Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Blaðsíða 45
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 45 ryska revolutionenRússneska bylti gin í stuttu máli 1894 Nikulás II krýndur keisari í rússlandi. Janúar 1905 Blóðugi sunnudagurinn, hundruð mótmælenda drepin. maí 1905 Japanar sigra rússneska flotann á tsushima-sundi. Júní 1905 uppreisn á beitiskipinu Pótemkin í höfninni í Ódessu. Október 1905 Keisarinn kæfir byltinguna, Lenín neyðist til að fara aftur í 1890 1900 1911 stolypin innanríkisráðherra drepinn. 1910 1920 Febrúar (mars) 1917 febrúarbyltingin brýst út og keisarinn afsalar sér krúnunni. Júlí 1917 alexander Kerenskí myndar bráðabirgðastjórn. Október (nóvember) 1917 Bolsévikar steypa bráðabirgða- stjórninni og taka völdin. 1918 Innlands- átök hefjast í rússlandi. Júli 1918 Keisara- fjölskyldan tekin af lífi í Ékaterín- borg. 1922 Innanlands- átökum lýkur og sovétríkin eru stofnuð. Skjaldar- merki Romanov- ættarinnar Rússneska byltingin1905–17 ekki aðeins vegna ömurlegrar lífsaf- komunnar, stríðið við Japan 1904-1905 hafði einnig sitt að segja. Rússar héldu út í stríðið til að draga úr óánægjunni heimafyrir. Ráðherra einn lét hafa eft- ir sér í upphafi átakanna: „Við þurfum duggunarlitla styrjöld til að draga úr áhrifum byltingarsinna.“ En stríðið við Japan varð keisara- stjórninni ekki til álits- eða virðingar- auka. Á fyrstu dögum þess eyðilögðu Japanar Kyrrhafsflota Rússa og löm- uðu síðan rússneska herinn í Man- sjúríu. Flota Rússa frá Eystrasalti var eytt á Tsushima-sundi milli Kóreu og Japans 27. maí 1905 og þá töldu rússnesk stjórnvöld rétt að leita friðar. Að friðarsamningum loknum höfðu ítök og landsvæði Rússa í Austurlönd- um fjær minnkað mjög. Ófarirnar gegn Japönum kynntu undir óánægjunni heima í Rússlandi. Verkamenn mynduðu sovét eða ráð, verkamannaráð. Þau skipulögðu allsherjarverkföll í Sánkti Pétursborg og ólga fór um aðrar iðnaðarborgir í landinu. Bylgja óánægju skall ekki síður á dreifðum byggðum Rússlands. Uppreisn varð á beitiskipinu Pótem- kin í höfninni í Ódessu í júní og Sergei Eisenstein gerði þeim atburðum síð- ar skil í kvikmyndinni Beitiskipið Pót- emkin. Þing kallað saman Nikulás keisari II neyddist til að kalla þingið, dúmuna, saman í októb- er 1905. Þremur vikum síðar kom Len- ín til Sánkti Pétursborgar úr útlegð. Hann taldi sig verða í fararbroddi bylt- ingarsinna en var of seinn. Innantóm loforð keisarans um úrbætur og breyt- ingar og aðgerðir hersins gegn bænd- um á landsbyggðinni höfðu stappað stálinu í byltingarsinna. Á þingi nokkru fyrir 1905 höfðu bol- sévikar klofið sig úr flokki sósíaldemó- krata og komist í meirihluta en orðið bolséviki þýðir einmitt maður meiri- hlutans. En í raun höfðu þeir engin pól- itísk áhrif. Lenín neyddist til að laum- ast úr landi þegar ekkert varð úr bylt- ingunni og sneri ekki aftur fyrr en 12 árum síðar, í apríl 1917. Byltingin lognaðist út af en óánægja landsmanna blossaði reglu- lega upp um landið allt. Í Lettlandi eyðilögðu bændur til dæmis um 2.000 eignir á árunum 1905-1907. Herinn brást hrottalega við og tók þúsundir þeirra af lífi. Gyðingar urðu líka fyr- ir barðinu á hernum, tugir þúsunda voru drepnir. Innanríkisráðherra keisarans, Pjotr Stolypin, reyndi að bæta ástand- ið og koma upp stétt sjálfseignar- bænda. En blés ekki síður í glæð- ur gyðingahaturs til þess að beina óánægju verkamanna og bænda í þann farveg. Aðferðir hans voru har- kalegar, þeir bændur sem ekki vildu skipta upp löndum voru hreinlega teknir af lífi. Stolypin rak þessa stefnu sína án þess að ráðfæra sig við þing- ið og aflaði það honum óvinsælda og óvina meðal þingmanna. Hann lifði ótal tilræði af en var að lokum skotinn til bana á sýningu óperunnar í Kænu- garði 1911. Herinn í stríði Óeirðir og óánægja einkenndi þjóðlífið í Rússlandi á fyrstu áratugum 20. aldar. Það eru þó ekki einu ástæð- ur uppreisnanna á árinu 1917, fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki síður áhrif. Rússneska hernum bar að verja Rúss- land og landsvæði þess annars staðar í heiminum til síðasta manns og var jafnupptekinn við það árið 1917 og hann hafði verið árið 1905. Herinn var ekki aðeins fjarverandi – hann beið iðulega afhroð. Hermenn- irnir neyddust til að hlýða kallinu og halda í orrustur vopnlausir, mann- fallið var því gífurlegt. Allar samgöng- ur lágu niðri. Íbúar borganna höfðu í sig og á með herkjum. Ekki bætti að- gerðaleysi stjórnvalda úr skák eða lamaðar opinberar stofnanir. Konur í verkfall Febrúarbyltingin 1917, sem reynd- ar var gerð í mars að okkar tímtali, hófst með verkfalli kvenna í vefnað- ariðnaði 8. mars. Nokkrum árum síð- ar lýstu Komintern, alþjóðasamtök kommúnista og síðar S.Þ., daginn aðl- þjóðlegan baráttudag kvenna. Aðrir sveltandi verkamenn í Pet- rograd gengu í lið með konunum og einnig félagar úr setuliði borgarinnar. Keisarinn sá sér þann kost vænstan að afsala sér völdum. Dúman skipaði sósíalista og frjálslynda í bráðbirgða- stjórn undir forustu lögfræðingsins málsnjalla, Alexanders Kerenskís. Um allt Rússland urðu til sovét eða ráð, bænda-, hermanna- og verkamanna- ráð, rétt eins og í byltingunni 1905. Kerenskí reyndi að koma á jafnvægi í landinu og studdi hin fjölmörgu ráð en ástandið varð sífellt verra. Þreyttir á stríðinu Mestu mistök Kerenskís voru að krefjast áfram þátttöku Rússa í fyrri heimsstyrjöldinni en þjóðin var orð- in úrvinda af stríðsrekstrinum. Sósí- alistar áttuðu sig á kröfum fjöldans og lofuðu friði, brauði, jarðarbótum og sjálfstæði minnihlutahópa. Ítök bol- sévika voru mest þótt þeir væru fálið- aðir í bráðabirgðastjórninni. Litlum en þaulskipulögðum flokki tókst að steypa bráðabirgðastjórninni í okt- óberbyltingunni 1917 og má af því ráða hve sundurþykkjan var mikil. Og þótt bolsévikar hefðu ekki mikil völd jókst fylgi þeir jafnt og þétt sumarið og haustið 1917. Strax í júlímánuði 1917 lá byltingin í loftinu í Petrograd og hundruð mótmælenda gengu um göturnar. Bolsévikum þótti þá mörg- um rétt að setjast að völdum og gera byltingu en Lenín taldi rétt að bíða þangað til ljóst væri að þeir hefðu þjóðina með sér. Í september var lýðveldi stofnað en ágreiningurinn í landinu óx jafnt og þétt. Kerenskí reyndi að koma bolsévikum frá með því að banna kommúnistaflokkinn og lét fangelsa Lev Trotskí, en hann leiddi bolsév- ika ásamt Lenín. En barátta Kerensk- ís var töpuð. Aðfaranótt 7. nóvember ákvað Lenín að tíminn væri kominn, skotið var af byssum beitiskipsins Ár- óru en það táknaði að byltingin væri hafin. Þegar bolsévikar tóku við völd- um varð Alexander Kerenskí að fara í útlegð. Ekkert jafnvægi Völd bolsévika næstu árin voru ekki traust. Friðarsamningarnir við Þýskaland 1918 áttu sinn þátt í því, þátttöku Rússa í fyrri heimstyrjöld- inni var lokið en þeir máttu láta mikil landsvæði af höndum. Ekki varð frið- vænlegt eftir samningana við Þjóð- verja. Heimafyrir þurftu bolsévikar að takast á við hvítliða. Þeir komu úr borgarastétt og voru á móti valda- töku kommúnista. Í átökum þessum nutu hvítliðar stuðnings BNA, Japans og landa í Vestur-Evrópu sem öll ótt- uðust að valdataka kommúnista væri upphafið á heimsbyltingunni. Aðgerðir bolsévika í innanlands- wátökunum hafa löngum þótt orka tvímælis. Keisarinn og fjölskylda hans voru tekin af lífi 1918 í Ékatarínborg. Hinn Rauði her Trotskís stóð af sér storminn og varð sigurvegari átak- anna en milljónir manna lágu í valn- um. Ófyrirleitin leyniþjónusta Nokkurt jafnvægi komst á í land- inu 1922 og Sovétríkin voru stofnuð. Þetta nýja ríki átti að ryðja brott öllum merkjum hins hataða keisaradæmis og skapa íbúunum nýtt og betra líf. Í innanlandserjunum hafði leyni- þjónusta bolsévika ekki sýnt minni ófyrirleitni og grimmd en forveri hennar, leyniþjónusta keisarans. Undir stjórn Stalíns, 1929-1953, gekk þjóðernisstefna Rússa í endurnýjun lífdaga en keisarinn hafði mjög barist gegn henni. Ofbeldi gegn íbúum Sov- étríkjanna jókst. Sovétríkin liðu undir lok 1991. Að nafninu til ríkir lýðræði í Rússlandi. Erfiðleikar stjórnartíma kommúnista skyggja á minningar um byltinguna. Til eru þeir sem telja keisarastjórn komna á að nýju, keisarinn heiti að þessu sinni Vladimir Pútín. Menn geta deilt um það en ljóst má vera að erfitt reynist að átta sig á Rússlandi nútímans ef ekki er skyggnst um í sög- unni, fyrir og eftir byltingu. Ulf Zander BEitiSKipið ÁRÓRa Októberbyltingin hófst með skotum úr byssum áróru. Beitiskipið er nú safn í sánkti Pétursborg. LEnín Á BaRÁttuFundi áróðursmynd af Lenín, leiðtoga bolsévika, á baráttufundi í byltingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.