sjötíu árum. Verslun og verksmiðja er til húsa að Skeifunni 11, hinum megin við ganginn við Rekstrar- land þar sem allt brann sem brunnið gat. Hjörtur segir ótrúlegt hve vel húsnæðið slapp en verkstæðið nær yfir nærri allan kjallara hússins. „Þetta er undir yfirborði sjávar svo það var ákveðin hætta á því að kjallarinn fylltist af vatni. Það virðist hafa sloppið. Við erum samt með timbur og annað efni þarna sem gæti verið skemmt,“ segir Hjörtur. Hjörtur segist hafa fyrst frétt af elds- voðanum þegar lögreglan hringdi í hann. „Þá fór ég niður eftir með því sama upp á það ef maður gæti leiðbeint einhverj- um eða opnað rými. Það var náttúrlega dapurlegt að horfa á þetta en maður áttaði sig ekki á þessu fyrr en í morgun þegar maður fór að skoða þetta betur. Það er samt ákveðinn léttir að þetta hafi ekki verið meira en leit út fyrir í upphafi,“ segir Hjörtur. Hann segir öruggt að Sólargluggatjöld hefji starfsemi á ný en óvíst hvort það verði í sama húsnæði. „Það þarf að yfir- fara þetta, en við höfum ekki tekið neina ákvörðun. Eins og húsið snýr að okkur þá gætum við opnað innan skamms, en allar leiðslur og rafmagn, taugar að húsinu, virðast hafa brunnið. Sú staða gæti komið upp að við færum okkur um set.“ ekkert hafi brunnið nema milliloft- ið. „Það lak inn á það tjara og vatn en búðin er bara full af sóti, rafmagns- laus og vatnslaus, svo það þarf að rífa allt út úr húsnæðinu, þvo, mála og gera það upp.“ Hann fagnar því að enginn hafi slasast og bendir á að tjónið sé einungis fjárhagslegt. „Tjón- ið var miklu meira hjá nágrönnum okkar, svo við getum varla kvartað.“ Sama lyktin og sjötíuogfimm Júlíus segir að atburðir ársins 1975 hafi öðlast nýtt líf í hugskotssjón- um hans á sunnudagskvöld. „Ég var 19 ára á þessum tíma. Var í námi og vann hjá pabba á sumrin,“ segir Júl- íus þegar DV biður hann um að lýsa minningum sínum. „Eftir brunann féll burðarbiti úr loftinu svo það myndaðist gat á þakið. Þetta gerð- ist þegar við vorum varla komnir út húsinu, pabbi, Stebbi, ég og nokkr- ir slökkviliðsmenn. Rétt áður höfð- um við staðið undir bitanum og ver- ið að skoða hann. Þarna hefði orðið mikið slys ef við hefðum ekki verið á leiðinni út, og við áttum reyndar fót- um okkar fjör að launa.“ Næstu nætur stóðu þeir Stefán, bróðir Júlíusar, vaktina meðan enn átti eftir að gera við þakið. „Við not- uðum tímann til að læra og sátum þarna á gömlu skrifstofunni hans pabba.“ Júlíus segir að þetta hafi ekki verið sérlega skemmtilegt, en einhver hafi orðið að taka það að sér. „Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér þegar ég kom að húsinu í ljósum log- um í gær, allt það sem gerðist árið 1975. Þegar ég mætti í Skeifuna á mánudagsmorgun kom á móti mér sama lyktin og árið 1975. Ég kann- aðist við þessa brunalykt. Maður sat þarna á kvöldin og alltaf var sama lyktin í húsinu þegar maður stóð þessa vakt.“ Stilling sigraðist á þeim hindrun- um sem urðu í vegi fyrirtækisins árið 1975. „Það er mjög sérstakt að upp- lifa þetta aftur,“ segir Júlíus sem telur einsýnt að fyrirtækið spjari sig. Hann, líkt og aðrir viðmælendur DV, er stað- ráðinn í því að láta ekki deigan síga. n Ófremdarástand í Skeifunni Lítið um að vera á KFC. Mynd Sigtryggur Ari Framhald á næstu síðu 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.