Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 37
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 37
vígja hjónaband samkynhneigðra. Ég
verð bara reiður yfir þessum mann-
réttindabrotum. Ég vil sjá prestshjón-
in Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna
Karlsson sem biskup – saman. Þau
standa fyrir þann boðskap sem mér
finnst að þjóðkirkjan og hennar þjón-
ar eigi að boða.
Hugarfarið
„Annars hef ég ákveðið að vera
hamingjusamur af því að það er hollt.
Ég heyrði þetta haft eftir Voltaire í
veislu sem ég var að syngja í. Mað-
ur getur vel haft áhrif á sína geðprýði
innan vissra marka. Ef maður sveiflast
um eins og borðtenniskúla milli hæð-
anna og lægðanna í kollinum þá þarf
maður að hugsa út í það að hamingja
er ákvörðun. Maður getur tekið með-
vitaðar ákvarðanir sem skipta sköp-
um.“
Jónsi er alltaf svo léttur og lífs-
glaður á almannafæri. Er hann allt-
af svona og finnst honum ekkert vera
leiðinlegt?
„Ég get alveg verið fúli karlinn. Og
mér finnst leiðinlegt að borða. Ég þarf
virkilega að passa það að borða hollt
og hreyfa mig. Ég dett stundum út úr
líkamsræktargírnum en svo fór ég aft-
ur til míns gamla einkaþjálfara í júlí,
Arnars Grant, og ég gerbreyttist. Kon-
an mín tók svo vel eftir þessari breyt-
ingu. Ég verð svo miklu betri í skapinu,
líður betur og verð betri í samskipt-
um við börnin mín. Og þeg-
ar maður er sterkari líkam-
lega er maður líka betri
á sviðinu og dug-
legri að ryksuga
heima.“
Leiðinlegt að borða
En hvað segirðu, finnst þér leiðin-
legt að borða?
„Já. Og ég man að einu sinni á ferl-
inum var ég orðinn 13–14 kílóum létt-
ari en mín eðlilega þyngd, þá var ég
að æfa fyrir Grease og fékk matareitr-
un og léttist mjög. Þá þurfti ég virki-
lega að fara að taka mataræði mitt í
gegn og mæta í ræktina. Hreyfing og
hollur matur, helst eitthvað lífrænt,
hefur bjargað mér. Ég er ekki beint
haldinn anorexíu en ég þarf að passa
mig og það er óhætt að segja að ég sé
ekki matarfíkill. Ég var í sveit í æsku
og lærði að borða það sem fyrir mig
var lagt. Ég er ekki matvandur en
mér finnst bara frekar leiðinlegt að
borða, það er svo tímafrekt og ég fæ
mér aldrei ábót. Konan mín færir mér
stundum ábót, hún sér um mig.“
En ertu að spá mikið í hvernig þú
lítur út og hve mörg kíló þú ert?
„Já örugglega meira en ég vil við-
urkenna. Ég vil líta út þannig að það
sé gaman að horfa á mig á sviðinu. Ég
hugsa út í það hvernig tónlistarmenn
ég vil sjá á sviði og reyni að líta þannig
út. Og ég lít í spegil á hverjum morgni
og segi: „Jónsi, þú ert æðislegur.“ Þó
ég sé krumpaður og úfinn, andfúll
og ógeðslegur í vondri birtu þá samt
brosi ég og segi að ég sé æðislegur. Því
sjálfstraust og húmor fyrir sjálfum sér
eru alveg jafn góð systkini og hégómi
og leti.“
Í háloftunum
Þú ert tónlistarmaður fyrst og
fremst en svo fórstu að starfa sem flug-
þjónn hjá Icelandair. Hvers vegna?
„Tónlistarstarfið er þess eðlis að þú
veist aldrei hvort þú verðir með ein-
hverjar tekjur í næsta mánuði og því
óöryggi fylgir mikið álag. Ég hef ver-
ið mjög lánsamur hingað til en ég er
tveggja barna faðir með konu í námi
og ýmsar aðrar skuldbindingar og
mig langaði til þess að prófa um tíma
að vera í starfi þar sem þú veist hvað
er handan við hornið.
Ég hef alltaf verið spenntur fyrir
flugi og fór að læra til einkaflugmanns
fyrir nokkru síðan. Ég sótti um sumar-
starf sem flugþjónn vegna þess að það
sameinar þetta tvennt, áhuga minn á
flugi og fasta vinnu. Sumir halda að
þetta sé að falla af stjörnuhimni og
vera í „cold turkey“, svekktur og bitur.
En svo var ekki. Ég hef alltaf haft mik-
ið að gera sem tónlistarmaður. Þegar
ég sótti um starfið var ég spurður að
því hvað mér þætti um að vera þekkt-
ur úr tónlistinni þegar ég væri að
vinna um borð. En mér finnst ég vera
á sviði þarna. Það er æðislegt að skila
ánægðum farþegum af sér. Ég hef
mikla þjónustulund og finnst æðis-
legt þegar fólk fer ánægt út, hvort sem
það er út úr flugvél eða samkvæmi.
Það kom mér á óvart hvað þetta
er gaman. Ég var að vinna sem flug-
þjónn síðasta sumar og aftur núna í
sumar. Í millitíðinni kom bankastarf
óvænt upp í hendurnar á mér.“
Félagsmálafrömuður
„Ég var að fara með reikning til
Glitnis einn daginn og fékk vinnu
í leiðinni, var ráðinn í tímabundin
verkefni hjá viðburðadeildinni. Það
var frábær tími og mikil reynsla og
hver veit nema ég snúi mér aftur að
slíkum verkefnum seinna.
Í dag má ég ekki vera að því að
fljúga í bili því ég er kominn í nýtt starf
sem er mjög spennandi. Ég var ráð-
inn félagsmálafrömuður Tækniskóla
atvinnulífsins. Tíu skólar hafa sam-
einast, þetta er stærsti framhaldsskóli
landsins með stærsta nemendafélag-
ið upp á 3.300 manns. Ég var kallað-
ur inn til að aðstoða við félagslífið, ég
verð nemendafélaginu og stjórnend-
um skólans innan handar við upp-
byggingu skólans.
Og ég hef hugsað með mér að ekki
væri vitlaust að klára nokkur bók-
leg fög í flugnáminu mínu samhliða
þessu starfi. Ef tími vinnst til.
Iðnnám er nú á allt öðrum grunni
en í gamla daga. Hugsið ykkur mögu-
leikana; vélstjóranemi, klæðskera-
nemi og nemandi úr fjölmenningar-
skóla eru að fara að setjast saman í
kaffi í framhaldsskóla.
Mér líður eins og ég muni í nýja
starfinu geta faðmað 3.300 manns á
hverjum einasta degi.“
Nýr sjónvarpsþáttur
„Og svo var ég að ganga frá nýju
starfi í dag. Ég verð kynnir í sjónvarps-
þætti sem byrjar á Skjá einum í sept-
ember og heitir eftir erlendu fyrir-
myndinni: „The Singing Bee“. Þetta er
þáttur þar sem fólk keppir í að kunna
textann í dægurlögum. Hljómsveitin
Buff spilar fyrstu tónana og fólk á að
halda áfram með textann.“
Jónsi er mjög spenntur fyrir nýja
starfinu og miðað við frammistöðu
hans sem sjónvarpskynnir í „Skóla-
hreystinni“ í vetur er óhætt að segja
að hann sé fæddur í starfið.
En hvernig kemst hann yfir þetta
allt saman og hvernig stenst hann
freistingar hins ljúfa lífs?
Lélegur drykkjumaður
„Það hljómar kannski klisjukennt
en ég reyni að hugsa vel um mig, hvíla
mig og lifa heilbrigðu lífi. Ég er ekki
skipulagður að upplagi en það er eitt-
hvað sem maður verður að temja sér
ef maður ætlar að lifa af í þessu! Ég á
ótrúlega góða að, bæði fjölskyldu og
einstaka vini sem eru fljótir að sparka
mér upp ef ég missi sjónar á mark-
miðum mínum og því sem skiptir
máli.
Hvað varðar áfengi missi ég rödd-
ina fljótt ef ég drekk áfengi og er svo
lengi að jafna mig eftir eitt rauðvíns-
glas að ég drekk lítið. Mér finnst svo
gaman að vera til að ég þarf ekki að
drekka.
Sumir verða skemmtilegir með
víni en það hefur enginn gaman af að
sjá mig drekka. Ég á útopnu, það hlýt-
ur að vera hundleiðinlegt.
Og ég hef aldrei prófað eiturlyf og
hef bara svona þrisvar séð þau. Ég veit
að margir neyta eiturlyfja til að losna
við hömlur og láta eins og ég læt – en
ég þarf ekki að nota nein svona efni til
að njóta lífsins. Maður veit ekki hvað
gerist ef maður fer inn um þessar dyr.
Þetta er óvissa sem ég vil ekki hafa
inni í mínu lífi. Löngu áður en ég byrj-
aði í tónlist eignaðist ég konu og svo
barn og ég vil ekki hafa dóp í mínu
lífi. Veit ekki hvar þetta er selt og mig
langar ekki að vita það.
Rósa konan mín hefur unnið með
mér að tónlistarferlinum frá upphafi
og við höfum verið samstíga í þessu.
Ef það hefði ekki verið hefðum við ör-
ugglega fjarlægst. En ég er í þessu tón-
listarinnar vegna og vegna þess að á
þessum starfsvettvangi líður mér vel,
ekki vegna aðdáenda eða einhvers
glaums í kringum poppbransann.“
Framtíðin
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?
„Hljómsveitin í svörtum fötum
mun spila áfram.
Konan mín á eitt ár eftir í námi
og kannski eftir það gæti ég bætt við
mig menntun. Ég hef haft forgang til
þessa en nú hefur hún forgang. Við
tökum þetta eins og verkefni. Nú er
mitt að gefa og hennar að þiggja. Og
ég veit ekki hvað gerist á morgun. Mig
óraði ekki fyrir því að ég myndi vinna
sem flugþjónn eða vinna í banka eða
starfa í sjónvarpi. Sjáum bara til hvað
gerist. Við í hljómsveitinni höfum all-
ir samið tónlist hver í sínu lagi und-
anfarið og eigum fulla síma og upp-
tökutæki með lögum og við ætlum
að halda demódaga við tækifæri. Þá
búum við til lög úr bestu hugmynd-
unum sem við erum með. Við höfum
lært það upp á síðkastið að við getum
treyst á okkar eigin tónlist.
Kannski fara nú einhverjir að
ranghvolfa augunum og fá nóg af
bjartsýnisrausi í mér. Það er víst ekki
í tísku núna, það er alltaf verið að tala
um kreppu og að allt sé að fara nið-
ur. Ég sé þetta þannig að við fáum
kannski ekki allt sem við þráum en
við erum sannarlega ekki slypp og
snauð hér á Íslandi. Við erum í fallegu
umhverfi, hér er prýðileg veðursæld,
þjóðfélaginu er ágætlega stýrt. Það er
ekki stríð og ekki verið að hreinsa út
einhverja hópa eða þurrka út heilu
hverfin eins og gerist sumstaðar úti í
heimi. Hér búum við í raun í vernd-
uðu umhverfi, með smá tímabundn-
um skarkala, en verðum að staldra
við og njóta þess sem okkur stendur
til boða og þess góða í lífinu. Hver er
sinnar gæfu smiður og ég er farinn út
í búð að kaupa mér hamar!“
„Það má segja við mig að ég sé leiðinlegur, ljótur og fólk getur
velt sér upp úr kynhneigð minni og stjórnmálaskoðunum en ég
vil ekki að þetta sé sagt fyrir framan fjölskyldu mína.“ Jónsi
segir þrennt í heiminum vera sér heilagt, börnin tvö og konuna.
Jónsi er vinsæll hjá börnum jafnt
sem fullorðnum „tónlistarfólk hafði
svo mikil áhrif á mig þegar ég var yngri
svo ég veit að það er ábyrgðarhluti að
vera fyrirmynd.“