Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 34
„Íslendingar eru svo aftarlega á merinni að við rekum orðið lestina í þessum málaflokki í Vestur-Evrópu. Við svona tilefnislausum tálmunum hafa franskir dómstólar til dæmis refsiramma sem er þriggja ára fangelsisvist. Hér á landi er nánast klappað á kollinn á fólki og það beðið um að gera ekki svona aftur.“ föstudagur 8. ágúst 200834 Helgarblað DV Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel síðastliðins áliti um málið að beiðni sýslumanns. Þar segir sálfræðingur- inn meðal annars eftir viðtöl við dæt- urnar að mikilvægt sé að vinna að því að koma á umgengni á ný milli föður og dætra. Stúlkurnar líði að hans mati fyrir það að umgengni liggi niðri, það virðist báðum foreldrum í hag að hún komist á á ný og það hið fyrsta. Þann 2. maí úrskurðaði sýslumað- ur svo móður stúlknanna í dagsektir fyrir tálmanir á umgengni við yngstu stúlkuna. Stefáni og lögmanni hans, Dögg Pálsdóttur, finnst það afar und- arleg niðurstaða að móðirin var ein- göngu úrskurðuð í dagsektir fyrir að tálma umgengni við yngstu dóttur Stefáns, en ekki hinar eldri, þrátt fyr- ir alla forsöguna í málinu og skýrt álit sálfræðingsins um að ekkert réttlætti að umgengni hefði fallið niður. „Sýslumaður sagði meðal ann- ars í úrskurðarorðum sínum að svo virtist sem móðir hefði tálmað um- gengni föður og dætra á ákveðn- um tímabilum, en bara ekki á þessu tímabili, nema við þá yngstu,“ seg- ir Stefán. „Og sýslumaður virti þarna álit síns eigin sérfræðings að vettugi. Í áliti hans segir skýrt að börnin líði fyrir það að umgengnin liggi niðri. Ég kærði þennan úrskurð því sam- stundis til dómsmálaráðuneytisins og lét fylgja með ítarlega greinargerð um málið. Ég bíð hins vegar enn eft- ir úrskurði þeirra í málinu. Þegar ég hef athugað hjá ráðuneytinu hvenær niðurstöðu sé að vænta hef ég fengið þau svör að afgreiðsla þess hafi tafist, aðallega vegna sumarfría fulltrúans sem er með málið. Ég geri ráð fyrir að mitt mál sé svo léttvægt innan ráðu- neytisins að óhætt sé að sumarfrí mitt með eldri dætrunum fari forgörðum í ár, enda ekki liðnir nema tæpir ell- efu mánuðir frá okkar síðustu sam- vistum. Og okkar frí sé minna virði en sumarfrí fulltrúans, þrátt fyrir sex ára þrautagöngu í málinu.“ Ámælisverð vinnubrögð Dagsektirnar sem sýslumaður lagði á móðurina vegna tálmana á umgengni við yngstu telpuna voru fimm þúsund krónur á dag. Það er lágmarksupphæðin sem sýslumað- ur hefur heimild til að leggja á þann sem brýtur á rétti barns og foreldris á þennan hátt. Hámarksupphæðin er þrjátíu þúsund krónur á dag. „Þetta eru ámælisverð vinnu- brögð,“ segir Stefán. „Það er auðvelt að greiða fimmtíu þúsund krónur á tíu daga fresti þegar viljinn er jafnein- beittur og raun ber vitni. Skilaboð sýslumanns í þessu dagsektamáli geta vart verið önnur en þau að það sé næstum því ókei að brjóta svona gróflega á börnunum.“ Raunin varð líka sú að móðir- in greiddi sektirnar í áttatíu daga, í stað þess að dagsektirnar yrðu til þess að hún virti umgengni föður og barna, eða allt þar til 21. júlí síðastlið- inn. Þá var henni meinað um áfram- haldandi háttsemi, í formi dómsúr- skurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. júlí síðastliðnum, um að yngstu dótturina mætti sækja með aðstoð sýslumanns til að koma á umgengni. Fulltrúar sýslumanns og barnavernd- arnefndar, með fulltingi lögreglu sem var í viðbragðsstöðu í grenndinni ef á þyrfti að halda, tóku síðan yngstu dóttur Stefáns úr umráðum móður sinnar. Þess ber að geta að móðirin kærði enn og aftur þá niðurstöðu til Hæstaréttar. Hlaupa í fang Stefáns Þessum degi, þegar Stefán fékk að hitta stúlkurnar aftur, gleymir hann aldrei. Eftir ríflega þriggja tíma orða- skipti og þrætur fulltrúanna fjögurra við móður stúlknanna, föðurömmu og -afa á heimili þeirra tveggja síðar- nefndu, fengu þeir loks yngstu telp- una í sína umsjá. Það sem meðal annars tafði að- gerðina var læknir sem móðir stúlk- unnar hafði fengið til að skrifa upp á læknisvottorð þar sem sagði að stelp- an væri ekki í stakk búin til að fara til pabba síns þennan dag vegna kvíða- einkenna sem hún átti að hafa sýnt en Stefán fullyrðir að séu upplogin. Læknirinn var jafnframt mættur á vettvang. Fulltrúarnir gerðu honum aftur á móti grein fyrir því að þetta mál snerist ekki um neina ákvarð- anatöku þegar þarna var komið sögu. Búið væri að taka ákvörðun í héraðs- dómi og hjá sýslumanni um næsta skref í málinu og það væri enginn að fara að stöðva þessa aðgerð. Þegar fulltrúarnir bjuggust svo til að leiða stúlkuna út af heimilinu gerð- ist nokkuð sem fáir höfðu kannski átt von á. „Þá ber svo við að elsta dóttir mín vill fá að fara líka til pabba síns, þó málið snerist í rauninni ekki um hana á þessum tímapunkti vegna þróunar mála,“ lýsir Stefán og bætir við að hún hafi fengið því framgengt. „Mér eru svo gefin fyrirmæli und- ir lokin í gegnum síma að koma að heimilinu en bíða í hvarfi eftir því að börnin verði leidd til mín. Og þegar stúlkurnar koma fyrir húshorn í fylgd þessara fulltrúa og sjá mig, þá slítur yngsta stelpan sig lausa, hleypur á harðaspretti í fangið á pabba sínum og elsta stelpan fylgir í kjölfarið. Til- finningin er algerlega ólýsanleg - að fá börnin sín hlaupandi í fangið á sér eftir tíu mánaða tálmanir og andlegar misþyrmingar.“ Stefán gerir hlé á máli sínu og augljóst er á frásögn hans og háttalagi að þessi stund hafi ver- ið þrungin tilfinningaumróti og sitji kyrfilega geymd í hjarta hans. Andvökur og vítiskvalir Það tilfinningaumrót sem Stefán upplifði á mánuðunum tíu sem hann fékk ekki að hitta dætur sínar, og vera linnulaust borinn fölskum ásökun- um, gleymist líka seint. Andvökunæt- urnar voru margar og segist hann oft hafa liðið vítiskvalir. Stúlkurnar hafa líka sagt föður sínum frá mikilli van- líðan sem þær upplifðu á þessu tíma- bili og fyrri tímabilum. Öðru máli gegnir um líðan þeirra frá því þær hittu föður sinn að nýju eftir aðskilnaðinn fyrir þremur vik- um. „Þær hafa blómstrað síðan,“ seg- ir Stefán sem fór með dæturnar norð- ur á Húsavík strax sama dag. „Það er eins og þær hafi losnað úr fangelsi. Og þetta hafa verið hamingjusöm- ustu dagar í okkar lífi í tæpt ár.“ Stefán segir það á hinn bóginn afar erfitt að hafa ekki miðjustelpuna sína líka hjá sér. „Það nístir mig alveg inn að hjarta. Henni líður líka hræði- lega yfir því að hafa verið sett í þess- ar tálmanir. En hún er harðari af sér en hinar tvær stelpurnar, og á eflaust erfitt með að horfast í augu við þau stóru orð sem hún hefur haft uppi til að þóknast öðrum,“ segir Stefán sem bindur vonir við að hitta þriðju dótt- ur sína áður en langt um líður. „Í það minnsta þegar kerfið kemur úr sum- arfríi,“ segir Stefán sposkur á svip. Meirihluti feðra gefst upp Eins og sjá má af frásögn Stef- áns hér að framan hefur hann ekki góða reynslu af kerfinu. Hann hefur enda gert alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð embættis sýslu- manns og barnaverndar, sem við- höfð hafa verið í málinu. „Kerfið er andsnúið feðrum frá a til ö. Og það hirðir lítið um rétt- indi barnanna, sem þetta á þó allt að snúast um frá upphafi til enda,“ seg- ir Stefán sem hefur setið í stjórn Fé- lags um foreldrajafnrétti – sem áður hét Félag ábyrgra feðra – undanfarin ár. Í því starfi sínu hefur hann skrifað fjölda greina um lestina í kerfinu og bent á hvað betur megi fara. „Það eru hundruð feðra hér á landi í sömu stöðu og ég og þeir skipta þúsundum á undanförn- um áratugum. Meirihlutinn af þeim hefur gefist upp. Menn hafa hvorki andlegt né fjárhagslegt úthald til að standa í svona miskunnarlausu stríði í mörg, mörg ár. Það er ekki hægt að komast í gegnum svona baráttu einn og ég hef fengið ómetanlegan stuðn- ing frá fjölskyldu og vinum. Og ég mun aldrei gefast upp þegar börnin mín eru beitt slíkum órétti og misk- unnarleysi.“ Að sögn Stefáns hafa þau hjá Fé- lagi um foreldrajafnrétti líka séð hversu auðvelt það er í kerfinu að minnka eða rjúfa öll tengsl barna við feður sína. „Íslendingar eru svo aft- arlega á merinni að við rekum orðið lestina í þessum málaflokki í Vest- ur-Evrópu. Við svona tilefnislausum tálmunum hafa franskir dómstólar til dæmis refsiramma sem er þriggja ára fangelsisvist. Hér á landi er nánast klappað á kollinn á fólki og það beðið um að gera ekki svona aftur. Það virð- ist engu máli skipta hvernig börnin líða fyrir þetta. Á tyllidögum ferðast svo ráða- menn og stjórnmálaleiðtogar okkar til annarra landa og segja þjóðhöfð- ingjum og minni spámönnum þar á bæ hvernig beri að haga mannrétt- indum og jafnrétti – barna sem og fullorðinna. Það eitt og sér er hjákát- legt þegar þessi málaflokkur er meira og minna allur í skötulíki hér heima fyrir og langt á eftir þeirri þróun sem átt hefur sér stað annars staðar, því miður.“ Óttast afleiðingarnar Stefán segir dætur sínar markað- ar af þessu stríði um forsjá þeirra. „Ég hef auðvitað alltaf haldið í vonina um að þær væru það sterkar fyrir, að þær næðu að jafna sig. En þegar um svona síendurtekið ofbeldi gagnvart börnunum er að ræða getur drop- inn holað ungan steininn. Ég óttast því afleiðingarnar til langs tíma. En ég vona það besta um leið og ég held áfram baráttunni fyrir réttindum barnanna minna og annarra barna.“ kristjanh@dv.is Hvalaskoðarinn stefán við einn bátanna sem notaðir eru til hvalaskoðunar á vegum fyrirtækis hans, gentle giants, á Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.