Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 61

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 61
Búnaðarskýrslur 1951 59* þau ár, en engar skráðar heimildir eru til um alifuglaræktina þá, nema búnaðarskýrslurnar. Varð því að fara eftir þeim. Verið getur og, að verðmæti afurða svína á stríðsárunum sé vantalið. óx svínarækt þá mjög skyndilega, en hjaðnaði líka skjótt (m. a. vegna pestar í svina- stofninum). e) Verðmæti garðafurða o. fl. 1935—1951 (sjá töflu E, bls. 38—39). Magn kartaflna og rófna er samkvæmt búnaðarskýrslum Hagstof- unnar, en það mun vera of lágt talið, eins og áður hefur verið tekið fram. Um verð þeirra garðávaxta eru til öruggar slcýrslur síðan Græn- metisverzlun rikisins tók til starfa. Skýrslum um aðrar garðjurtir og gróðurhúsaafurðir hefur ekki verið skipulega safnað fyrr en á síðustu árum, og eru þau gögn næsta ófullkomin. Eru því tölur töflunnar um aðrar garðjurtir en kartöflur og rófur og um gróðurhúsaafurðir byggðar á lauslegum áætlunum. f) Tekjur af hlunnindum 1935—1951 (sjá töflu F, bls. 40). Framtal hlunninda hefur verið mjög ófullkomið á siðustu árum, og hafa hlunnindaskýrslur þær, sem Hagstofan hefur birt, ekki verið not- aðar nema við suma liði í töflu F. Þannig eru tekjur af laxi og silungi áætlaðar hér allmiklu hærri en þær eru eftir hlunnindaskýrslum Hag- stofunnar. Hefur um það nokkuð verið stuðzt við upplýsingar frá veiði- málastjóra. Tekjur af hrognkelsi, sel, eggjum, bjargfugli og æðardún eru að mestu áætlaðar eftir því magni, sem fram hefur verið talið til hlunnindaskýrslu og þó heldur hækkaðar, en öll munu þessi hlunnindi vantalin, nema helzt æðardúnninn. Hefur verið vandað mest til fram- talsins á honum, af því að um hann þótti mestu varða. Framtal reka hefur verið svo ófullkomið, að ekki þótti nokkurt hald í, og eru tölur töflunnar um hann í raun réttri ágizkanir einar. — Verðmæti mós og skógarhöggs var að mestu áætlað eftir búnaðarskýrslum, sem að vísu eru mjög ófullkomnar að þessu leyti. Yfirleitt eru heimildir um tekjur af hlunnindum mjög ófullkomnar og óáreiðanlegar, og hljóta áætlanir þessar því einnig að vera það. g) Yfirlitstafla um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 1935—1951 (sjá töflu G, bls. 40). Samkvæmt yfirlitstöflunni hefur heildarverðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar verið: l>ús. kr. Þús. kr. 1935 .... 25 314 1944 .... 193 936 1936 .... 29 249 1945 .... 202 722 1937 .... 31 721 1946 .... 206 900 1938 .... 32 248 1947 .... 228 516 1939 .... 39 586 1948 .... 240 286 1940 59 085 1949 250 375
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.