Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 8.–10. júlí 2014 Þ etta er eiginlega bara óskiljan legt vegna þess að við erum ekki fyrir neinum,“ segir götusalinn Erna Arnar- dóttir en hún hefur fengist við götusölu í miðbænum síðustu sumur. Lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af götusölum í Austurstræti í sumar en samkvæmt nýlegri sam- þykkt Reykjavíkurborgar um götu- og torgsölu mega götusalar ekki leng- ur selja vörur sínar í Austurstræti og á Lækjartorgi. Þá verður götusala hér eftir einungis heimiluð á svokallaðri Bernhöftstorfu, Ingólfstorgi sem og á bílastæði á landi Faxaflóahafna. Jakob Frímann Magnússon er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hagsmunasamtaka rekstrar- aðila í miðborginni. Hann hefur lengi talað fyrir því að færa götusölu frá verslunaræðum borgarinnar og inn á afmörkuð svæði. Fyrir fjórum árum talaði hann um samkeppnishalla í þessu sambandi, götusalar greiddu hvorki leigu né fasteignagjöld og gætu því mögulega selt vörur sínar á lægra verði en hinar hefðbundnu verslanir. Nú segir hann „einhvern draslarablæ“ yfir götusölunni á Aust- urstræti, sem sé ekki við hæfi á þess- um stað. „Ég held að það finnist það engum sérlega smart að Austur- strætið einkennist af dulum hang- andi utan á rimlum Héraðsdóms og strigaskóm úr bílskúr flæðandi þar um götur og torg.“ Þeir götusalar sem DV hefur rætt við eru afar óánægðir með þetta nýja fyrirkomulag og segja lítið sem ekk- ert samráð hafa verið haft við þá. Þá segja þeir borgaryfirvöld ganga er- inda verslunareigenda. Ingi B. Poul- sen, umboðsmaður borgarbúa, stað- festir að götusalar hafi leitað til hans vegna málsins. Það sé nú í ferli og bíði ákvörðunar borgarráðs. „Þetta er í endurskoðun og verður tekið fyr- ir í borgarráði í vik- unni,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri hjá fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Stigamenn og glæpafólk Elísabet Bettý Sigurðardótt- ir grunnskólakennari hefur stundað götusölu í mið- bænum síðustu sum- ur. Hún segist í fyrstu hafa reynt að fara eftir nýjum regl- um borgarinn- ar og selja vörur sínar í Bernhöft- storfunni en nú sé hún hætt því. „Það er ekkert að ger- ast þarna. Þetta er ofan í holu og inni í rjóðri. Við stóðum þarna eins og illa gerð- ir hlutir og horfðum á traffíkina niður Bankastrætið.“ Þrátt fyrir að götusalar hafi marg- sinnis lýst yfir óánægju með þetta fyr- irkomulag, standi borgaryfirvöld föst við sinn keip. Þegar Elísabet og fleiri götusalar hafi síðan ákveðið að snið- ganga þessar nýju reglur borgaryfir- valda hafi lögreglunni verið sigað á þá. „Það var bara „zero tolerance“ og okkur sagt að við fengjum hálftíma til að pakka og fara. Það er einhver sem lætur vita og lögreglan kem- ur og rekur okkur burt „med det samme“. Það er bara eins og við séum einhverjir stigamenn og glæpafólk.“ Erna Arnar- dóttir er ein þeirra götu- sala sem hafa lýst yfir mikilli óá- nægju með nýja fyrir- komulagið. „Þetta [Aust- urstræti] er besti stað- urinn fyrir okkur og það eru allir svo ánægðir sem ganga þarna fram hjá. Við höfum aldrei hitt neinn sem er að setja út á að við séum þarna. Það bara skilur þetta enginn.“ Bílskúrsbragur Eins og fyrr segir hefur Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Mið- borgarinnar okkar, lengi verið tals- maður þess að götusala fari fram á afmörkuðum svæðum. Spurður um það hverjir það séu sem séu ósátt- ir við að götusalar selji vörur sínar í Austurstræti og Lækjartorgi segir Jak- ob að þeir séu mjög margir sem hafi haft þetta á orði. „Það eru bæði almennir borgarar og þeir sem hafa látið sig varða ásýnd miðborgarinnar. Við erum að reyna að halda reisn yfir miðborginni og þá held ég að menn séu að setja það fyrir sig að það sé ekki einhver bíl- skúrsbragur á helstu verslunargötum og torgum borgarinnar,“ segir Jakob Frímann og bætir við að með þessu sé verið að reyna að gera þetta and- lit Íslands ásjálegt. „Gagnrýnin lýtur að því að menn þurfi aðeins að gæta smekkvísi og tillitssemi í því hvern- ig þeir teygja sig upp eftir veggjum og götum og torgum. Þeir sem vilja stunda viðskipti með þessum hætti þurfa bara að skynja þá grundvallar- kröfu.“ Þá segir Jakob Frímann rekstr- araðila í kring óánægða með að götusalar geti stillt sér upp við hlið verslana þeirra og selt vörur á lægra verði en þeir. „Götusalinn kemur kannski með ferðatöskuna, stillir upp borði, og fer að selja sam- bærilegan varning á mjög lækkuðu verði þar sem hann þarf ekki að standa straum að sambærilegum aðstöðu- gjöldum og tilkostnaði sem húsaleiga eða fasteigna- gjöld fela í sér og annað slíkt.“ Endurtekið efni Svipaðar hugmyndir voru uppi sum- arið 2010 en þá ákváðu borgaryfir- völd að heimila einungis götu- og torgsölu í Hjartagarðinum. DV fjallaði um málið en þá sagði Jakob Frímann ákvörðunina spegla vilja borgaryfir- valda til þess að hafa alla götusala á einum tilteknum stað. Hann viður- kenndi að þrýstingur frá verslunar- eigendum vegna þessa máls hefði verið til staðar enda væri óeðlilegt að þeir sem greiddu hæstu aðstöðugjöld á Íslandi við aðalverslunargötu borg- arinnar þyrftu að keppa við götusala. Málið vakti nokkra athygli og borgar- yfirvöld drógu ákvörðun sína síðar til baka. Sabrina Cassadei var einn þeirra götusala sem átti að færa í Hjarta- garðinn á sínum tíma. „Ég skil ekki hvers vegna fólk með peninga hef- ur öll völdin,“ sagði Sabrina aðspurð um málið. Þá gagnrýndi Þórar- inn Einarsson, barnsfaðir hennar, borgaryfirvöld harkalega: „Ég held bara að þau átti sig ekki á því hvaða skemmdarverk eru í gangi.“ Sabr- ina og Þórarinn eru langt í frá ánægð með nýjustu vendingar og hafa þau sent bréf á Reykjavíkurborg þar sem óskað er eftir endurgreiðslu á gjaldi fyrir götusöluleyfi. DV hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars: „Leyfið er algjörlega gagnslaust miðað við núverandi skipulag þar sem úthlut- uð svæði henta engan veginn fyr- ir götu- og torgsölu. Borgaryfirvöld- um er hér með gert ljóst að þau hafa í raun bannað götu- og torgsölu með því að leyfa hana einungis á dauðum reitum þar sem lítið er um streymi fólks. Nýtt skipulag er greinilega afar vanhugsað eða gert í þágu verslun- areigenda sem vilja losna við götu- sala.“ Þá segir að með nýju skipulagi hafi borgaryfirvöld látið undan þrýstingi verslunareigenda og eyði- lagt þá götusölumenningu sem var að byggjast upp. n Götusölum bolað burt n Götusala bönnuð í Austurstræti n Jakob Frímann segir draslarablæ yfir götusölu Ósáttar Elísabet Bettý Sigurðardóttir grunnskólakennari, Erna Arnardóttir og Sabrina Cassadei hafa stundað götusölu í miðbænum síðustu sumur. Þær eru ósáttar við að fá ekki að selja vörur sínar í Austurstræti. Mynd Sigtryggur Ari draslarablær Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, segir „einhvern draslarablæ“ yfir götu- sölunni á Austurstræti, sem sé ekki við hæfi á þessum stað. Mynd Sigtryggur Ari JÓhAnnSSon „Ég held að það finnist það engum sérlega smart að Aust- urstrætið einkennist af dulum hangandi utan á rimlum Héraðsdóms og strigaskóm úr bílskúr flæðandi þar um götur og torg „Það er bara eins og við séum einhverjir stigamenn og glæpafólk Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.