Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 45

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 45
Búnaðarskýrslur 1951 43* þá með þeim hætti, sem nú er niður lagður: grasrótin var rist ofan af þúfunum með „undirristuspaða“, síðan var flagið oftast stungið upp með reku, moldin mulin og jöfnuð, áburði ekið í flagið og það að lok- um þakið með grasrótartorfum (,,þökunum“), sem ofan af höfðu verið ristar. Þeir, sem meira kunnu fyrir sér og betri aðstöðu höfðu, plægðu flögin og herfuðu með plóg og herfi, sem hestar drógu. Þessi aðferð við sléttun túnanna var svo seinvirk, að furðu gegnir, hverju menn komu í verk. Eftir 1920 var nokkuð almennt tekið að plægja og herfa þýfða jörð, án þess að rista grasrótina ofan af, og á nokkrum stöðum voru notaðir við þetta stórvirkir tætarar, knúðir hreyflum, svokallaðir „þúfnabanar“. I fyrstu var nokkuð algengt að láta flögin gróa upp af þeim grasrótartætlum, er í þeim voru, og voru þetta kallaðar græði- sléttur, en einnig var sá háttur hafður víða, að sá grasfræi í flögin (sáðslétta), og varð það ráðandi eftir fá ár. í 6. yfirlili sést ekki sundur- greining þaksléttu, græðisléttu og sáðsléttu fyrr en 1931, og stafar það af því einu, livernig úttekt jarðabótanna var hagað. Nýrækt túna er ekki talin sér fyrr en 1911, en áður hafði hún verið talin með túna- sléttum. Voru og lengi óglögg mörk þar á milli, því að „nýræktin" var í fyrstu mest í túnjöðrum. Þar sem tún voru vel á borin, færðist tún- gróðurinn út á jöðrum þeirra, og þegar hann hafði fengið þar yfir- hönd, var jaðarinn sléttaður með þeirri aðferð, er þá var venjulegust: grassvörðurinn ristur ofan af, flagið sléttað og þakið aftur með gras- sverðinum. Meðan þessi útfærsla túnanna var algengust, mátti við því búast, að liægt gengi nýræktin. Fer hennar fyrst verulega að gæta, þegar sáðsléttan verður algeng. Frá 1911 til 1935 er með „nýræktinni“ talið það land, sem gert var að túni „óbylt“, þ. e. grundir og annað slétt land, sem á var borið, þar til í það var kominn túngróður. Þessi útfærsla túnanna hefur ekki verið mæld og metin fyrr eða síðar, en hefur vitanlega alltaf átt sér stað þar, sem alúð hefur verið lögð við að bera á jörð. Eins og 6. yfirlit sýnir, hefur nýrækt túna farið vaxandi jafnt og stöðugt síðan ófriðnum siðari lauk, og verið mest hin síðustu árin. 6. yfirlit ber með sér, að á árunum 1911—1950 hafa 24 836 ha verið mældir sem nýrækt eða sem viðbót við það tún, er til var áður. En ekki er þar með sagt, að túnaukinn hafi raunverulega numið þessu, það sem af er öldinni. Er það hvort tveggja, að hér er eigi talin nokkur útgræðsla túna, „óbylt“, er orðið hefur fyrir 1911 og eftir 1935, og að ekki er frá dregið það tún, er fallið hefur úr rækt, en það mun vera orðið allmikið samanlagt á þeim jörðum, er fallið hafa úr byggð. Til er það að vísu, að túnum sumra þeirra jarða hafi verið vel við haldið, en hitt er algengara, að þau hafa fallið í órækt, að nokkru eða öllu leyti. — Samkvæmt yfirlitinu hafa verið sléttaðir í túni 14 831 lia 1901—50, en til mun það vera, að sami túnbletturinn hafi verið slétt- aður tvisvar á þessari hálfu öld. Eigi er vitað, live milcið hefur verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.