Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 35

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 35
BúnaSarskýrslur 1951 33* herti, gerðu menn aðalfóðurkaupin vorið 1951. — Fóðurkaup í öðrum sýslum en þeim, sem hér hafa verið nefndar, voru aðallega innflutt kjarnfóður handa kúm og fuglafóður og dálítið af síldarmjöli til að gefa sauðfé með beit. Því miður er i búnaðarskýrslum aðeins talið fram verðmæti þess fóðurs, sem keypt er, en ekki magn þess. Þar sem verðbreytingarnar eru eigi aðeins frá ári til árs, heldur líka miklar á sama ári og fóðrið er keypt, verður magn þess ekki reiknað út frá verðinu. Hins vegar hefur vegna útreiknings á verðgrundvelli landbúnaðarafurða verið safn- að skýrslum um innfluttar fóðurvörur og síldar- og fiskmjöl selt til fóðurs innanlands frá 1. júlí til jafnlengdar næsta ár. Frá 1. júlí 1949 til jafnlengdar 1950 reyndust innfluttar fóðurvörur nema 14 086 tonn- um, en síldar- og fiskmjöl selt til fóðurs innanlands var á sama tíma- bili 7300 tonn. Tilsvarandi tölur 1950—51 voru: innfluttar fóðurvörur 13 661 tonn og síldar- og fiskmjöl selt til fóðurs 3848 tonn, og 1951— 52: innfluttar fóðurvörur 15 328 tonn og síldar- og fiskmjöl selt til fóðurs 3542 tonn. Hér er árum skipt á annan veg en í búnaðarskýrsl- unum, og svo er þess enn að gæta, að í harðindum er gripið til þess að nota matvöru til fóðurs. Samkvæmt búnaðarskýrslunum var alls keypt fóður fyrir 42,6 rnillj. króna 1951, en fyrir 29,0 millj. kr. 1950. Þetta er mikil hækkun í krónum reiknað, en hitt er óvíst, að magn kjarnfóðurs hafi aukizt nokkuð, þar sem í verðinu 1951 er bæði tals- vert mikið af heyi umfram það, er var 1950, og verðhækkun fóðurvör- unnar var mjög mikil, einkum á árinu 1950. Kaup á tilbúnum áburði töldust 18,7 millj. kr. 1951, en 13,6 millj. kr. 1950. Hækkunin stafar einvörðungu af verðhækkun. Innflutn- ingur hreinna áburðarefna var mjög líkur að magni bæði árin, köfn- unarefni 2470 tonn 1951, en 2406 tonn 1950, fosfórsýra 1112 tonn 1951, en 1456 tonn 1950, kalí 958 tonn 1951, en 921 tonn 1950. Á búnaðar- skýrslu á aðeins að telja fram þann áburð, sem fer til sjálfs búrekstrar- ins, ekki þann, er fer lil jarðarbóta. En hætt er við, að hér sé ekki skilið hreint á milli, enda er slíkt örðugt, þar sem venjulegast er að nota tilbúna áburðinn á ræktað land, en búfjáráburð í flög og nýrækt. Augljóst er, að langinest áburðarkaup eru talin fram þar, sem jarða- bætur eru mestar. Með ú t s æ ð i er talið allt kej'pt fræ og auk þess allt kartöfluútsæði, líka heimafengið, þó að fyrirsögnin í töflunni sé „aðkeyptar rekstrar- vörur“. Af kartöfluútsæðinu voru 7706 tunnur taldar fram sem heima- fengið útsæði, og hefði mátt draga það frá þeirri kartöfluuppskeru, sem talin er með verðmæti búsafurða. Hér hefur hver útsæðistunna verið reiknuð á 240 kr., og nemur þetta því alls 1849 þús kr., en að- kej'pt útsæði og fræ nam 1408 þús. kr. Fræ það, sem hér er um að ræða, er að mestu sáðhafrar, sem notaðir eru til sáningar á hafra- sléttum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.