Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Qupperneq 27
Lífsstíll 27 43 Vertu bæði bjartsýn/n og raunsæ/r. Temmileg blanda af þessu ætti að gefa manni ágætis jafnvægi. 44 Ekki ofdekra börnin þín.Stundum höldum við að því meira sem við gefum börnunum okkar því ánægðari verði þau. En stundum er minna meira. Börn læra frekar að meta hlutina ef þau fá ekki alltof mikið. 45 Ekki reyna að vera of fullkomin/n. Vertu besta útgáf- an af sjálfum þér en það er enginn fullkomin/n. Vertu þú sjálf/ur. 46 Ekki týna þér í for-eldrahlutverkinu. Það er okkur öllum mikilvægt að eiga eigið sjálf. Alltof margir gleyma sjálfum sér í foreldrahlut- verkinu og það kemur niður á fólki fyrr eða síðar. 47 Eigðu góða vini. Haltu í góðu og traustu vinina. Sinntu vináttunni. Góðir vinir eru til staðar á góðum og slæm- um tímum, það er því mikilvægt að rækta vinskapinn vel. 48 Haltu utan um markmiðin þín. Settu þér raunhæf markmið og gerðu þitt besta til þess að ná þeim. 49 Ekki láta vaða yfir þig Hvort sem það á við um vinnuna, sambandið þitt eða vinskap; ekki láta neitt vaða yfir þig. 50 Haltu góðu sambandi við foreldra þína. Ræktaðu sam- bandið við foreldra þína, enginn er eilífur og það er of seint að lappa upp á sambandið eftir að þau eru farin. 51 Þakklæti. Alltof oft gleymum við að vera þakklát fyrir það sem við eigum. 52 Ekki lifa í eftirsjá. Ekki hugsa um það af hverju þú gerðir ekki hlutina, lífið er núna, ekki í fortíðinni. 53 Haltu góðum minningum en slepptu þeim vondu. Hættu að hugsa um hluti sem láta þér líða illa. 54 Ekki hugsa í peningum. Peningar geta vissulega veitt visst frelsi en þeir eru ekki allt. Njóttu þess sem virkilega skiptir máli í lífinu. 55 Sumir hugsa endalaust um hvað þeir vilji eignast. Flotta hönnunarhluti og dýra hönnun. Notaðu frekar peningana til þess að gera skemmti- lega hluti. Farðu í ferðalög og njóttu lífsins. 56 Vertu í kringum hamingju-samt og jákvætt fólk. Neikvætt fólk dregur mann niður. 57 Gleddu aðra. Það er gott að gleðja. Gefðu þínum nánustu litlar gjafir af tilefnislausu. 58 Þróaðu nýja hæfileika. Próf-aðu eitthvað sem þig langar að gera en heldur að þú sért ekki fær um. 59 Fáðu þér gæludýr. Rannsóknir hafa sýnt að umönnun gæludýra minnkar einsemd og veitir hamingju. 60 Æfðu íþróttir. 61 Taktu myndir.Minningarnar lifa á myndum. Taktu nóg af myndum og njóttu þess að skoða skemmtilegar myndir. 62 Hafðu þig til.Það veitir vellíðan að líta vel út. Vikublað 8.–10. júlí 2014 Hvað gerir okkur hamingjusöm? n Þetta gerir hamingjusamt fólk n 62 hlutir sem hamingjusamir mæla með n Hugleiðsla, sjálfsrækt, góð samskipti og hlátur mikilvægir þættir Sítrónur til margs góðar Ávöxturinn sítróna er til margs nýtilegur annars en til að borða. Þær eru góðar gegn bólum og fílapensl- um. Skerðu niður sneið af sítrónu og nuddaðu henni yfir andlitið. Þú getur líka sett nokkra dropa af hunangi með áður en þú setur sítrónuna á andlitið. Leyfðu þessu að vera á andlitinu í fimm til tíu mín- útur áður en þú hreinsar af. Þær lýsa upp ör og dökka bletti. Sítrónur eru gæddar þeim eiginleika að geta lýst upp dökk svæði. Það getur virkað á ör að setja sítrónu á örina í þeim tilgangi að lýsa hana. Passaðu þig þó vel að setja ekki sítrónu á opið sár, því fylgir mikill sársauki. Gera tennurnar hvítar. Sítrónur lýsa tennurnar líka. Það get- ur verið ansi dýrt að fara í tannhvíttun en náttúruleg leið er að nota sítrónur á tennurnar. Blandaðu saman matarsóda og sítrónusafa og settu á tennurnar. Hafðu á í um mínútu (alls ekki lengur) og burstaðu svo burt með tannbursta. Þurrka upp fituga húð. Margir berjast við fituga húð. Þá getur verið gott að bera sítrónusafa á húðina því hún þurrkar hana upp. Settu nokkra dropa af sítrón- unusafa í bómull og þrífðu andlitið með því áður en þú ferð að sofa. Þvoðu svo af með vatni morguninn eftir. Viltu lýsa hárið? Sítrónur hjálpa þér til með það. Blandaðu sítrónusafa út í hárnæringuna og berðu í hárið áður en þú ferð út í sólina. Hafðu það í hárinu í nokkrar klukkustund- ir (ekki of lengi) og skolaðu svo í burtu. Þetta þarf líklega að gera í nokkur skipti áður en árangur sést. 1 2 3 4 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.