Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 8.–10. júlí 2014 Besta malaða kaffið n Blind bragðsmökkun á kaffi n Afríkusól skarar fram úr n „Loksins kominn góður kaffibolli“ n Verð og gæði fara ekki alltaf saman mikið eftirbragð sem eykst bara með tímanum. Maður er bara á leiðinni út í sjoppu að kaupa sér tyggjó til að losna við bragðið.“ 7-10 Merrild Okologisk Meðaleinkunn: 2,7 Verð: 789 kr. Njáll: „Það kemur mjög trénað bragð í gegn þegar það kólnar. Það er örugglega gamalt.“ Pálmar: „Mér finnst ekki vera neinn ilmur af þessu kaffi. Pínu þurrt og eiginlega bara flatt. Ekkert rosalega margt í gangi.“ Sigrún Jóna: „Brennt bragð sem situr í manni.“ 7-10 Rúbínkaffi Meðaleinkunn: 2,7 Verð: 899 kr. Pálmar: „Ég finn enga lykt af því. Það er örugg- lega orðið gamalt. Það er mjög beiskt og það er örugglega mjög dökkristað. Þetta er eins og ofristað brauð. Það er ekki brauðbragð af því lengur heldur brennslubragð.“ Sigrún Jóna: „Ég finn pappalykt af því. Mér finnst það eiginlega bara pínu brennt, eftir- bragðið er brennt. Það er örugglega of ristað.“ Njáll: „Mér finnst flöt lykt af því, bara eins og þegar þú þefar af A4 pappír. Það er engin sýrni í þessu, það er alveg flatt og beiskt.“ 7-10 Euroshopper Meðaleinkunn: 2,7 Verð: 299 kr. Njáll: „Þetta er einhver ítölsk robustar- blanda. Dökkristað mokkakaffi sem er örugglega hugsað sem espressokaffi. Kröftugt. Kannski á það bara ekki að fara í svona uppáhellingu. Þetta er kannski fyrsti bollinn sem ég skil, það er ég veit hvað hann á að vera.“ Sigrún Jóna: „Dökkristað og sem robustar-kaffi er það bara allt í lagi.“ Pálmar: „Þetta er annað kaffið sem er virkileg lykt af. Hitt var þetta með brómberjailminum. Þetta lyktar meira eins og gúmmí.“ 11 Diletto Lúxus Meðaleinkunn: 2,5 Verð: 629 kr. Njáll: „Ristað eftirbragð, svolítið súrt.“ Sigrún Jóna: „Brennt svolítið. Ekki mikil lykt.“ Pálmar: „Stutt eftirbragð sem fer eiginlega strax. Situr bara svolítil beiskja eftir. Ég fann pappakassabragð af því, svona eins og af bylgjupappa.“ 12-15 Kaffigull Meðaleinkunn: 2,3 Verð: 889 kr. Njáll: „Innantómur kaffibolli með brenndu eftirbragði.“ Pálmar: „Þarna fann ég heldur engan ilm, persónulega. Mér finnst það bara mjög brennt.“ Sigrún Jóna: „Það er mjög brennt. Engin sýrni.“ 12-15 Himneskt lífrænt Meðaleinkunn: 2,3 Verð: 879 kr. Njáll: „Að mínu mati er aftur komið að ofrist- uðu, gömlu kaffi.“ Sigrún Jóna: „Ég finn bara ekkert bragð. Það er bara vatnskennt. Það kemur bara ekkert.“ Pálmar: „Ég finn brennslukeim af því. Get tekið undir að það sé vatnskennt.“ 12-15 Espresso Roma Meðaleinkunn: 2,3 Verð: 889 kr. Sigrún Jóna: „Brennt bragð.“ Pálmar: „Gróft og brennt.“ Njáll: „Pass. Þetta er svona ruddaralegt verkamannakaffi. Nei, verkamenn eiga að drekka gott kaffi. 12-15 Merrild Café Noir Meðaleinkunn: 2,3 Verð: 788 kr. Pálmar: „Þetta er fyrsta kaffið sem ég upplifi sem súrt. Það er beiskt og þurrt og engin lykt.“ Njáll: „Það er súrt í alla staði. Það er ekkert beiskt, bara súrt. Ef þú myndir drekka of mik- ið af þessu kaffi þá yrði þér illt í maganum.“ Sigrún Jóna: „Eftirbragðið er ekki gott.“ 16 Kaaber Ríó Meðaleinkunn: 2 Verð: 869 kr. Njáll: „Einstaklega vont eftirbragð. Það stendur upp úr í þessum bolla.“ Pálmar: „Við höfum náð nýjum lægðum. Mér finnst það mjög hvasst og svolítið barkandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er það eins og að borða appelsínubörk, það lokar bragðlaukunum á tungunni.“ Sigrún Jóna: „Engin lykt. Það er brennt og milt. Rosalegt eftirbragð.“ Ráðleggingar frá fagfólkinu E f lesendur gætu heyrt hljóðin sem dóm- nefndin gefur frá sér við smökkunina myndi mörgum eflaust blöskra. „Þegar maður smakkar kaffi þarf maður að gleyma öllu því sem maður lærði við matar- borðið sem krakki,“ segir Pálmar. „Maður þarf að vera duglegur að sötra jafn hátt og snjallt og maður getur, smjatta og skyrpa. Það sem gerist við að sötra kaffið hratt upp í munninn þá dreifir maður því öllu jafnt yfir tunguna á sama tíma. Við það að sötra þá tekur maður einnig loft inn með kaffinu sem ýkir bragðið.“ „Smjattið er síðan til að taka meira súrefni inn og sjá hvernig kaffið situr á tungunni,“ bætir Sigrún Jóna við. „Bragðlaukarnir eru líka á mis- munandi stöðum á tungunni og maður er að leita eftir því hvert kaffið fór.“ Kaupið heldur baunir Margt bar á góma við smökkunina, til dæm- is geymsluaðferðir. Margir geyma kaffi í frysti í von um að það haldist ferskt lengur. Hvað segja sérfræðingarnir um það? „Þetta er mýta sem varð einhvern tíma til af því að, jú, allt geym- ist betur í frysti og kæli. En það geymir enginn hveitið eða morgunkornið í frysti. Það sama á eiginlega við um kaffi,“ segir Pálmar. „Við vilj- um bara geyma það á dimmum, svölum og þurrum stað í lokuðum umbúðum.“ Í þessari smökkun var eingöngu notað mal- að kaffi en að sjálfsögðu er einnig hægt að kaupa baunir í flestum verslunum hér á landi. Sérfræðingarnir mæla heldur með því að kaupa baunir og mala þær sjálfur. „Að vera með mal- að kaffi er eins og að fara í Ríkið á fimmtudegi, kaupa helgarbjórinn, opna alla bjórana strax og drekka þá síðan á laugardegi,“ segir Njáll máli sínu til stuðnings. Púðakaffið vont Þá eru margir komnir með kaffivélar sem hella upp á einn bolla í einu og notaðir eru svokallaðir kaffipúðar. „Mér finnst þetta vera frábær lausn fyrir þá sem að vilja hafa sem minnst fyrir bollanum,“ segir Pálmar „En þetta er ekki gott kaffi sem kemur úr þessu. Ég þigg kaffi hvert sem ég fer, en ég er hættur að þiggja svona kaffi. Engir fordómar, þetta er bara ekki minn smekkur.“ „Svo gildir það sama með púðana og venjulegt, malað kaffi. Þú verður að passa að geyma þá í lofttæmdum umbúðum. Þú kannski tekur fyrsta púðann og það er góð- ur bolli en síðasti púðinn í pokanum er ekk- ert endilega góður bolli,“ bætir Sigrún Jóna við. „Svo eru einnig hylkjakaffivélarnar. Þær eru aðeins skárri upp á bragðið að gera, en þetta er rosalega slæm framtíð finnst mér hvað varðar rusl og úrganginn frá okkur. Þetta er allt óendurvinnanlegt og algjörlega í öfuga átt við það sem aðrir kaffiframleiðendur eru að reyna að gera.“ Vont kaffi á veitingastöðum Dómnefndin er sammála um að kaffimenn- ingin á Íslandi mætti vera betri. Kaffihúsin séu mörg einsleit og alltof bundin við mið- bæinn. „Maður skilur til dæmis ekki af hverju kokkar á veitingastöðum leggja ekki meiri áherslu á að bjóða upp á gott kaffi. Þeim er oft alveg sama hvaða kaffi fólk drekkur með eft- irréttunum þeirra. Þeim er kannski umhugað um að vínið passi með matnum en hugsa ekk- ert um kaffið,“ bætir Sigrún Jóna við. „Kaffið er lokahnykkurinn á máltíðinni og ef þú færð vont kaffi labbarðu út af veitingastaðnum með óbragð í munni.“ n Ekki geyma kaffi í frysti n Geymdu í lofttæmdum umbúðum Orðanotkunin n Sýrni (acidity): Þægilega skarpt bragð í munni, misgreini- legt eftir tegundum, brennslustigi og aldri hrábauna. Ætti ekki að rugla við súrleika og ofgerjun sem eru gallamerki. n Beiskja (bitter): Allar kaffibaunir eru beiskar frá náttúrunnar hendi og er beiskja ákjósanleg upp að vissu marki. Ristun og lögun hefur áhrif á beiskju í bollanum. n Jafnvægi (balance): Kaffi sem er hvorki of hvasst (sýrnishátt), of sætt né of beiskt er sagt í góðu jafnvægi. Allt að 1.200 króna verð- munur á sama lyfi Umræðan um hátt verðlag hef- ur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, til dæmis þegar kemur að gistinóttum á gisti- heimilum og kökusneiðum á kaffihúsum. Því er ekki úr vegi að minna á átak aðildarfélaga ASÍ til að sporna gegn óeðlilegum verð- hækkunum þar sem landsmenn eru hvattir til að láta vita af verð- hækkunum með því að senda inn farsímamyndir eða skilaboð á vefinn, vertuáverði.is. Hér eru tvö nýleg dæmi af síðunni: Verðmunur milli apóteka Tinna segir frá upplifun sinni á kaupum á Voltaren Rapid í tveimur mismunandi apótek- um á síðunni: „Ég keypti mér 100 töflur af 50 mg Voltaren Rapid í gær í Lyf og heilsu (með lyfseðli) og greiddi fyrir það 2.790 kr. Í dag þurfti maðurinn minn svo að kaupa sér sama lyf og sama magn af lyfinu og keypti það í Apótek- aranum (sem er í eigu sama aðila og Lyf og heilsa) og þar greiddi hann 3.902 kr. Hvorugt okkar er með nokkurn afslátt og því finnst okkur magnað að apótekið sem er talið ódýrara sé með svona lyf 1.200 kr. dýrara en Lyf og heilsa,“ skrifar Tinna. Chai Latte hækkar í verði Þá segir Valdís frá því á síðunni að uppáhalds kaffibollinn henn- ar á Kaffitári hefur hækkað um- talsvert frá því í síðasta mánuði. „Keypti Chai Latte á sunnu- daginn 29/6 og þá kostaði það 430 kr. og hafði gert í einhvern tíma, svo keypti ég í gær (1/7) og þá var verðið komið í 490 kr.,“ skrifar Valdís. Svarti listinn Markmiðið með átaki ASÍ er tví- þætt: Annars vegar að veita versl- unar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þró- un verðlags. „Okkur finnst öllum komið nóg af verðhækkunum. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar,“ segir meðal annars á vertuáverði. is. Á síðunni má einnig finna svartan lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjara- samninga og vinna þannig gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt. Meðal fyr- irtækja á þeim lista eru Morgun- blaðið, Arion banki, Síminn, Ís- landspóstur, World Class og Nói Síríus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.