Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 38
föstudagur 8. ágúst 200838 Sport Sport Dag sem Dimma nátt Íslenska landsliðið í handknattleik leikur á sínum öðrum ólympíu-leikum í röð og reynir að gera betur en í aþenu fyrir fjórum árum. strákarnir okkar hefja leik gegn rússum og þurfa stuðningsmenn liðsins, það er að segja allir Íslendingar, að leggja svolítið á sig til að horfa á þann leik. flautað verður til leiks klukkan 2.30 aðfaranótt sunnudags en stór hluti leikanna fer fram um niðdimma nótt að íslenskum tíma. CERA eða Continuous Erythropoi- esis Receptor Activator eins og það heitir fullu nafni er nýtt hormóna- lyf skylt EPO sem hefur hrellt marg- ar lyfjastofnanir undanfarin ár. Það var búið til af svissneska lyfjafyrir- tækinu Roche með það fyrir augum að hjálpa sjúklingum sem ættu við nýrnavandamál að stríða. Lyfið örvar framleiðslu EPO- hormóna í nýrum og um leið örv- ar það beinmerginn til að framleiða meira af rauðum blóðkornum. En fleiri rauð blóðkorn gera líkamanum kleift að flytja meira súrefni til vöðva og þannig getur það hjálpað íþrótta- mönnum mikið. CERA, eða Mircera eins og það er kallað, hefur verið samþykkt til lækn- inga í Sviss, Ástralíu og er nálægt því að vera samþykkt um gjörvalla Evr- ópu. Fyrirtækið sem bjó til lyfið, Ro- che, sótti um að fá leyfi til þess að selja það í Bandaríkjunum á síðasta ári. Matvæla- og lyfjaeftirlitið þar í landi neitaði þeirri bón Roche því lyfið er of líkt EPO-hormónalyfinu sem bandaríska fyrirtækið Amgen hefur einkaleyfi á. Fyrirtækið Amgen sem býr til EPO, lyf sem hefur verið notað ólöglega af mörgum íþrótta- mönnum, er helsti styrktaraðili Kali- forníu-hjólreiðanna. gott lyf en slæmt CERA hentar íþróttamönnum sem vilja svindla betur en EPO því það dreifist hægar um líkamann. Fyr- ir sjúklinga þýðir það færri sprautur, oft aðeins einu sinni í mánuði sem lækkar kostnað sjúkrahúsa sem nota lyfið. Fyrir íþróttamenn þýðir það að þeir geta tekið lyfið jafnsjaldan og því mun minni líkur á að það finnst í lík- amanum. Fari íþróttamaður í lyfja- próf aðeins nokkrum dögum eftir sprautu er mjög erfitt að finna lyfið í líkamanum því nýrun fela það. Fyrst var leitað að EPO-lyfinu á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. CERA er á bannlista WADA, Alþjóðalyfjanefndarinnar, en svo virðist sem hjólreiðamenn í Tour de France hafi haldið að próf henn- ar gætu ekki fundið CERA. WADA hefur verið að þróa próf til að finna lyfið og svo virðist sem nefndin hafi fundið leið og geti nú leitað að lyfinu hvenær sem hún vill. Þrír hjólreiða- menn voru teknir með lyfið í Frakk- landshjólreiðunum og er talið mjög líklegt að fleiri keppendur þar hafi notast við lyfið. Margir voru prófaðir og gætu sumir átt von á hringingu frá WADA á næstu vikum. CERA er nýtt þriðju kynslóðar hormónalyf skylt EPO-lyfinu. Það hefur betri og meiri áhrif á íþróttamenn ásamt því að erfiðara er að finna það. Aðeins þarf eina sprautu á mánuði sem gerir lyfjanefndum einstaklega erfitt fyrir að finna leifar þess í líkama íþróttamanna. Þrír hjólreiðamenn voru teknir með lyfið í Frakklands- hjólreiðunum og eru forsvarsmenn Ólympíuleikanna í Peking hræddir um að það verði notað þar. NÝTT LYF UNDIR SMÁSJÁNNI tÓmas ÞÓR ÞÓRÐaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is © GRAPHIC NEWS Heimild: WADA Mynd: Getty Images Þrír hjólreiðamenn sem kepptu í Frakklandshjólreiðunum voru teknir fyrir að nota CERA, nýtt 3. kynslóðar lyf skylt við áður þekkt lyf, EPO. Lyanefndin á Ólympíuleikunum í Peking er mjög smeyk við að íþrótta- menn á leikunum muni nýta sér þetta lyf. 3. Vöðvar: Fleiri rauð blóðkorn gera líkamanum kleift að ytja meira súrefni til vöðvanna sem geta því starfað betur og lengur. Íþróttamenn Góðu áhrin: Áhrif CERA duga lengur en venjulegs EPO. Aðeins þarf einn skammt á mánuði sem minnkar líkur á að lyð nnist í lyaprófum. Slæmu áhrin: Hár blóðþrýstingur, æðastíur og -þrengsli, bólgur í heila og og. CERA – Continuous Erythropoiesis Receptor Activator: Framleitt af svissneska fyrirtækinu Roche við blóðleysi og nýrnabilunum. Svona virkar það 1. Nýrun: Örvuð til að framleiða meira af EPO-hormónum. 2. Beinmergurinn: EPO eykur framleiðslu rauðra blóðkorna. EPO – Erythropoietin: Nýrun fela lyð í líkam- anum. Hefur verið framleitt af lya- fyrirtækjum síðan á 9. áratugn- um. CERA - 3. KYNSLÓÐAR LYF Riccardo Ricco og manuel Beltran Þeir fyrstu til að vera teknir fyrir að nota CEra í tour de france.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.