Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 51
Nafn? „Elísabet Eyþórsdóttir.“ Starf? „Mamma og tónlistarkona.“ Stíllinn þinn? „Alls konar.“ Allir ættu að...? „...vera góðir við náungann.“ Hvað er ómissandi? „Af hlutum myndi ég segja myndavél, til að minnast skemmtilegra tíma.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Skræpóttar gammosíur í Spútnik.“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í hvaða tilgangi? „Ég fór til Tálknafjarðar að syngja og spila með systur minni Elínu á hátíð sem heitir Tálknafjör. Það var ótrúlega gaman.“ Uppáhaldsflíkin í fataskápnum? „Svartur kjóll með silfurröndum sem ég keypti í Rokki og Rósum.“ Hvenær hefur þú það best? „Þegar ég er með fjölskyldunni og góðum vinum og þegar ég er að gera eitthvað tengt tónlistinni.“ Ertu með einhver áform fyrir næstu daga? „Mín áform eru að njóta þess að vera í fæðing- arorlofi með stráknum mínum og vinna í tónlist. Ég er að fara að gefa út smáskífu með hljómsveit sem heitir Tabúkka.“ Lumarðu á góðu tískuheilræði? „Mitt tískuheilræði væri að klæða sig eins og manni sjálfum finnst flottast.“ föstudagur 8. ágúst 2008 51 Elísabet Eyþórsdóttir PERSÓNAN 1Taktu nákvæm mál af þér. Þetta á við um karlmenn og konur. Ef um notuð föt er að ræða, geta stærðirnar verið mismundandi. Einnig skal huga að því hvaðan varan er og hvort að stærðin sé evrópsk, bresk eða bandarísk. Stærðirnar eru allar mismunandi. Ef flíkin er banda- rísk þá er líklegt að stærðin sé gefin upp í tommum. Þá þarf að passa að breyta yfir í sentímetra. 2 Skoðaðu smáa letrið gaum-gæfilega. Passaðu að lýsing-in stemmi við myndirnar. Gefðu þér góðan tíma ef þú versl- ar á netinu. Ekki gera það í flýti. 3 Þó að flíkin sem þú hefur áhuga á sé seld á Ebay þýðir það ekki að ekkert sé að var- ast. Passaðu að skoða meðmæli seljandans vel. Keyptu af seljend- um sem gefa upp nákvæmar lýs- ingar á flíkunum og eru með góð- ar myndir og flottar lýsingar. Ekki láta gabbast. 4 Passaðu að gefa upp réttar upplýsingar um sjálfan þig. Er heimilisfangið þitt rétt og allar upplýsingar um sjálfan þig. Passaðu að seljandinn bjóði upp á að skila vörunni ef hún er ekki eins og þú hafðir ætlað þér. Það mikilvægasta er að notast við Pay-Pal. Ef seljandi býður ekki upp á Pay-Pal, ættirðu ekki að versla við hann. 5 Oft virðast flíkur á Ebay mjög ódýrar og Íslendingar sem notast hafa við síðuna, missa sig algjörlega. Það eru samt sem áður stór mistök að ofbjóða í flíkur því það bætist ávallt send- ingarkostnaður og tollkostanður ofan á flíkina. Þá er hún oft orðin jafn dýr og jafnvel dýrari en hérna heima. Stundum eru verð gefið upp í pundum og áströlskum eða kanadískum döllurum. 6 Það má alltaf búast við því að notaðar flíkur séu ekki í fullkomnu ástandi, oftast lýsa seljendur þeim göllum sem eru til staðar. Ef flíkin er ný er hún gjarna merkt sem slík. Það sama á við um skókaup á Ebay. 7 Þó svo að aðeins sé gefinn upp ákveðinn tími til þess að bjóða í flíkur á Ebay, er alltaf gott að hafa samband við seljand- ann. Hægt er að senda þeim póst á síðunni og þeir oft duglegir að svara og hjálpa viðskiptavinum sínum. Það er um að gera að nýta sér þetta því oft blekkir myndin. 8 Það er nauðsynlegt að gefa seljendum og flíkinni ein-kunn eftir að hún er komin í hendur þínar. Alltaf vera hreini- skilinn því þá hjálpar þú seljand- anum að taka sig á og á sama tíma gefur þú öðrum kaupendum rétta mynd af honum. MAMMA vEit bESt Kynþokkafulla leikkonan Eva Mendes þarf að vera alveg einstaklega varkár í fatavali fyrir frumsýningar og önnur partí svo mamma hennar hringi ekki í hana og skammi fyrir fötin. Mamma hennar er nefnilega hennar stærsti tískugagnrýnandi og hikar ekki við að lesa dóttur sinni pistilinn fyrir að vera ekki nógu kvenleg. „alltaf þegar ég geng rauða dregilinn segir mamma daginn eftir: Ooo, hárið var hræðilegt eða skórnir voru ekki að virka. Ég veit samt að hún vill bara að dóttir hennar sé fín,“ segir Mendes. ÞAð SEm bER Að vARASt Tíska Það er um að gera að notast við síð- una Ebay á þessum krepputímum til þess að kaupa sér fatnað. Holurnar geta þó verið marg- ar og fyrir þá sem ekki þekkja vel til, er vert að lesa þess- ar leiðbeiningar. Ebay frábær leið til að gera góð kaup. Öryggi Mikilvægt er að notast við Pay-Pal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.