Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 39

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 39
Búnaðarskýrslur 1951 37* inu, að þau eru ekki öll hér talin, því að auk þessa hefur það tekið á móti 13—14 millj. kr. greiddum í hlunnindum (talið með „öðrum tekj- um“), og er sú greiðsla allt of lágt metin. Alls eru þá talin fram sem vinnulaun hjá búlausu fólki 43—44 millj. kr., og er það aðeins 12—13 millj. kr. lægri upphæð en talin er fram sem greidd vinnulaun við land- búnað. Þær 24,2 millj. kr., sem taldar eru fram sem laun greidd í peningum til bænda í sveitum og bæjum, eru að talsverðu leyti greiðsl- ur til launamanna, sem jafnframt eru bændur, svo sem presta og kenn- ara o. fl. embættismanna í sveitum. Þá eru hér og laun, er bændur fá greidd fyrir ýmsa félagslega þjónustu, svo sem hreppstjóralaun, odd- vitalaun, stjórnarlaun í ýmiss konar félagsskap bænda o. m. fl. En verulegur hluti þessa eru líka greiðslur fyrir ýmislega daglaunavinnu, t. d. vegagerð, byggingarvinnu, bifreiðaakstur, flutninga og vinnu við jarðyrkjuvélar o. fl. Eftirtektarvert er, að fram eru talin talsvert meiri móttekin vinnulaun en greiðslur fyrir vinnu við landbúnað. Eftir skýrsl- unum má gera ráð fyrir, að mismunurinn sé um 10 millj. kr., en það verður þó ekki sagt nákvæmlega, þar sem laun móttekin í hlunnind- um liafa ekki verið sérstaklega upp gerð. Þetta stafar m. a. af því, að fram eru talin móttekin laun fyrir vinnu við fjárfestingu, en laun fyrir vinnu við fjárfestingu í landbúnaði eiga ekki að færast hér til gjalda. Annars sýnast líkur til, að þeir, sem landbúnað stunda, muni selja eins milda vinnu og þeir kaupa. Vextir af innstæðum o. fl. er alls fram talið 3,0 millj. kr., og er það ekki nema 2,4% af framtöldum innstæðum. Er það hvort tveggja, að sumir menn taka ekki vexti af peningum, er þeir lána, einkum ef um skyldmenni eða nána vini er að ræða, og að ýmsir telja ekki fram vaxtatekjur sínar, þó að þeir telji fram inneignirnar. Líklegt er, að þessi tekjuliður sé of lágt fram talinn um nálega 1 millj. kr. Aðrar tekjur eru tekjuliðir 7—10 í aðalframtalsskýrslu, þ. e. laun greidd í hlunnindum (fæði, húsnæði, fatnaður, önnur hlunnindi), tekjur konu, bætur samkvæmt almannatryggingalögum og ýmislegar aðrar tekjur. Ekki hefur þetta verið greint í sundur tölulega, en víst er, að hér gætir mest launa greiddra í hlunnindum. Tekjuliðir þessir eru alls nærri 21,9 millj. kr„ þar af 7,4 millj. kr. fram taldar af bænd- um, en 14,5 af búlausu fólki. Hjá búlausa fólkinu eru því nær allar þessar tekjur laun greidd í hlunnindum, eða milli 13 og 14 millj. kr., líklega nær 14 millj. kr„ en þó gætir þar líka nokkuð bóta frá almanna- tryggingum. Hjá bændum eru hins vegar þarna aðallega fram taldar tekjur konu, bætur frá almannatryggingum og aðrar tekjur. Fyrsti gjaldadálkur í töflu XII, tilkostnaður við landbúnaðar- framleiðslu, er tekinn úr töflu X og vísast til áður gefinna skýringa við hana. Kostnaður við húseignir er mjög lágt fram talinn, aðeins 5,2 millj. kr. og hlýtur að vera meiri, þar sem liér er um að ræða við-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.