Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Page 25
DV Menning föstudagur 8. ágúst 2008 25
Dilli opnar
myndlista-
sýningu
Myndlistamaðurinn Dilli
hefur opnað sýningu á veit-
ingastaðnum Við Tjörnina.
Myndirnar á sýningunni eru
fimmtán og eru unnar með
olíupastel á pappír. Myndirnar
voru málaðar á síðustu þremur
til fjórum árum. Dilli er enginn
nýgræðingur á sviði myndlist-
ar en hann hefur meðal annars
sýnt verk sín í San Francisco,
Kaupmannahöfn og á Búðum á
Snæfellsnesi. Allar myndirnar á
sýningunni eru til sölu.
Fjölskyldan í
Viðey
Fjölskyldu- og barnahelgi
verður í Viðey á sunnudaginn-
klukkan 12:30 til 17:00. Dag-
skráin verður tileinkuð börnum
og fjölskyldum og tilboð verður
á veitingum og í ferju. Felix
Bergsson skemmtir börnun-
um, boðið verður upp á flug-
drekagerð og víðavangsleiki.
Barnamessa verður í Viðeyjar-
kirkju og fallegar fjörur, tjarnir
og gönguleiðir eru um alla
eyjuna. Í Viðeyjarstofu verður
boðið upp á kaffihlaðborð sér-
staklega sniðið að börnum og
fjölskyldufólki. Ferjusiglingar
til Viðeyjar eru frá Skarfabakka
með reglulegu millibili allan
daginn.
Heiðursverð-
launahafi í Nor-
ræna húsinu
Danski rithöfundurinn Vagn
Lundbye kynnir nýjasta verk
sitt, Det Nordiske Testamente,
í Norræna húsinu á morgun,
laugardag, klukkan 16. Bókin er
túlkun höfundarins á norræn-
um goða- og hetjukvæðum.
Lundbye hefur meðal annars
hlotið Det Danske Akademis
Store Pris árið 2002 og Fören-
ingen Nordens hederpris árið
2007. Hann hefur fengist við
flest form skáldskapar og gefið
út ríflega fimmtíu bækur, þar
af skáldsögur, smásögur, ljóð,
ritgerðir, kvikmyndahandrit og
útvarpsleikrit. Aðgangur að fyr-
irlestrinum er ókeypis.
Ljósmyndasýning í Borgarbókasafni í tengslum við Hinsegin daga:
„Munu æsir mig argan kalla“
„Munu æsir mig argan kalla“ er
yfirskrift ljósmyndasýningar sem
Wolfgang Müller opnaði í Borgar-
bókasafni Reykjavíkur í gær. Sýn-
ingin er haldin í tengslum við
Hinsegin daga. Á myndunum sýnir
Müller myndir sem hann tók af Ís-
lendingum á ferðum sínum hér og
í Berlín.
Müller er þýskur myndlistar-
maður, tónlistarmaður og rithöf-
undur. Hann kom fyrst til Íslands
í boði Listahátíðar vorið 1990 með
félögum sínum úr framúrstefnu-
hljómsveitinni Die Tödliche Doris.
Hann dvaldi hér lengur og skemur
næstu árin og gerði Ísland að efni-
viði í list sinni. Meðal annars hef-
ur hann rýnt mikið í þá mynd sem
landar hans hafa gert sér af sögu-
eyjunni í norðri og komið sér upp
merku safni af ferðabókum Þjóð-
verja um Ísland.
Müller var gestur Hinsegin daga
2002 og gestakennari við Listahá-
skóla Íslands veturinn 2004. Hann
hefur haldið ýmsar uppákomur
og listsýningar á Íslandi og þátt-
ur hans í samsýningu íslenskra og
þýskra listamanna í Nýlistasafninu
1998 vakti mikla athygli hér heima
og í Þýskalandi. Wolfgang hefur
gefið út tvær bækur um menningu,
náttúru og mannlíf á íslandi, samið
fjölda blaðagreina og kynnt Ísland í
útvarpi og sjónvarpi.
Sýningin stendur til 1. sept-
ember og er opin á afgreiðslutíma
safnsins.
Myndlist
Lífgar upp á samfélagið
Hugmyndin spratt hjá hjónun-
um Gústav Geir Bollasyni og Vér-
onique Legros, myndlistarmönnum
sem bæði búa á Hjalteyri og horfa
á verksmiðjuna út um gluggann á
degi hverjum. Myndlistin á reyndar
stað í sögu Hjalteyrar. „Hérna hafa
alltaf búið listamenn. Til að mynda
á Kristján Guðmundsson hús hér
á eyrinni og eyðir miklum tíma þar
ásamt fleirum.“
Með þessa hugmynd í fartesk-
inu var gengið á fund hreppsnefnd-
ar Arnarneshrepps. „Þau tóku okkur
vissulega eins og við værum dæmi-
gerðir listamenn með draumóra,“
segir Hlynur og glottir. „Það eru
fjölmörg dæmi um að svona fram-
kvæmdir hafi haft jákvæð áhrif á
samfélagið.“ Hlynur rekur dæmi um
bresku listakonuna Tracey Emin,
sem keypti yfirgefið pakkhús á afleit-
um stað í London. „Þegar starfsem-
in fór af stað kættust fasteignasal-
arnir því að eftirspurn eftir húsnæði
glæddist. Oft fer þetta svo að lista-
mennirnir þurfawww að koma sér á
brott þegar hverfin eru orðin of dýr
fyrir þá.“ Hlynur segir Gilið á Akur-
eyri í raun vera svipað dæmi. Þar hafi
upphaflega verið mjólkur- og kjöt-
vinnsla, ásamt málningarverksmiðju
og öðrum iðnaði. „Nú eru þar gallerí,
listasafn, vinnustofur og veitinga- og
kaffihús, sem hafa glætt miðbæ Ak-
ureyrar miklu lífi.“
Manngert landslag
Það eru listamennirnir Alexander
Steig frá Þýskalandi, Arna Valsdótt-
ir, Kristján Guðmundsson, Magnús
Pálsson, Nicolas Moulins frá Frakk-
landi og Sigga Björg Sigurðardótt-
ir sem eiga verk á sýningunni Start.
Þar er einnig að finna bækur og
prentplötur úr bókabúðinni Boekie
Woekie í Amsterdam. Hægt er að sjá
hvernig þessar bækur verða til, allt
frá því að litur er teiknaður beint á
prentplötuna.
Í verksmiðjunni er hægt að berja
augum kvikmynd eftir Nicolas Moul-
in, sem er tekin við Eyjafjörðinn,
meðal annars í gömlu verksmiðju-
húsunum á Hjalteyri. Myndin er 20
mínútur, án tals, og sýnir manneskju
sem reikar um í manngerðu lands-
lagi í vonlausri leit að lífsmarki.
Einnig gefur að líta verk eftir Örnu
Valsdóttur, sem hún hefur flutt á milli
staða og sett upp í ólíkum kringum-
stæðum. „Ég gaf mér það að vinna
með það hvaða áhrif staðurinn hefði
á mig,“ segir Arna. „Ég leitaði ekki í
heimildir, heldur í óljóst eigið minni
og stundaráhrif. Verkið heitir Syngj-
andi sæl og glöð. Þar vinn ég með
óljósa minningu af sönglaginu Síld-
arvalsinum og blanda við vídeómál-
verkið Staðreynd.“
Framtíðarhlutverk álveranna
Spurður hvort að það leynist pól-
itík í því að nýta yfirgefna verksmiðju
undir listastarfsemi, hvort hér hafi
menn fundið nýtt hlutverk fyrir ál-
bræðslur Íslands í framtíðinni, segir
Hlynur að það hafi ekki verið mark-
miðið. „Í mínum huga væri það samt
bestu nýtingarmöguleikarnir. Það
má sjá fyrir sér að hægt verði að fram-
kvæma gjörninga og sýna verk sem
ekki hefur áður verið hægt að fram-
kvæma í mörg hundruð metra löng-
um kerskálunum. Einhver not verða
menn að finna fyrir bræðslurnar í
Straumsvík, Hvalfirði og Reyðarfirði
þegar þær hafa lokið hlutverki sínu.“
Hann segir aðsóknina hingað til
hafa verið vonum framar. Sennilega
hafi hátt í 150 manns komið á opn-
unardaginn. „Reyndar komu sumir
til okkar og spurðu hvar listina væri
að finna, en það er ekki hægt að fara
fram á það að allir finni sig undir eins
í svona stóru húsi.“
sigtryggur@dv.is
Lífsmark í manngerðu
landslagi
viðtal
Menning Framúrskarandi harmónikkuleikurJón Þorsteinn Reynisson harmónikkuleikari heldur einleikstón-leika í Fríkirkjunni á sunnudaginn klukkan 17. Efnisskrána prýða verk sem spanna rúmar tvær aldir í klassískri tónlistarsögu, frá barrokkverkum A. Vivaldi og D. Scarlatti til síðrómantískrar orgelsvítu Léons Boëllmann. Jón Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir framúrskarandi harmónikkuleik en hann hefur meðal annars spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Talking Tree á ferð um landiðVerkið Talking Tree Event verður sýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi um næstu helgi, 17. ágúst. Tveimur dögum seinna verður það sýnt í Edinborgar-húsinu á Ísafirði og er miðasala hafin á báðum stöðum. Verkið er samvinna Ernu Ómarsdóttur við Lieven Dousselaere tónskáld þar sem dans, sögustund og tónlist koma saman.
Yfirgefin síldarbræðsla á Hjalteyri við Eyjafjörð er orðin að
sýningamiðstöð listamanna. Hlynur Hallsson segir tilraunina á
Hjalteyri vera í takt við svipaðar tilraunir í Englandi, Þýska-
landi og Frakklandi. Á þessari fyrstu sýningu á Hjalteyri sýnir
hópur sex listamanna. Önnur sýning er fyrirhuguð í haust í
samvinnu við Nýlistasafnið. Síðan verður framtíðin ákveðin.
Rýmið er mikið gestir virða fyrir sér
vídeóverk í verksmiðjunni á Hjalteyri.
Gamla verksmiðjan Þar er enn starfrækt
seiðaeldi í hluta hússins. Í framtíðinni er gert
ráð fyrir að þar verði vinnustofur listamanna
auk sýningarrýmisins.
Hlynur Hallson „fyrst var
litið á okkur eins og
dæmigerða listamenn með
draumóra,“ segir Hlynur.
dV-MYNdIr sIgtrYggur
Wolfgang Müller á myndun-
um sýnir Müller myndir sem
hann tók af Íslendingum á
ferðum sínum hér og í Berlín.