Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2014, Síða 14
Vikublað 8.–10. júlí 201414 Fréttir Viðskipti S kúli Mogensen, fjárfestir og eigandi flugfélagsins Wow air, veðsetti eignarhaldsfélag sitt Kotasælu ehf. fyrir 150 milljóna króna láni í ágúst í fyrra. Lánið er frá Arion banka. Þetta kemur fram í tryggingabréfi sem gef- ið var út í fyrra vegna þessara við- skipta. Kotasæla á meðal annars eignir eins og húsið á Fjölnisvegi 11, sem félagið keypti af útgerðar- manninum Guðmundi Kristjánssyni í Brim, og jarðir og sumarhús í Kjós- arhreppi. Skúli hefur síðustu árin sett mikla fjármuni inn í Wow air og hefur sannarlega verið eftir því tekið hversu myndarlega hann hefur viljað koma flugfélaginu á koppinn. Í nóv- ember í fyrra setti Skúli 500 milljónir króna inn í Wow air og hafði þá sett alls 1.500 milljónir króna inn í flug- félagið frá stofnun þess. Félag Skúla, Títan fjárfestingafélag, hefur sett fjármunina inn í fyrirtækið. Eignakaup Skúla Kotasæla ehf. tengist rekstri Wow ekki með beinum hætti þótt félag- ið sé skráð í höfuðstöðvum flugfé- lagsins að Höfðatúni 2. Skúli hefur notað félagið til að kaupa upp fast- eignir á Íslandi eftir hrunið 2008. Kotasæla keypti jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjós af Orkuveitu Reykjavíkur eftir útboð árið 2011en þá seldi fyrirtækið talsvert magn eigna til að reyna að grynnka á skuld- um sínum. Sagðist tilbúinn með þrjá milljarða Eftir hrunið árið 2008 flutti Skúli til Íslands eftir að hafa stundað ábatasöm viðskipti með fyrirtæk- ið OZ Communications í Kanada. Það fyrirtæki var stofnað á grunni ís- lenska fyrirtækisins OZ sem fór illa út úrnetbólunni í byrjun aldarinn- ar eftir að hafa safnað miklu hluta- fé hjá fjárfestum á Íslandi. Í blaða- viðtali eftir hrunið 2008 sagðist hann vera tilbúnn með þrjá milljarða til fjárfestinga á Íslandi. Spurningin er hversu mikla fjármuni Skúli á eftir til að koma Wow betur á koppinn. Afar kostnaðarsamt, sem og áhættusamt, er að stofna flugfélag og hefur Skúli nú þegar dælt umtalsverðum fjár- munum inn í fyrirtækið. Þolinmóður sölumaður Skúli eignaðist leifarnar af OZ út úr Landsbankanum eftir einkavæð- ingu bankans árið 2002 og fór með félagið til Kanada og vann áfram með eignir þess og þróaði þær áfram. Í byrjun efnahags- hrunsins um haustið 2008 seldu Skúli og meðfjárfestar hans OZ Communications svo til finnska farsímarisans Nokia fyrir verð sem aldrei hefur verið gefið upp. Í um- fjöllun um Skúla í DV árið 2011 var sagt að hann væri þolinmóður fjár- festir og var vísað til þess að á end- anum hagnaðist hann sannarlega á OZ. „Hann er búinn að vera mjög þolinmóður sölumaður. Það er kannski besta lýsingin á honum. Ég held að hann hafi keypt sig þrisvar inn í Oz. Á endanum græddi hann fullt af peningum á þessu. Þannig að það er ákveðin þolinmæði. Þetta er eitt af einkennum Skúla: Hann hefur úthald.“ Eignaðist húsið aftur Kaup Skúla á húsinu á Fjölnisvegi 11 vöktu talsverða athygli árið 2013 þar sem hann hafði áður átt hús- ið. Það var á árunum 1998 til 2002 þegar vegur OZ var sem mestur á Íslandi. Fjárfestirinn Bogi Pálsson, sem yfirleitt er kenndur við Toyota- umboðið, keypti húsið svo af Skúla og bjó þar til 2005 þegar Guðmund- ur Kristjánsson í Brim keypti húsið af honum. Hannes Smárason keypti húsið svo af Guðmundi árið 2007 og svo eignaðist Guðmundur það aft- ur eftir hrun. Loks keypti Kotasæla húsið svo 2013. Þeir Guðmundur og Skúli hafa því báðir átt húsið tvisvar sinnum á liðnum árum. n Skúli veðsetti Kotasælu fyrir 150 milljónir króna n Skúli Mogensen tók lán út á fasteignir sínar n Keypti Fjölnisveg 11 aftur Í annað sinn Skúli eignaðist Fjölnisveg 11 í annað sinn í fyrra. Húsið er meðal þess sem veðsett er í félaginu Kotasælu. Mynd Sigtryggur Ari ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Fasteignafélagið veðsett Skúli veðsetti fasteignafélag sitt í fyrra en félagið hefur hann meðal annars notað til að kaupa Fjölnisveg 11 og jarðir í Kjós. Mynd Sigtryggur Ari „Hann er búinn að vera mjög þolin- móður sölumaður Telja styrkingu ólíklega Seðlabankinn mun hefja aftur kaup á gjaldeyrismarkaði K rónan stóð næstum óbreytt á milli mánaða í júní. Í lok mánaðarins kostaði ein evra 154,5 krónur í samanburði við 154 krónur í lok maí. Á móti Bandaríkjadal stóð hún nokkurn veginn óbreytt í 113 krónum. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Lands- bankans sem birt var á mánudag. Hagfræðideild Landsbankans tel- ur ólíklegt að krónan eigi eftir að styrkjast næstu mánuði. Í umfjöllun Hagsjár kemur fram að 85 milljónir evra, 13,1 milljarð- ur króna, hafi skipt um hendur í mánuðinum, sem er nokkuð ná- lægt meðalveltu síðustu mánaða. „Markaðurinn var mjög rólegur megnið af mánuðinum, en lifnaði við undir lokin. Vel yfir helmingur af veltu mánaðarins átti sér stað á seinustu þremur viðskiptadögum. Þar af átti þriðjungur af allri veltu mánaðarins sér stað á mánudegin- um 30. júní,“ segir í Hagsjá. Þá er tekið fram að peninga- stefnunefnd Seðlabankans hafi sérstaklega tilkynnt þann 11. júní síðastliðinn að hann muni hefja aftur regluleg kaup á gjaldeyris- markaði, en bankinn gerði hlé á þeim kaupum í árslok 2012. Hyggst Seðlabankinn kaupa þrjár milljón- ir evra á gjaldeyrismarkði hvern þriðjudag út september. Í umfjöllun Hagsjár kemur fram að raungengi krónunnar hafi hækkað nokkuð síðan það var sem lægst um mitt ár 2009, hvort sem litið sé á raungengi miðað við verð- lag eða launakostnað. „Alls var raungengið 23% hærra á öðrum ársfjórðungi 2014 en sama tímabil 2009 ef miðað er við verðlag og 39% hærra ef miðað er við launa- kostnað. Í seinustu fundargerð peningastefnunefndar kom fram að nefndin telur að raungengið sé nú ekki fjarri því sem telja mætti ásættanlegt næstu misserin.“ n Krónan Raungengi krónunnar hefur hækkað nokkuð síðan það var sem lægst árið 2009. Kostnaður VÍS 250 milljónir Kostnaður tryggingafélagsins VÍS af brunanum í Skeifunni á sunnudag verður að hámarki 250 milljónir króna. Þetta kemur til vegna samninga félagsins við er- lenda endurtryggjendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tryggingafélaginu. Þar segir enn fremur að til samanburðar nemi sú hámarksfjárhæð um tveimur prósentum af tjónakostnaði VÍS á árinu 2013. „Starfsfólk VÍS leggur nú kapp á að veita viðskiptavin- um sem lentu í tjóninu skjóta og góða þjónustu svo þeir geti haf- ið starfsemi sína aftur sem fyrst,“ segir í tilkynningunni. Krafnir um 10 milljarða Þrotabú Kaupþings krefur þrjá fyrrverandi stjórnendur bank- ans og stærsta lántakanda hans í Lúxemborg um tæplega 10 milljarða króna í skaðabætur í máli sérstaks saksóknara gegn þeim. Upphæðin myndi duga til að reka Háskóla Íslands í tæp- lega tvö ár. Sérstakur saksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg og Guð- nýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjár- málastjóra Kaupþings, fyrir stór- felldan fjárdrátt en til vara fyrir umboðssvik. Skúli Þorvaldsson var stærsti lántakandi Kaupþings í Lúxem- borg en hann er ákærður fyrir hylmingu, en til vara fyrir pen- ingaþvætti, fyrir að hafa tek- ið við téðum millifærslum og hagnast á því að valda Kaup- þingi tjóni. Kjarninn hefur birt ákæruna á vefsíðu sinni en ákæruefnið eru tæplega 10 milljarða króna millifærslur frá Kaupþingi til Kaupthing Bank í Luxemborg – sem þaðan runnu inn á reikn- inga Marple Holding SA, sem var í eigu Skúla – á tímabili frá árslokum 2007 fram í júlí 2008. Sérstakur saksóknari fer fram á að fjórmenningunum verði refsað fyrir athæfið, en þar að auki krefst þrotabú Kaup- þings þess að fjármunirnir verði endurgreiddir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.