Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 33
Búnaðarskýrslur 1951
31
í annan stað er þess að gæta í sambandi við verðmæti sauðfjár í
töflu IX, að í þremur sýslum, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Rangárvalla-
sýslu (4 hreppum hennar) og Árnessýslu, svo og i þremur kaupstöð-
um (Keflavik, Hafnarfirði og Reykjavík), er verulegur hluti verðmætis
sauðfjárafurða beinlínis vegna niðurskurðar sauðfjárstofnsins. Það
verðmæti, er fram kemur vegna niðurskurðarins sérstaklega, verður
réttast metið með því að athuga, hvað fengizt hefur fyrir sama bústofn,
sem settur var á vetur haustið áður, 1950. Um þann bústofn er framtalið
í árslok 1950 eina heimildin, sem á verður byggt. Samkvæmt því var
sauðfjárstofn þessara sýslna (hreppa í Rangárvallasýslu) og kaupstaða
sem hér segir, þegar niðurskurður fór fram:
Ær Hrútar SauSir Gemlingar
Reykjavik 616 19 - 160
Hafnarfjörður 280 8 - 60
Keflavík 115 4 - 16
Gullbringu- og Kjósarsýsla .... 6 109 133 42 1 299
Rangárv.sýsla vestan Ytri-Rangár 5 410 115 51 1 886
Árnessýsla 26 250 543 169 6 886
Frá þessu dragast 39 ær, 12 hrútar og 20 gemlingar, er eftir lifðu
í Gullbringu- og Kjósarsýslu (Engeyjarbúið), svo og 5 ær, sem taldar
eru fram í árslok 1951 í Ásahreppi i Rangárvallasýslu (eflaust fóðurfé
austan Ytri Rangár).
Ef verðmæti þessa fjár er reiknað eins og annars sláturfjár í þess-
um kaupstöðum og sýslum, nemur það þessum upphæðum:
Þús. kr.
Reykjavik ...................................... 156
Hafnarfjörður ................................... 59
Keflavik ........................................ 26
Gullbringu- og Kjósarsýsla ................... 1 383
Rangárvallasýsla ............................. 1 510
Árnessýsla ................................... 6 615
Séu nú þessar upphæðir dregnar frá verðmæti sauðfjárafurða í
þessum kaupstöðum og sýslum samkvæmt töflu IX, þá kemur fram
það verðinæti afurðanna, er gera má ráð fyrir, að orðið hefði, ef ekki
hefði verið niðurskurður, sem hér segir:
Þús. kr.
Kaupstaðir á Suðvesturlandi ............... 108
Gullbringu- og Kjósarsýsla .................... 1 019
Rangárvallasýsla .............................. 6 836
Árnessýsla .................................... 4 989
Þannig talið er verðmæti sauðfjárafurða í þessum sýslum og kaup-
stöðum nær því að vera sambærilegt við verðmæti sauðfjárafurða í
þeim sýslum, þar sem ekki var niðurskurður.
Þó er við þann samanburð enn margs að gæta, m. a. þess, að viða
urðu verulegar breytingar á bústofninum, þó að niðurskurður færi þar