Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 27
Konan Fyrir sveFninn Mikilvægt er að þrífa húðina vel áður en farið er að sofa á kvöldin. Óhrein- indi geta lokað holunum í húðinni, sem getur leitt til þess að þú fáir bólur. Húðin á andliti og hálsi hefur mjög fína uppbyggingu og er því daglega undir áhrifum frá veðri og loftmengun. Með því að þrífa húðina getum við haldið henni góðri.UMsjÓn: Berglind BjarnadÓttir berglindb@dv.is Anna richardsdóttir er fjörtíu og níu ára gjörningakona á Akureyri. Anna er önnur tveggja kvenna sem eru listakonur Akureyrarbæjar í ár. Anna stundar sjósund á veturna og er hún ein um það á Akureyri eft- ir að vinkona hennar flutti þaðan. Anna setur gjörninga sína upp bæði utan og innan dyra. DV Helgarblað föstUdagUr 8. ágúst 2008 27 Skúringakona þrífur heiminn „Ég fékk áhuga á gjörningum þeg- ar ég áttaði mig á að það væri eng- ir á Akureyri sem gátu dansað með mér, því fór ég að dansa, svo fór ég að kalla þetta dansgjörninga,“ segir Anna, „það skiptir mig í raun engu máli hvað þetta heitir. Ég geri það sem mér finnst rétt á hverjum tíma og það sem mér finnst skemmti- legt.“ Dansgjörningar á götu úti Anna var búin fylgjast með vin- konu sinni sem bjó í Noregi. Vin- kona hennar setti fram sína gjörn- inga á götunni og úti í náttúrunni. „Mér fannst sniðugt að setja verk- in upp úti því þá þarf ekki að leigja húsnæði, ljósabúnað og annað slíkt. Ég fæ hugmynd að atriði, fer út á götu og þeir sem vilja fylgjast með geta stoppað og notið við- burðarins, aðrir hafa val um að fara,“ segir Anna. „Sumum finnst þetta vera myndverk sem er á hreyfingu og aðrir sjá meira í þessu dans. Fyrir sjálfan mig er þetta list- form sem ég kann og geri og ég nota bara allt sem mér dettur í hug til að ná því fram sem mér finnst spennandi og færir verkið nær hugmyndinni, með- al annars hreyfing og form líkamans, hljóð, orð, hlutir og bún- ingur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anna Richardsdóttir. Hafmeyja í höfninni Anna hefur staðið að mörgum gjörningum á Akureyri síðustu ár. Í fyrra á Akureyrarvök- unni birtist hafmeyja í höfninni. Anna stóð einnig að fjórða árinu í „tíu ára alheimshrein- gjörningi“, í bílageymslu hjá Norðurorku. „Á Akureyrarvöku í fyrra spurði ég: „Er hafmeyja í höfninni“. Það birtist haf- meyja á pollinum og þar vann ég með tónlist og seli“ segir Anna. „Ég blandaði saman goðsögnum, tónlist og eigin hug- myndum í gjörningnum, til dæmis kastaði hafmeyjan af sér hamnum eins og selkonurnar gerðu í fornri sögu um sel í konulíki sem giftist manni á landi.“ Margir unnu að verkinu á Ak- ureyrarvökunni. Kafari rétti Önnu sverðið upp úr hafinu eins og „Lady of the lake“ rétti Arthúri konungi forðum en hjá Önnu snéru kynja- hlutverkin við. Hafmeyjan sem hafði hent hamnum bar hið karllæga tákn sverðið og Anna sveif upp í loftið með sverðið á undan í silfurbuxum með aðstoð slökkviliðsbíls. „Það voru sex aðstoðarselir með hafmeyjunni og þeir stungu sér af nálægri byggingu, einn þeirra fór heljarstökk út í hafið,“ segir Anna, „ svo sveif ég upp í lokin með sverð Arthúrs konungs. Þetta var svona hafmeyjan og frelsið,“ segir Anna. Anna hefur verið meira í því að setja upp gjörninga utandyra síð- ustu ár. „Þegar ég er með gjörning utandyra nota ég stundum tæki og brellur til að ná því fram sem mig langar,“ segir Anna. „Einn- ig nota ég það sem er á staðn- um. Í hafmeyjugjörningn- um vann ég til dæmis með tenginguna við hafið sjálft og byggingarnar í kring sem og með slökkviliðsbílinn og svo magnaði tónlistin upp stemninguna.“ Alheims hreingern- ingargjörningur í bílageymslu Síðasti gjörning- ur sem Anna gerði var í tengslum við hrein- gjörning. „Ég fékk lán- aða bílageymslu hjá Norðurorku og setti upp dansgjörning þar. Ég var sjálf í aðalhlutverki og dansaði margar kvenmynd- ir,“ segir Anna. „Kvenpersónurn- ar hétu allar mismunandi Hildar- nafni, meðal annars Gotthildur og Stevenhildur Cohen. Nafnið Hild- ur er tákn fyrir baráttu , það að há hildi þýðir að berjast.“ Eins og með flest alla gjörn- inga sem Anna gerir vann hún ekki ein að undirbúningnum. Á staðnum var flutt lifandi tónlist og myndlistamenn gerðu salinn klárann. „Þor- björg Halldórsdóttir, eða Tobba í Frúnni í Hamborg, hengdi upp alveg fullt af hvítum blúndudúk- um. Það var hægt að láta dúk- ana síga og lyftast með ákveðinni tækni. Eftir því sem konurnar lentu í meiru í verkinu lituðust dúkarn- ir, því ég lét þá síga ofan í liti,“ seg- ir Anna. „Þannig fengu snæhvítir dúkar á sig allskonar liti. Alveg eins og ungar stúlkur sem eru að full- orðnast. Lífið setur sín áhugaverðu merki á okkur allar og við þrosk- umst, litir lífsins setjast á okkur. Við verðum fallegri og fallegri með ár- unum.“ Gjörningurinn í bílageymsl- unni stóð yfir í fjörtíu mínútur og stóðu áhorfendur hringinn í kring. „Margar af konunum sem horfðu tóku andköf þegar hvítum blúndu- dúkum var dýft ofan í lit. Heyrðist í mörgum „á að skemma dúkana“, því þær vita að bakvið hvern dúk er ómældur tími i vinnu, tími sem erfitt er að meta en heklukonu- áhorfendur skynja,“ segir Anna. Í verkinu tengdist tími og upplifun kvenna því í gegnum hreyfinguna, hugmyndirnar og dúkana. Einn- ig í gegnum búningana, rótarhatt og háhæluðustu skó landsins, sem Brynhildur Kristinsdóttir mynd- listakona gerði. nýr gjörningur í vinnslu Anna Richardsdóttir hannar og útfærir gjörningana sjálf. Hún tók einn mánuð í að hanna gjörninginn í bílageymslunni en segir sjálf að það hefði verið hægt að vinna hann miklu lengur. Um þessar mundir er hún að vinna að nýju verki sem hún stefnir á að flytja eftir ár. „Þetta verður annað sólóverk í mörgum köflum, eins og ég var með í síðasta gjörningi. Ég hef hugsað mér að hafa margar litlar sýningar á mismunandi hugmynd- um á meðan á vinnuferlinu stend- ur. Með því get ég boðið áhorfend- um að koma og horfa á og upplifa litla bita sýningarinnar á meðan ég er að klára að gera heildarverk- ið,“ segir Anna. „Ég ætla að vinna í verkinu frá september til apríl-maí. Ef verkið verður búið þá ætla ég að sýna það um það leyti.“ skúringakona þrífur heiminn Anna hefur ferðast um allan heiminn til að þrífa hann og seg- ir hún að það sé einn af lífstíðar- gjörningum sínum. „Þetta byrjaði árið 1998 en þá þreif ég einu sinni í viku í göngugötu Akureyrar. Ég bjó til skúringakonu sem fór og þreif með miklum tilþrifum en yfirleitt var allt á hvolfi eftir hana, því hún fléttaði saman tilfinningalíf sitt og alheimsins,“ segir Anna. „Þegar ein þjóð þrífur aðra getur það heitið stríð, það má segja að það sé ekkert voða clean en það er cleaning. Hún táknar voða margt skúringakonan mín.“ Skúringakonan hefur komið víða, meðal annars til Suður Afríku og til Japan. Í maí síðastliðnum fór skúringa- konan með hreingjörninginn á listahátíð í Skt. Pétursborg . „Ég gaf Akureyringum þennan gjörning í eitt ár bæði til að vekja athygli á þessu listformi og fá tæki- færi til að búa mér til gjörning til þess að koma fram. Ég hafði ekki tekjur af þessu en þetta var grunn- urinn að því að geta verið listakona á þennan hátt,“ segir Anna. „Haf- meyjan á Akureyrarvökunni í fyrra er framhald af því að koma fram utandyra. Gjörningarnir mínir eru þróaðir útfrá hugmynd og tilfinn- ingu. Ég nota spuna við flutning verka minna frekar en að semja og gera eitthvað fyrirfram ákveðið.” Akureyrarvakan verður haldin síðustu helgina í ágúst og kannski má búast við einhverjum gjörning frá Önnu. „Kannski kem ég fram fljúgandi eða syndandi,“ segir hún að lokum. Hafmeyjan anna var með hafmeyjugjörning á akureyrarvöku í fyrra. Hafmeyjan og frelsið Hafmeyjan sveif upp með sverð arthúrs konungs. Hildur gjörningur í bílageymslu norðurorku. Þrífur heiminn skúringakonan ferðast um heiminn til að þrífa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.