Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 14
föstudagur 8. ágúst 200814 Helgarblað DV Vilmundur gjörbreytti viðtalsþátt- um við stjórnmálamenn og hátt- setta embættismenn í útvarpi og sjónvarpi, innleiddi rannsóknar- blaðamennsku sem ritstjóri Al- þýðublaðsins, stofnandi Nýs lands og hvatamaður að stofnun Helg- arpóstsins og innleiddi ýmsar nýj- ungar í prófkjörsslag og kosninga- baráttu. Vilmundur var feikilega afkasta- mikill stjórnmálaskýrandi, hafði mikil áhrif á endurmótun jafnað- arstefnunnar hér á landi sem um margt var stöðnuð í hans tíð og hann átti meiri þátt í því en nokk- ur annar einn einstaklingur að gera jafnaðarstefnuna aftur að hugsjón ungs fólks, eftir að marxistar höfðu rakkað hana niður, og síðar ungir frjálshyggjumenn. Skin og skúrir í Alþýðuflokknum Sem stjórnmálamaður var Vil- mundur fyrst og síðast krossfari gegn spillingu og misbeitingu valds. Hann var oft nefndur „hægri krati“ enda gagnrýndi hann staðnaða og að mörgu leyti lokaða verkalýðs- hreyfingu, talaði fyrir aukinni sam- keppni á ýmsum sviðum og var hlynntur Viðreisnarstjórn. Er hann komst á þing, 1978, fór Alþýðu- flokkurinn úr 9,1 prósents fylgi á landsvísu upp í 22 prósent sem var stærsti kosningasigur í sögu flokks- ins. Vilmundi var að verulegu leyti þakkaður sá sigur. Vilmundur var mjög ósáttur við myndun vinstri stjórnar Ólafs Jó- hannessonar vorið 1978 og átti sinn þátt í að sprengja þá stjórn haustið 1979. Í minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins sem Sjálfstæðisflokkurinn varði falli, frá því í október 1979 og fram í febrúar 1980 var Vilmundur dóms-, kirkju- og menntamálaráð- herra. Hann ritstýrði Alþýðublaðinu sumarið 1981 er ritstjórinn, Jón Baldvin, var í sumarfríi, gagnrýndi þar harkalega verkalýðsforystuna og lenti í kjölfarið í Alþýðuflokksdeil- unni við ýmsa eigin flokksmenn. Í kjölfarið fékk Vilmundur á sig dylgj- ur flokksformannsins um geðheilsu sína og hann féll í varaformanns- kjöri Alþýðuflokksins gegn Magn- úsi Magnússyni 1980 og 1982. Vilmundur gekk úr Alþýðu- flokknum í nóvember 1982 og stofnaði skömmu síðar Bandalag jafnaðarmanna í ársbyrjun 1983. Í alþingiskosningunum 1983 bauð Bandalagið fram í öllum kjördæm- um og fékk fjóra þingmenn. Vil- mundur varð fyrir miklum von- brigðum með þau úrslit og taldi að tilraun sín hefði mistekist. Hann féll fyrir eigin hendi þann 19. júní það ár. Vægðarlaus en viðkvæmur Sviplegt fráfall Vilmundar var reiðarslag í íslensku samfélagi og náði langt út fyrir raðir ættingja hans og ástvina, félaga og samflokks- manna. Engu var líkara en samviska þjóðarinnar hefði fallið frá. Hann hafði að vísu reitt ýmsa til reiði með ræðum sínum og skrifum og fram- kallað svitadropa á enni stjórn- málamanna og embættismanna í óhefðbundnum spurningarþáttum sjónvarpsins. En flestum var ljóst að Vilmundur var vænn drengur og viðkvæm sál, þó hann væri ör og af- dráttarlaus í framkomu. Hann var feikilega ritfær, ágætur ræðumaður, bjó yfir óvenju víðtækri þekkingu á samtíð og sögu og fylgdi öllum sín- um málum eftir af miklum sann- færingarkrafti. Hann hafði sterka nærveru, var feikilega skemmtileg- ur í góðra vina hópi og ágætis skák- maður. Þá var hann prýðilegt skáld og gaf út ljóðabækurnar Myndir og ljóðbrot, 1970, og Ljóð, 1980. Fjölskylduhagir Segja má að öll fjölskylda Vil- mundar hafi verið þjóðfræg. Faðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, hafði verið prófessor í hagfræði við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, alþing- ismaður, viðskipta- og mennta- málaráðherra frá 1956 og síðan allan Viðreisnartímann og formað- ur Alþýðuflokksins. Föðurbróðir Vilmundar var Vilhjálmur sem lengi var útvarpsstjóri, faðir Þórs dómara og Auðar Eirar sóknarprests. Guð- rún, móðir Vilmundar, var dóttir Vilmundar Jónssonar sem á sínum tíma var einn áhrifamesti þingmað- ur Alþýðuflokksins og var síðar lengi landlæknir. Þá var Þorsteinn, bróð- ir hans, þekktur heimspekiprófess- or, skáld, tónskáld og afkastamik- ill þýðandi, og Þorvaldur, sem einn er á lífi bræðranna, er þekktur hag- fræðiprófessor og höfundur greina og rita um þjóðmál og hagfræði. Vilmundur kvæntist Valgerði Bjarnadóttur árið 1970. Valgerður er varaþingmaður Samfylkingar- innar. Hún er systir Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra og dóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Hjónaband þeirra Vilmund- ar var umtalað á sínum tíma enda voru þau börn flokksformanna þeirra flokka sem þá stóðu að Við- reisnarstjórninni. Vilmundur og Valgerður eign- uðust soninn Benedikt árið 1966, en hann fórst með afa sínum og ömmu er forsætisráðherrabústað- urinn brann á Þingvöllum 1970. Vilmundur og Valgerður eignuðust annan son 1973 sem lést sama dag. Þá eignuðust þau dótturina Guð- rúnu 1974, dótturina Nönnu Sigríði sem lést fárra mánaða og soninn Baldur Hrafn. Uppvöxtur og æskuvinir Vilmundur var alinn upp í einum af prófessorsbústöðunum á Aragöt- unni, gekk í Melaskóla og Haga- skóla, lauk stúdentsprófi frá MR, BA-prófi í sagnfræði og bókmennta- fræði við Háskólann í Manchest- er 1971 og MA-prófi í sagnfræði við Exeter háskólann 1973. Hann fór gjarnan fremstur meðal jafn- ingja í skólaklíkum í Hagaskóla og MR en meðal helstu félaga hans frá uppvaxtarárunum má nefna Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- mann, Ingólf Margeirsson, ritstjóra og rithöfund, Leó Löve lögfræð- ing, Þórarinn Eldjárn skáld, Pét- ur Gunnarsson rithöfund, Hall- dór Halldórsson ritstjóra og Sigurð Pálsson skáld. Þá var hann einnig góður vinur Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar og Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta, svo ein- hverjir sé nefndir. Um Vilmund hafa verið skrifað- ar tvær bækur: Við í Vesturbænum eftir Leó Löve, og Löglegt en sið- laust eftir Jón Orm Halldórsson. Þá er að finna prýðilega grein um Vil- mund á Wikipedia á netinu. Ógleymanlegur og engum líkur Vilmundur Gylfason var án efa litríkasti, fjölmenntaðasti, umdeildasti og einn áhrifamesti stjórnmála- maður og dagskrárgerðarmaður á sínum starfsferli sem þó spannaði ekki nema einn áratug, frá 1973 til 1983. Hann hafði án efa margvísleg áhrif á lagaumhverfi og samfélagsþróun sem þó áttu ekki eftir að sjá dagsins ljós fyrr en eftir hans dag. Hann velti við steinum sem engum hafði komið til hugar að hrófla við og gagnrýndi miskunnarlaust ógegnsætt samtryggingar-, fyrirgreiðslu- og tilskipunarkerfi hins hálflok- aða samfélags okkar á áttunda áratugnum. 60 ár frá fæðingu Vilmundar gylfasonar DV talaði við Jón Baldvin Hannibals- son fyrrverandi samflokksmann Vil- mundar og spurði hann um álit á þess- um merka stjórnmálamanni. „Vimmi kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík ungur að aldri. Frakkar myndu hafa kall- að hann „l’infant terrible“. Hann féll ekki í kramið. Hann fylgdi ekki reglunum. Sum- ar hugmyndirnar voru róttækar. Stundum sást hann ekki fyrir og skaut þá yfir mark- ið. Eins og alþjóð veit féll hann frá á ung- um aldri. Sumir segja að það hafi komið í minn hlut að hrinda mörgu því í fram- kvæmd sem Vilmundur hafði beitt sér fyr- ir á sínum tíma. Ég er ekki frá því að það sé nokkuð til í því,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson um þennan samstarfsmann sinn í pólitíkinni. jonbjarki@dv.is Jón Baldvin Hannibalsson: „Kom eins og stormsveipur inn í íslensKa pólitíK’’ 1948 Þann 7. ágúst fæddist Vilmundur og ólst upp í foreldrahúsum í einum af prófessorsbústöðunum við aragötu í reykjavík. 1964 Hóf hann nám við Menntaskólann í reykjavík. 1967 Vilmundur varð Inspector scholae í Menntaskólanum í reykjavík. 1970 Vilmundur og Valgerður misstu son sinn, Benedikt, og Valgerður missti báða foreldra sína, er forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann. 1970 Vilmundur gaf út ljóðabókina Myndir og ljóðbrot. 1973 útskrifaðist úr Exeter-háskóla á Englandi með M.a.-próf í sögu og bókmenntum. 1973 Vilmundur og Valgerður eignuðust son sem lést sama dag. 1973 Vilmundur varð fréttamaður við fréttaskýringaþáttinn Landshorn í sjónvarpinu sem ári seinna breyttist í Kastljós. 1975 gagnrýndi Matthías Mathiesen fyrir bíla sem hann hafði keypt áður en gengið féll. 1975 Vilmundur og Valgerður Bjarnadóttir misstu þriðja barnið sitt, Nönnu sigríði, nokkurra mánaða gamla. 1976 Vilmundur gagnrýndi Ólaf Jóhannesson fyrir að hafa áhrif á geirfinnsmálið. 1976 ritstjóri alþýðublaðsins og var það á sumrin til ársins 1981. 1977 Vilmundur náði kjöri í annað sæti lista alþýðuflokksins í reykjavík til alþingiskosninga eftir prófkjör. 1978 Vilmundur kosinn á þing. alþýðuflokkurinn vann sinn stærsta kosningasig- ur sem var að verulegu leyti Vilmundi að þakka. 1979 ríkisstjórnin féll um haustið og alþýðuflokkurinn tók að sér minnihluta- stjórn. 1980 Vilmundur gaf út ljóðabókina Ljóð. 1980 Bauð sig fram til varaformanns en náði ekki kjöri. 1982 Bauð sig fram til varaformanns í alþýðuflokknum en náði ekki kjöri. 1983 stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. 1983 Vilmundur lést þann 19. júní. AtbUrðir úr líFi VilmUndAr kjArtAn GUnnAr kjArtAnSSon blaðamaður skrifar: kgk@dv.is jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.