Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Síða 20
föstudagur 8. ágúst 200820 Umræða DV Fór að veiða „Það sem bar hæst hjá mér var síðasta helgi þegar ég var úti á árabát á Þingvalla- vatni að veiða. Það var alveg yndisleg stund úti í náttúrunni, að sitja í árabáti úti á Þingvallavatni með veiðistöng í hend- inni. Tók mér frí þar sem það var verslun- armannahelgi og gott að slaka á. Ég var ekki ein á báti þar sem fjölskyldan var með mér á bátnum. Það verður ekki betra. Ég mæli eindregið með þessu, það þarf ekki að borga stóra upphæð fyrir nudd og eitt- hvað, bara slaka á í náttúrunni okkar, það hleður batteríin. Ég veiddi líka nokkra litla titti, þeir voru ekki borðaðir á staðnum en þeir voru borðaðir þegar komið var heim þar sem þeir voru grillaðir. Þetta er alveg lífsnauðsynlegt að fá svona góða slökun og njóta náttúrunnar þar sem maður losnar við erilinn í borginni. Annars gerði ég lítið annað í vikunni þar sem mitt daglega líf var í fyrirrúmi en annars var ég að spila í Húsdýragarðinum ásamt Stuðmönnum, Nýdanskri og fleirum. Það var rosalega gaman þrátt fyrir rigningu og heppnaðist mjög vel.“ Birgitta Haukdal, söngkona Spilaði fyrir tuttugu þúsundir „Það bar hæst að við vorum að spila með Simon Matthew sem steig á svið fyrir Danmörku í Eurovision og þá spiluðum við á Akureyri um síðustu helgi. Á fimmtu- daginn í síðustu viku vorum við að spila fyrir 20 þúsund manns í Stokkhólmi. Það var alveg hryllilega gaman, okkur var tekið sem stórstjörnum og vel tekið undir þar sem allir kunna lagið. Svo var ekki síður skemmtilegt að spila á íþróttavellinum á Akureyri og á Sjallanum með Simon Matt- hew. Ég sló síðan persónulegt met þar sem ég svaf 10 tíma aðfaranótt miðvikudags- ins og núna er ég búinn að vera að slaka á. Ég er ekki þekktur fyrir það að slaka mikið á. Ég las síðan 340 blaðsíðna bók á einum sólarhring og heitir hún Sagan af pí og svo svaf ég. Þetta var þvílík afslöppun og ótrú- lega næs að geta sofið almennilega. Ég er þannig að ég leggst upp í rúm og hugsa hvernig ég geti unnið næsta Eurovision, nei, ég segi svona. Svo er mikill undirbún- ingur fyrir helgina. Ég verð að spila á Fiski- deginum mikla og svo fer ég upp í flugvél og fer beint á Gay Pride þar sem við Regína verðum að skemmta.“ Friðrik Ómar, söngvari Fór að veiða með dótturinni „Ég komst lítið út úr bænum og var bara í faðmi fjölskyldunnar um verslun- armannahelgina. Ég fór samt með yngstu dótturina að veiða upp að Elliðaárvatni og það bar hæst hjá mér. Dóttir mín veiddi einn fisk en ég fór tómhentur heim. Annars er allt búið að vera á fullu þar sem ég er að fara að opna nýjan skemmtistað sem heitir Steak and play. Hann verður sportklúbb- ur með golfhermi og svo geta menn verið að horfa á beinar útsendingar í svipaðri stemmingu og í kvikmyndahúsum nema það eru níu við hvert tæki og þetta eru allt 50 tommu tæki. Svo verður karaókí og bara allt til alls enda heilt tækjaherbergi sem fer undir það. Það eru 20 manns að vinna á hundrað við þetta. Ég ætlaði að opna í dag en ef ég verð heppinn verð ég búinn að opna eftir viku. Svo er helgin plönuð, við ætlum að fara niður í miðbæinn á Hinseg- in daga þar sem stelpan mín hefur rosalega gaman af þessu og munum við líklega taka þátt í skrúðgöngunni. Svo finnst mér að kvótalausi sjómaðurinn ætti að fá fálkaorð- una, hann er búinn að standa sig vel og læt- ur engan stöðva sig.“ Ásgeir Davíðsson, athafnamaður Notaleg stund með tengdó „Verslunarmannahelgina bar hæst hjá mér þar sem ég átti mjög notalega helgi með foreldrum mannsins míns og Merz- edes Club spilaði á Akureyri á 16 ára balli á sunnudagskvöldið. Það voru einhverj- ir Dj-ar að spila líka og við mættum rétt áður en við áttum að spila og fórum svo bara strax aftur. Þetta eru alveg snar- vitlausir krakkar, alveg rosalegt stuð og mjög gaman að spila fyrir þá. Við lögðum ekki í að fara heim um kvöldið þannig við fórum heim um morguninn. Við lentum í vandræðum á leiðinni heim þar sem sprakk hjá okkur. Ég tók fram felgulyk- ilinn og ætlaði að rífa dekkið undan, en nei, nei, strákarnir sáu alveg um þetta þar sem ég þarf að rifja eitthvað upp ef ég á að skipta um dekk. Annars fór ég ekkert þar sem ég var bara heima hjá tengdafor- eldrunum þar sem við elduðum góðan mat og svoleiðis. Ekki má gleyma því að ég er búin að standa í flutningum í vik- unni og rosalega mikið að gera hjá mér í því.“ Rebekka Kolbeinsdóttir, söngkona HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.