Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 8.–10. júlí 201424 Neytendur Besta malaða kaffið n Blind bragðsmökkun á kaffi n Afríkusól skarar fram úr n „Loksins kominn góður kaffibolli“ n Verð og gæði fara ekki alltaf saman A fríkusól frá Kaffitári er besta malaða kaffið samkvæmt dómnefnd í bragðprófi DV. Í öðru sæti er hið ramm- íslenska Bragakaffi. Kaaber Ríó kaffið, sem er frá sama framleið- anda og Bragakaffi, fékk hins vegar lægstu einkunnina. Almennt þyk- ir kaffið frekar líflaust og eru með- aleinkunnirnar yfirleitt heldur lágar. „Við erum vön að drekka kaffi sem er innan við vikugamalt en þetta kaffi ber með sér að vera of gamalt,“ segja meðlimir dómnefndarinnar en hún er skipuð meðlimum úr Kaffibar- þjónafélagi Íslands. Dómnefndin DV fékk fagfólk til þess að smakka hefðbundið, malað kaffi, sem fæst í flestum stórmörkuðum hér á landi og þar af leiðandi á flestum heimil- um. Um blinda smökkun var að ræða og vissi dómnefnd því ekki hvaða kaffi hún var að drekka hverju sinni. Erla Dögg Gunnlaugsdóttir frá Kaffi- tári sá um að hella upp á kaffið og þá fékk DV góðfúslegt leyfi til að halda smökkunina í húsakynnum Kaffitárs á Höfðatorgi. Dómnefndina skipuðu Pálmar Þór Hlöðversson, formað- ur Kaffibarþjónafélags Íslands, Njáll Björgvinsson og Sigrún Jóna Nord- hal. Kaffið valið Eftir að smökkuninni lauk spratt upp umræða um hvernig kaffið í smökk- uninni var valið. Blaða- maður hringdi í fram- leiðendur og heildsölur og bað um að fá senda kaffipoka sem væru til sölu í flestum stórmörk- uðum landsins. Að- eins ein heildsala, Að- föng, vildi ekki láta DV í té kaffi á þeirra vegum; Himneskt lífrænt kaffi og Euroshopper kaffi. Þessar tegundir voru því keyptar. Aðrar heildsölur; ÍsAm, Inn- nes og Ölgerðin, útveguðu DV kaffi til smökkunar, sem og íslensku fram- leiðendurnir; Nýja kaffibrennslan, Te & Kaffi og Kaffitár. Sumir sendu aðeins eina tegund í smökkunina, Kaffitár til dæmis, en aðrir sendu fleiri en eina tegund. Te & Kaffi sendi alla hvítu línuna sína, Colombia Santos, Espresso Roma, Java Mokka og Kaffi Gull, en eingöngu tvær tegund- ir, Espresso Roma og Kaffi Gull, voru í smökkuninni. Þess má geta að Te & Kaffi framleið- ir einnig sælkerablöndur sem eru til sölu í ýmsum verslunum auk brúnu línunnar sem er eingöngu fáanleg á kaffihúsum Te & Kaffi. Kaffitár fram- leiðir nokkrar gerðir af kaffi og eru Morgundögg og Kvöldroði þekkt- ustu tegundirnar. Kaffið sem Kaffi- tár sendi í smökkunina, Afríkusól, er sumarkaffi Kaffitárs árið 2014 og kostar 999 krónur í verslunum Hag- kaups. Allt verð í þessari grein er fengið úr Hagkaup en þar fást allar eftirfarandi kaffitegundir. n 1 Afríkusól Meðaleinkunn: 8,5 Verð: 999 kr. Pálmar: „Yes! Nammi namm. Berja- ilmur, eins og brómber. Mér finnst það vera sætt og mjúkt. Góð sýrni. Mjúk og góð fylling. Mig grunar sterklega að þetta sé frá Afríku.“ Sigrún Jóna: „Liturinn er allavega flottur, ég sá það bara um leið og ég tók bollann. Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott. Ávextir og ber.“ Njáll: „Þetta er lifandi bolli. Loksins kominn góður kaffibolli. Það er karakt- er í kaffinu. Góð sýrni.“ 2 Bragakaffi Meðaleinkunn: 5,3 Verð: 927 kr. Pálmar: „Þetta er mjög líflegt kaffi. Ég var ánægður þegar ég fékk sopann upp í mig, en mér finnst eftirbragðið mjög spes. Mér finnst vera eitthvert eftir- bragð sem ég vil ekki hafa í kaffi.“ Sigrún Jóna: „Það er smá sýrni í því, en það er ekki mikil lykt. Það er pínu reykur í því.“ Njáll: „Þetta er eiginlega bara mikið betra en margt af því sem við höfum smakkað í dag.“ 3 Gevalia Meðaleinkunn: 4,3 Verð: 749 kr. Sigrún Jóna: „Mér fannst engin lykt og mér fannst það súrt. Það er ekki sama brennslubragðið eins og á öðru kaffi sem við höfum smakkað, en mér fannst það trénað.“ Pálmar: „Mér fannst það líflegra en margt annað sem við höfum smakkað í dag. Samt er það ekki súper ferskt. Það er svo lítill ilmur af því áður en maður smakkar og lítið eftirbragð.“ Njáll: „Þessi bolli er samt í ágætu jafn- vægi og ég myndi segja bara nokkuð notalegur.“ 4 BKI Classic Meðaleinkunn: 3,7 Verð: 659 kr. Sigrún Jóna: „Mér finnst þetta vera milt, pínu súrt en ekkert mjög mikið í gangi. Súr lykt frekar en sítruslykt. Það er ekki vond lykt af því samt, bara ekkert merkilegt.“ Njáll: „Það lyktar eins og það sé gamalt og staðið. Bragðast svolítið eins og gam- alt brúsakaffi. Það er bæði súrt og trénað.“ Pálmar: „Mér finnst það einmitt milt og mjúkt. Það er eiginlega frekar „dull“ [dauft] og venjulegt. Ég væri alveg til í að sötra þetta með kökum í fermingar- veislu.“ 5 Merrild Meðaleinkunn: 3,5 Verð: 789 kr. Pálmar: „Ég fann bara á lyktinni að það yrði súrt. Það er ekki mikið líf í því. Bara frekar milt og venjulegt.“ Sigrún Jóna: „Það er flatt bara.“ Njáll: „Mér finnst þetta bara vera kaffi. Ég myndi drekka það ef einhver myndi rétta mér það, en ég myndi ekki endilega kaupa mér það.“ 6 Bragakaffi Columbia Meðaleinkunn: 3,3 Verð: 927 kr. Njáll: „Þetta myndi væntanlega flokkast sem meðalristað. Það er súrt eftirbragð. Aftur á móti kemur minni beiskja. Þetta er þægilegri bolli en margt annað sem við höfum smakkað.“ Sigrún Jóna: „Það er súrt og það er eftirbragð.“ Pálmar: „Þetta er svona í meðallagi.“ 7-10 Kaaber Columbia Meðaleinkunn: 2,7 Verð: 869 kr. Pálmar: „Mjög gróft. Í fyrsta sopanum fann ég strax mikla brennslutóna.“ Sigrún Jóna: „Það er eiginlega engin lykt. Eftir- bragðið er samt ekki það versta, bara í mildari kantinum. Það heldur samt áfram að magnast. Maður finnur það ekki fyrst.“ Njáll: „Létt, milt og pínu súrt. Samt svolítið Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Hæg uppáhelling Við smökkunina var notast við svokallaða hæga uppáhellingu, upp á gamla mátann. Dómnefnd að störfum Sigrún Jóna, Pálmar og Njáll ræða málin. MyNDir Sigtryggur Ari Forðist falsaðar snyrtivörur Margir neytendur hafa látið freistast af fölsuðum vörum, sem eru í flestum tilfellum töluvert ódýrari en fyrirmyndin. Að sjálf- sögðu ættu allir að reyna að forð- ast vörusvik af öllu tagi – en fals- aðar snyrtivörur geta beinlínis verið hættulegar. Sýkingar og ofnæmi Í nýlegri rannsókn kemur fram að einn af hverjum tíu sem kaupir sér snyrtivörur á netinu hafa fengið senda falsaða vöru. Þriðj- ungur kaupenda fer á netið í leit að ódýrari snyrtivörum en fást jafnan í snyrtivöruverslunum. Falsaðar snyrtivörur eru ekki gerðar með sömu efnum, formúl- um eða nýsköp- un og fyrir- myndin. Þótt þú haldir að þú sért að gera reyfara- kaup gætir þú átt á hættu að fá sýkingar og alvarleg of- næmisviðbrögð. Snyrtivöruframleiðendur þurfa að fylgja ströngum reglum varð- andi gæðaeftirlit og nýsköpun og hafa varið bæði tíma og pen- ingum í rannsóknir og prófanir. Framleiðendur fölsuðu snyrtivar- anna spila, eins og gefur að skilja, ekki eftir sömu leikreglum og geta þess vegna selt vörurnar sín- ar á margfalt lægra verði. Fyrirtæki höfða mál Fyrirtæki hafa gengið svo langt að höfða mál gegn þeim sem selja eftirlíkingar til þess að tryggja orðspor vörumerkisins. Í desember síðastliðnum sömdu forsvarsmenn verslunarkeðjunn- ar Target í máli þar sem þeim var gert að sök að selja falsaðar MAC- vörur í verslunum sínum. Þurftu þeir að greiða fyrirtækinu Estée Lauder, eiganda MAC-vörumerk- isins, eina milljón bandaríkjadali í bætur, fjarlægja vörurnar úr verslunum sínum og birta leið- réttar auglýsingar í verslunum sínum, bæklingum og á netinu. Svona kemur þú auga á fölsun n Áletrunin er skrítin Letur- gerðin skiptir framleiðendur máli. Leitaðu eftir skökku letri og rangri leturgerð. n Slitnar umbúðir Umbúðirnar eiga að vera samhverfar. Kassarnir utan um fölsuðu snyrtivörurnar eru oft settir saman á ranga vegu. n Of lágt verð Spurðu sjálfan þig hvers vegna verðið á þessari vöru er svona mikið lægra en í snyrtivöru- verslunum. Ef verðmunurinn er mikill eru líkur á að varan sé fölsuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.