Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 8.–10. júlí 2014 Þetta er ferlegt Óttast sjúkdómahættu Ætlum ekki að hætta Að gera fyrst og hugsa svo – aðstandandi Helenar og Nancy Gunnarsdætra sem misst hafa fyrirtækið. – DV. – Sigrún Magnúsdóttir framsóknarkona um innflutning fersks kjöts. – Morgunblaðið. – Hjördís Guðmundsdóttir um Fönn sem brann til kaldra kola. – DV.is E itt af helstu einkennum ráða- manna Framsóknarflokksins er sú tilhneiging að ákveða eitthvað, segja það, og hugsa svo um hvort það sé skyn- samlegt eða jafnvel framkvæman- legt yfirhöfuð. Eftir stendur samt að stjórnendur flokksins eru búnir að ákveða viðkomandi hlut, þeir eru búnir að lofa honum, og þurfa þá að finna leiðir til að standa við hann. Einu gildir þó hvort loforðið eða ákvörðunin sé óskynsamleg. Þetta viðkvæði má hafa um loforð flokksins um skuldaleið- réttingar fyrir og eftir síðustu kosn- ingar. Flokkurinn hafði takmarkað- ar hugmyndir um hvernig ætti að standa við loforðið um 300 millj- arða skuldaafskriftir sínar handa almenningi en lofaði þeim samt og fékk fjórðung atkvæða í landinu. Efndirnar á afskriftarloforðinu voru svo allt aðrar en flokkurinn hafði lof- að enda var loforð flokksins óraun- hæft og óábyrgt. Hið sama á við núna um þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhanns- sonar að flytja höfuðstöðvar Fiski- stofu frá Hafnarfirði til Akureyrar: Sigurður Ingi ákvað flutninginn fyrst en ætlar svo að athuga hvort hann sé framkvæmanlegur og skynsamleg- ur: „Næstu tvo mánuði munum við kortleggja hvernig hægt verður að framkvæma þetta með skynsömum hætti fyrir bæði starfsfólk og stofn- un,“ sagði ráðherrann í samtali við Moggann í vikunni. Fleiri sambæri- leg dæmi mætti nefna. Þegar litið er til þessarar tilhneig- ingar ráðamanna flokksins að segja hluti sem þeir geta svo ekki útskýrt, rökstutt eða staðið við er ekki skrít- ið að almenningur eigi í erfiðleik- um með að skilja framsóknarmenn og stefnu flokksins. Þetta skilning- leysi hefur hingað til bara verið óopinbert en virðist nú vera orðið opinbert ef marka má þingflokksfor- manninn, Sigrúnu Magnúsdóttur. Í vikunni sagðist hún sakna „fjöl- miðils sem skilji Framsóknarfólk og stefnu þeirra“. Ef fjölmiðlarnir skilja ekki Framsóknarflokkinn er nokk- uð ljóst að almenningur gerir það ekki heldur, meðal annars þeir sem kjósa flokkinn, og þess vegna lækkar fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Ástæðan fyrir þessu er frekar ein- föld: Framsóknarflokkurinn stendur ekki fyrir neitt annað en lýðskrum og hentistefnu og er gjörsamlega kjarnalaus flokkur. Almenningur skildi Framsóknar- flokkinn hins vegar ágætlega, að minnsta kosti sumir eða sem nem- ur um fjórðungi þjóðarinnar, þegar flokkurinn lofaði 300 milljarða eignaupptöku til að greiða niður skuldir fólks fyrir kosningarnar 2013. Þau skilaboð voru skýr. Skilaboð- in sem ekki voru skýr fyrir eða eft- ir kosningar var hvernig flokkurinn ætlaði að efna þetta háleita loforð. Þetta lá aldrei ljóst fyrir og gerir ekki enn. Skuldaafskriftirnar sem ríkis- stjórnin hefur boðað eru ekki efnd- ir á þessu loforði Framsóknarflokks- ins heldur útfærsla sem byggist ekki á neinu kosningaloforði. Að sama skapi skilur fólk þegar Sigurður Ingi segir að hann ætli að flytja Fiskistofu til Akureyrar. En enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort það sé skynsamlegt að flytja stofn- unina þó ljóst sé að ráðherrann vill gera þetta af þeirri einföldu ástæðu að svona er byggðastefna flokksins. Með þessum orðum sínum skorar Sigurður Ingi stig í nokkrum hópum, til dæmis meðal Akureyringa, ein- hvers landsbyggðarfólks og jafnvel hjá flestum þingmönnum norðaust- urkjördæmis. Svo á eftir að koma í ljós hvort þetta var skynsamleg, óhugsuð ákvörðun hjá Sigurði Inga. Framsóknarmenn halda því gjarnan á lofti, til dæmis Sigrún Magnúsdóttir í vikunni, að merki- legt sé að fylgi Framsóknarflokksins mælist yfirleitt svo lítið á kjörtímabil- inu sjálfu en svo fái flokkurinn alltaf betri kosningu þegar búið er að telja atkvæðin úr kjörkössunum. Yfirleitt er talað um þessa staðreynd eins og hún sé óútskýrð, furðuleg, einhvers konar gáta. Svarið við henni er hins vegar lík- lega frekar einfalt: Fyrir kosningar lofar Framsóknarflokkurinn yfirleitt einhverju einföldu, en jafnframt van- eða óhugsuðu, upp í ermina á sér til að tryggja sér atkvæði frá fólki sem fær glýjuna í augum yfir gylliboðinu. Á milli kosninga eru skilaboð Framsóknarflokksins svo ekki eins skýr og þar af leiðandi er skilningur fjölmiðla og kjósenda á flokknum eftir því. Nú ætla ég ekki að þykjast vera ókunnugur því að gera mistök og taka vanhugsaðar ákvarðanir. Flest- ir, ef ekki allir, menn eru breyskir og gera mistök. Fólk er svo mismun- andi fljótfært og gjarnt á að taka skjótar og vanhugsaðar ákvarðanir. Um daginn bókaði ég til dæmis flug- miða frá landi B til lands A þrátt fyr- ir að ég hefði ætlað að bóka frá ríki A til B og kostaði það mig dágóð- an skilding að leiðrétta þessi mis- tök mín. Einstaklingsbundin mis- tök okkar sem persóna bitna oftast hins vegar bara á okkur sjálfum eða fámennum hópi í kringum okkur en ekki á almannahagsmunum. En þegar stjórnmálaflokki og heilu landi er stýrt af mönnum sem ítrekað ákveða að gera hluti áður en þeir hugsa um þá og ígrunda hvað þeir eru að gera er eitthvað meira en lítið að. Ekki er hægt að skrifa þessa tilhneigingu ráðamanna Framsóknarflokksins til að taka lítt hugsaðar ákvarðanir á mistök af þeirra hálfu. Miklu frekar ákveða þeir að gera það sem þeir vilja án þess að velta því fyrir sér af því það rímar við pólitík flokksins. Þannig verður stefna og vilji Framsóknar- flokksins æðri almannahagsmun- um. Stjórnmálaflokkar sem fara með ríkisvaldið verða að gaumgæfa ákvarðanir sínar af því þær snú- ast um hagsmuni almennings og þeir bera ábyrgð gagnvart öðrum en bara sjálfum sér. Þeir verða því að veita loforð og taka ákvarðanir á grundvelli hugsunar. Ef þeir gera það ekki, líkt og Framsóknarflokk- urinn, er ekkert skrítið að almenn- ingur skilji ekki hvað flokknum gengur til og alveg ljóst að almenn- ingur kýs ekki stjórnmálaflokk sem hann skilur ekki. n Auðmaður Úlfars Rithöfundurinn Úlfar Þormóðs- son greinir frá því í nýjustu bók sinni, Ugg, að hann hafi suð- að í auðmanni nokkrum um að fá að skrifa ævisögu hans. Auðmaðurinn er ekki nefnd- ur í bókinni en eðlilega spyr lesandinn sig að því um hvern ræðir. Úlfar þekkir greinilega manninn og er ágætlega hlýtt til hins virðist vera þar sem hann segir hann „kurteisan“ en „staurblankan“ útrásarvíking. Fróðlegt verður að sjá hvort eitthvað verður úr þessu sam- starfsverkefni og þá einnig, vit- anlega, um hvaða mann ræðir. Mogginn og Már Morgunblað Davíðs Oddssonar hefur aldrei farið leynt með að blaðið hafi horn í síðu Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra. Blaðið hefur fjallað mikið um hann, sérstaklega kostnaðinn vegna launamálsins sem hann höfðaði gegn bankanum. Már er einn þeirra sem hefur sótt um starf seðlabankastjóra og kemur umræðan um kostnað- inn vegna dómsmálsins því illa við hann. Staða annars um- sækjanda, Ragnars Árnasonar, vænkast hins vegar nokkuð en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa starfið. Fáir Íslendingar í Vatíkaninu Tryggvi Þór Herbertsson, sem fer fyrir skuldaleiðrétting- um ríkisstjórnarinnar, greindi hróðugur frá því á Facebook á föstudaginn að umsóknir um skuldaafskrift- ir hefðu borist frá 103 löndum. Meðal annars sagði Tryggvi að umsókn hefði borist frá Vatíkaninu. Ekki búa margir Íslendingar í Vatíkan- inu, svo vitað sé, en þekkt er að að minnsta kosti einn dvelji þar um þessar mundir. Þetta er lögfræðingurinn Hjálmar Blön- dal, fyrrverandi blaðamaður og aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en hann leggur stund á lögfræði tengd kirkju- rétti í Vatíkaninu. Spurningin sem eftir stendur er hvort upp- lýsingarnar frá Tryggva Þór séu í reynd persónurekjanlegar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Þannig verð- ur stefna og vilji Framsóknarflokksins æðri almanna hagsmunum. Á hugi iðnaðarráðherra á bandarísku verslunarkeðj- unni Costco vakti áhuga minn. Í fréttum sagði ráð- herra að áform fyrirtækisins um að opna verslun á Íslandi gæti verið liður í að auka samkeppni og lækka vöruverð. Þá mátti skilja að það væri jafnvel vilji til að endur- skoða lagaumhverfið til að liðka um fyrir bandarísku verslunarkeðjunni. Ég er innilega sammála því að auk- in samkeppni er af hinu góða en er það virkilega svo að bandarísk versl- unarkeðja þurfi að berja að dyrum til að stjórnvöld taki við sér? Ég veit nefnilega ekki betur en að seljend- ur sem fyrir eru á markaði hafi lagt fram álíka óskir í gegnum tíðina án þess að hafa haft erindi sem erfiði. Málið snýst að einhverju leyti um tolla og gjöld á innflutt mat- væli og leyfi til að flytja inn ferskt kjöt (ath. þeir sem eru á móti slíkum innflutningi tala iðulega um hrátt kjöt). Á Íslandi er tollvernd mikil og mjög líklegt að matvöruverð myndi lækka með afnámi verndartolla. Ef stjórnvöld vilja raunverulega meiri samkeppni þá afnema þau einfald- lega tolla á innfluttum landbúnað- arafurðum. Það er einfalt skref sem hagsmunasamtök neytenda og selj- enda hafa kallað eftir um árabil. Málið snýst líka um þær höml- ur sem eru á innflutningi á matvæl- um frá Bandaríkjunum og snúast að stóru leyti um merkingar. Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og því gilda að mestu sömu lög og reglur um matvæli (til dæmis eft- irlit og merkingar) hér og í lönd- um Evrópusambandsins auk Nor- egs. Greinargóðar merkingar skipta neytendur miklu máli. Við eigum rétt á að vita hvaða innihaldsefni eru í þeim mat sem við kaupum, hvert næringargildið er, hvar mat- vælin eru framleidd og hversu mikið magn við erum að kaupa svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta sjálfsagðar upplýsingar en við getum ekki treyst því að framleiðendur upplýsi okkur nema þeir séu beinlínis skyldaðir til þess og einmitt þess vegna höfum við sett reglur. Allir sem flytja inn matvæli og selja á Íslandi þurfa að fylgja þessum reglum. Þegar mat- vörur eru fluttar inn frá Banda- ríkjunum eða landa utan EES get- ur þurft að merkja þær sérstaklega þar sem aðrar reglur gilda í þess- um löndum. Ef markmiðið er að auka samkeppni er því væntanlega mun einfaldara að auka innflutning á landbúnaðarafurðum frá Evrópu en það virðist ekki jafn spennandi í augum stjórnvalda. Það er í sjálfu sér eðlilegt að ráð- herra skoði þær óskir sem Costco setur fram en það er ekki hægt að gefa neinn afslátt þegar kemur að því að upplýsa neytendur og all- ar hugmyndir um að breyta regl- um um merkingar þarf að skoða mjög vandlega. Þá er rétt að ítreka að reglur sem gilda um matvæli eru ekki settar til að klekkja á seljend- um heldur til að vernda neytendur. Hvað varðar sölu á áfengi eða lyfjum í verslunum þá eru bæði kostir og gallar við að auka aðgengi að þess- um vörum. Ef reglum verður breytt þá hlýtur það að vera eftir vandlega yfirlegu og vegna þess að við teljum að breytingin þjóni hagsmunum neytenda en ekki til að koma á móts við þarfir einstakra seljenda. n Skiptir máli hvaðan samkeppnin kemur? Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar Kjallari „Það er í sjálfu sér eðlilegt að ráð- herra skoði þær óskir sem Costco setur fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.